Leita í fréttum mbl.is

Orđ skulu standa !

 

Framsóknar í festinni

fáir hanga sćlir.

Ţađ er lík í lestinni,

lyktin af ţví fćlir !

Undarlegt er ţađ međ Framsóknarflokkinn hvađ hann getur orđiđ límdur viđ formenn sem hafa sparkađ undan sér fylginu og dingla pólitískt séđ í lausu lofti.

Á sínum tíma ţurfti ađ losa flokkinn úr einrćđistökum Jónasar frá Hriflu sem hafđi ţokast svo til hćgri ađ hann var orđinn viđskila viđ stefnu flokksins. Og ţó ađ Hermann og Eysteinn hefđu vinninginn í ţeim átökum voru ţó fjölmargir grónir Framsóknarmenn Jónasarmenn til ćviloka. Samt hafđi Jónas raunverulega hćtt ađ vera Framsóknarmađur ţegar hann lagđist undir íhaldiđ !

Halldór Ásgrímsson fćrđi Framsóknarflokkinn svo mikiđ til hćgri á sínum tíma ađ mörgum fannst um tíma ađ eđlilegast vćri bara ađ flokkurinn yrđi í heilu lagi sameinađur íhaldinu. Hann gćti bara veriđ nokkurskonar “Framsóknardeild í afturhaldsflokknum” !

Og nú hefur Sigmundur Davíđ, sem virtist svo andlega skyldur Bjarna Ben lengi vel ađ ţeir voru sem pólitískir Síamstvíburar, misst tiltrú í ţjóđfélaginu og orđ hans og gerđir ađ mati fjölmargra reynst stefna í sitt hvora áttina. En ţó ađ hann yrđi ađ segja af sér sem forsćtisráđherra gat hann setiđ áfram sem formađur Framsóknarflokksins !

Af hverju ? Eru gerđar minni kröfur siđferđilega til manns sem gegnir ţví embćtti, er allt í lagi ađ hafa mann sem formann ţar sem gengur ekki ađ hafa í landsstjórninni ?

Ţađ er skrítin siđmennt, en víst er ađ Framsóknarmenn hafa ekki tekiđ af skariđ í ţeim efnum. Fyrst í stađ heyrđust ađ vísu nokkrar raddir um ađ ţetta gengi ekki, en ţćr virđast hafa veriđ kveđnar niđur. Nú virđast Framsóknarmenn ćtla ađ styđja sinn formann hvađ sem tautar og raular. Hann virđist á góđri leiđ međ ađ verđa bćđi píslarvottur og dýrlingur í ţeirra augum. Og sumir ţeirra verđa líklega gallharđir Sigmundarmenn til ćviloka úr ţessu !

En hvađ međ kosningarnar í haust – loforđiđ mikla sem gefiđ var í vor til ađ friđa ţjóđina, loforđiđ um flýtingu á ţingkosningunum ?

Verđur ţađ haldiđ eins og Sigurđur Ingi segir enn eđa verđur ţađ svikiđ ? Sigmundur Davíđ virđist ekki hrifinn af ţví loforđi, enda ţarf enginn ađ vera hissa á ţví ađ hann vilji ekki kosningar í bráđ. En ađ svíkja slíkt loforđ og fá svo kosningar yfir sig hálfu ári seinna er trúlega bein leiđ til ađ minnka minnkandi fylgi enn meir og frekar !

Ţađ hefur lengi veriđ gamalt grundvallar-orđtak í landi okkar, ađ orđ skuli standa. Hver sem gengur á bak orđa sinna er talinn minni mađur fyrir vikiđ. Og full ástćđa virđist til ađ spyrja hver sé í raun formađur Framsóknarflokksins, er ţađ sá foringi sem virđist vilja standa viđ ţađ sem sagt var í nafni flokksins í vor eđa er ţađ sá foringi sem virđist ekki vilja ţađ ?

Undir hvađa forustu ćtlar Framsóknarflokkurinn ađ ganga til kosninga í haust, á hundrađ ára afmćlisári sínu !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 178
  • Sl. viku: 1037
  • Frá upphafi: 309929

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 910
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband