Leita í fréttum mbl.is

Um pólitískt prump !

 

Ef til vill á milljónagreifinn umdeildi Donald Trump eftir ađ fá ţau eftirmćli ađ hafa veriđ lakastur allra ţeirra manna sem setiđ hafa á forsetastóli í Bandaríkjunum og hafa ţeir ţó sumir – satt best ađ segja - ekki veriđ ýkja merkilegir menn !

 

Trump er mikiđ ólíkindatól og talar út og suđur. Hann hefur heitiđ ţví ađ gera Ameríku mikla aftur. Međ ţeirri yfirlýsingu viđurkennir hann ađ Bandaríkin hafi glatađ mikilleik sínum frá fyrri tíđ og ljóst er ađ margir Bandaríkjamenn eru honum sammála um ţađ og ţrá ađ komast í gömlu sporin á ný.

Ţađ er ţó í sjálfu sér nokkuđ merkilegt ađ ţeir skuli gera sér grein fyrir ţeirri afturför sem orđiđ hefur varđandi orđspor ţeirra á seinni árum !

 

Ţví af hverju skyldi álit Bandaríkjanna hafa beđiđ ţann mikla hnekki ? Er ţađ ekki fyrst og fremst vegna óheyrilegs yfirgangs ţeirra og hroka gagnvart öđrum ţjóđum um heim allan um langt skeiđ. Ţađ er aldagömul viska í ţeim orđum “ ađ hroki leiđir til falls !”

 

Ţađ er ţví nokkuđ kaldhćđnislegt, sérstaklega međ tilliti til ţess hver meinsemdin er, ađ fram komi mađur, sem er sjálfur ţekktur fyrir hroka og yfirgang, sem segist ćtla ađ gera Ameríku mikla aftur !

 

Ţađ eitt er víst ađ Ameríku verđur ekki mikil aftur á neinn jákvćđan hátt međ mann eins og Donald Trump í broddi fylkingar ! Hann er einfaldlega ekki sú manngerđ sem er líkleg til ađ láta gott af sér leiđa, hvorki í eigin landi né á heimsvísu !

Í raun og veru virđist Donald Trump miklu frekar vera mađur sem er ađ gera sjálfan sig ađ minni manni međ hverjum degi sem líđur. Međ framkomu sinni ýtir hann undir borgaralegt samstöđuleysi í landi sínu og ţurfa ţó Bandaríkin síst á slíku ađ halda !

 

Ţađ verđur ţví mjög forvitnilegt ađ sjá hvernig ţessum sjálfskapađa vandrćđamanni mun reiđa af í embćtti forseta Bandaríkjanna. Mun bandaríska stjórnkerfiđ standast ţađ reynslupróf sem mađur af ţessu tagi kann ađ vera fyrir ţau gildi laga og réttar samfélagsins sem ríkisfeđurnir lögđu á sínum tíma og treystu sem best ?

 

Spurning dagsins hlýtur ađ vera - getur einn mađur sem kemst á valdatoppinn valtađ yfir allar fyrri áherslur í lögum og mannrétti heils ríkjasambands og fariđ eins og jarđýta yfir gamalgróin frelsisgildi ?

 

Ef svo reynist, ţá mun illt viđ ţađ ađ búa, jafnt fyrir Bandaríkin sjálf sem og heiminn allan. Betrunarleiđ Bandaríkjanna verđur ekki gengin undir forustu manns sem sýnilega versnar međ hverjum degi, ađ valdhroka og stórmennskustćlum !

 

Bandaríkin ţurfa ađ hverfa aftur til upprunalegra hugsjóna sinna og láta af heimsvaldastefnu sinni. Ţau geta gert ţađ međ ţví ađ fylgja ţeirri línu sem Washington lagđi fram í kveđjurćđu sinni, međal annars varđandi samskipti Bandaríkjanna viđ ađrar ţjóđir. Í ţeirri gagnmerku rćđu er eiginlega komiđ inn á allt sem ţarf til ađ endurheimta virđingu sem nú er og hefur veriđ á niđurleiđ !

 

Bandaríkin međ breyttri stefnu ćttu ađ geta lagt mikiđ framlag og gott til mála í veröld okkar og ţörfin fyrir ţađ er sannarlega mikil og brýn. En til ađ svo geti orđiđ ţurfa ţau ađ hafa miklu frambćrilegri fulltrúa á forsetastóli en Donald Trump !

 

Kannski er kjör hans ein skýrasta sönnunin fyrir ţví hversu illa er komiđ fyrir ţeirri ţjóđ sem margir töldu í eina tíđ brjóstvörn frelsis og manndáđa í ţessum margstađfesta heimsósóma heimi okkar !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 25
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 1055
  • Frá upphafi: 309947

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 928
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband