Leita í fréttum mbl.is

Landsfundarbragur

 

Framsókn stórum fundi á

fýsti mál ađ leysa.

Í ţeim flokki vakin vá

virtist orđin hneisa.

 

Upp á himin hlóđust ský,

heill fannst ekki nokkur.

Hlaut ađ ganga hreinsun í

hundrađ ára flokkur.

 

Flest í mála flćkju sat,

forustan í vanda,

höggviđ ekki á hnútinn gat,

hann var öllu ađ granda.

 

Fremstu menn ţví hímdu í höm,

horfđu niđr´ á tćrnar.

Berlegt var ađ brotalöm

bćtti á sakir ćrnar.

 

Spruttu ţar fram spurningar,

spennu ţurfti ađ eyđa.

Hvert skal stefna” - hvíslađ var,

hver skal flokkinn leiđa ?”

 

Skođa ţurfti ei málin meir,

mun í einum flokki,

ekki hćgt ađ hausar tveir

hangi á sama skrokki.

 

Milli Sigga og Simma ţar

sýndist rétt ađ kjósa.

Svo ađ full til frambúđar

fengist stađan ljósa.

 

Félagslegt var flokksins ţor,

fann ţađ hver ein sála.

Lýđrćđis um leiđarspor

leidd var ganga mála.

 

Formannskjöriđ fćrđi skil,

fannst ţar vilji manna.

Sigga gekk hún greitt í vil,

greindist stađan sanna.

 

Sviptur von um sigurstađ

Simmi féll í valinn.

Illa svekktur eftir ţađ

yfirgaf hann salinn.

 

Var á honum kuldakast,

kćla ţurfti hann blóđiđ,

međan honum fylgdi fast

fréttamannastóđiđ.

 

Enn er móđur mönnum í,

mörgu ţeytt um gćttir.

Enn á himni eru ský,

engar skýrar sćttir.

 

Spurning stór er send um sviđ,

segir margt um hagi.

Skyldi friđur skapast viđ

skil af ţessu tagi ?

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 131
  • Sl. sólarhring: 137
  • Sl. viku: 1381
  • Frá upphafi: 316771

Annađ

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1058
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband