Leita í fréttum mbl.is

“Ađ leiđrétta bábiljur” !

Ţađ er víst gömul og ný saga, ađ margir fyrrverandi valdamenn una lítt ţeim dómi sem felldur er yfir feril ţeirra og vilja koma ţar ađ leiđréttingum og endurmati. Margir fyrrverandi einrćđisherrar í ríkjum Afríku og víđar hafa kvartađ sáran yfir ţví ađ hafa notiđ lítillar sanngirni af hálfu sagnfrćđinga og sögutúlkenda, eftir ađ ţeim hefur veriđ steypt af stóli og gerrćđisverk ţeirra afhjúpuđ.

Svo ţađ er ekkert nýtt ađ mađur sem hefur haft mikil völd á hendi, ef til vill um langan tíma, hafi allt ađra sýn á veruleikann en flestir ađrir og ţoli illa alla gagnrýni.

Kannski er viđkomandi ósáttur viđ sjálfan sig vegna ţess ađ hann sér eftir á, ađ hann hefđi átt ađ fara fram međ öđrum hćtti en hann gerđi, og treystir sér ekki til ađ horfast í augu viđ eigin feril eins og hann horfir viđ og vill fá ađ breyta ţar niđurstöđum sér til afbötunar ? Kannski er ţar líka um einhverskonar siđvillt sjónarmiđ ađ rćđa ?

En ţegar afdankađir valdamenn fjalla um slík efni, heitir ţađ víst í sumra munni ađ “leiđrétta bábiljur”. Ţá telja ţeir sig ţurfa ađ fćra söguna í réttan búning, í ţađ horf ađ ţeir geti veriđ sáttir. En ţá er gjarnan farin sú leiđ ađ horfa framhjá ţeim stađreyndum sem óţćgilegar ţykja og hreint ekki til ţess fallnar ađ gefa ţá mynd sem óskađ er eftir. Og hafa ber ţađ skýrt í huga í ţessu sambandi ađ enginn er hćfur til ađ vera dómari í eigin sök.

Einn frambjóđandinn í nýafstöđnum forsetakosningum var sem kunnugt er gamall stórvaldsmađur í ţjóđmála-pólitíkinni, mađur sem löngum var talinn vilja koma sínu fram og rúmlega ţađ. Hann reiđ ţó ekki feitum hesti frá ţessum forsetakosningum og hafnađi ţar í fjórđa sćti, áreiđanlega nokkuđ langt undir eigin vćntingum. Hann lét ţó hafa ţađ eftir sér ađ kosningum loknum, ađ hann hefđi fengiđ ágćtt tćkifćri til ţess í kosningabaráttunni ađ leiđrétta ýmsar bábiljur og líklegt er ađ ţar hafi hann átt viđ mál varđandi eigin feril, enda liggur ljóst fyrir ađ valdaferill viđkomandi manns hefur veriđ vćgast sagt umdeildur međal ţjóđarinnar.

Hann á ţó eins og flestir hans líkar sína sauđtryggu áhangendur sem fullvíst er ađ myndu kjósa hann alla tíđ hvernig sem mál stćđu og hvađ sem hann gerđi. Slík er fylgispektin !

En hverjar skyldu nú bábiljurnar vera sem ţessum frambjóđanda var svo mikiđ í mun ađ leiđrétta ? Skyldu ţćr kannski vera eitthvađ af ţví efni sem finna má í hinni viđamiklu Rannsóknarskýrslu Alţingis og telst til sögulegra stađreynda varđandi íslenska efnahagshruniđ ? Ţađ skyldi ţó aldrei vera ?

Og hvađ skyldu slíkir menn vera ađ meina ţegar ţeir tala um bábiljur međ ţessum hćtti ? Jú, ţeir eru líklega ađ vísa til einhverrar vitleysu sem sé í gangi vegna ţess ađ menn séu illa upplýstir um mál. Og auđvitađ á ţá sá sem vill vera dómari í meintum eigin sökum, ađ upplýsa og frćđa ađra um hlutina og ţví sem hann segir eiga menn náttúrulega ađ trúa !

En ţannig ganga hlutirnir hinsvegar ekki fyrir sig í hörđum heimi stađreyndanna. Til ţess hafa svokallađar bábiljur veriđ allt of margar og allt of stórar, valdatími viđkomandi manns allt of viđamikill og langur. Höfuđábyrgđ ţjóđlegra ófara í hruninu verđur ţví tćpast vísađ annađ !

Viđkomandi mađur var fjarri ţví ađ verđa kosinn forseti Íslands. Enginn ţarf ađ furđa sig á ţví. Hin mikla valdafortíđ skilađi honum ađeins fylgi tćplega 14 Íslendinga af hverjum hundrađ og verđur ţađ ađ teljast rýr eftirtekja. Ţađ sýnir líklega ljóst ađ stćrstur hluti íslensku ţjóđarinnar lítur ekki á ţá fortíđ međ jákvćđum augum.

Dramb er falli nćst” segir máltćkiđ og mörgum hefur orđiđ hugsađ til ţess varđandi feril umrćdds manns, en á valdatíma sínum ţótti hann oft sýna drjúgmikinn hroka.

Ţađ er aldrei gott ţegar menn sćkja svo fast til valda ađ ţađ skađar bćđi ţá sjálfa og ađra. Til ţess eru vítin ađ varast ţau.

Vonandi helgar umrćddur mađur ketti sínum sem mest tíma sinn eftirleiđis !

 


Bloggfćrslur 4. ágúst 2016

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 74
  • Sl. sólarhring: 460
  • Sl. viku: 1483
  • Frá upphafi: 315464

Annađ

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 1199
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband