Leita í fréttum mbl.is

“Farđu í austur, Adolf minn !”


Mjög fróđlegt er ađ skođa framvindu mála á sviđi evrópskra stjórnmála á árunum eftir ađ nazistar komust til valda í Ţýskalandi og fram ađ stríđi. Bretar léku ţá tveim skjöldum eins og svo oft áđur og blésu međ ýmsum hćtti ađ kolum ófriđar bak viđ tjöldin. Ófriđurinn kom en reyndar ekki međ ţeim hćtti sem ađ var stefnt !

 

Bretar studdu í raun Franco og fasista á Spáni ásamt fasistaríkjunum Ţýskalandi og Ítalíu. Frakkar voru skömminni skárri og studdu lýđveldisstjórnina á Spáni í einhverjum mćli en ekki var ţađ mikiđ. Stanley Baldwin og eftirmađur hans Neville Chamberlain, formenn breska Íhaldsflokksins, gengu erinda breska auđvaldsins og reyndu á allan hátt ađ vingast viđ nazistastjórnina. Neville Henderson var gerđur ađ sendiherra í Ţýskalandi međ bein fyrirmćli um ţađ !

 

Í dag viđurkenna flestir ađ borgarastyrjöldin á Spáni hafi veriđ forleikurinn ađ síđari heimsstyrjöldinni og framferđi ríkja ţar hafi sett mark sitt á ţađ hvađ Hitler taldi sér óhćtt ađ ganga langt í ásćlni sinni. Einkum á ţađ viđ um Bretland og Frakkland.

 

Ţegar Tékkóslóvakíumálin leiddu í ljós ađ Bretar og Frakkar sviku verndarloforđ sín gagnvart Tékkum og fćrđu Hitler land ţeirra á silfurfati, munu ráđamenn Sovétríkjanna endanlega hafa gert sér ljóst ađ ekki var á neitt ađ treysta í samningum viđ Breta og Frakka. Ţeir fóru ţví ađ huga ađ eigin öryggi óháđ samstarfi viđ ađra, en ţeir töldu sig vita ađ til stríđs myndi koma og ađ vinna tíma var ţeim lífsnauđsyn !

 

Munchensamningur Chamberlains viđ Hitler var í raun endanleg stađfesting á ţví hvílíkar hörmungar undanlátsstefna Baldwins og Chamberlains gagnvart nazisastjórninni í Ţýskalandi myndi leiđa yfir Bretland. Líklega má segja ađ eina framlag Chamberlains til mála í Munchen hafi veriđ hin ţráláta beiđni hans í nafni breska auđvaldsins :“ Farđu í austur, Adolf minn !”

En til ţess var Nazista-Ţýskaland fjármagnađ og byggt upp af auđvaldi Vesturlanda, ađ ţađ réđist á Sovétríkin og kvćđi ţar kommúnistadrauginn niđur !

 

En Hitler lék sér ađ Chamberlain eins og köttur ađ mús. Fullvissađi hann um fullan vilja sinn til samvinnu og ađ hann myndi auđvitađ fara kórrétt í málin. Bretinn hélt svo ánćgđur heim međ sérhagsmunafylltan sauđarhausinn sinn og veifađi plagginu međ undirskrift Hitlers um leiđ og hann mćlti ein örgustu öfugmćli Sögunnar: “Sjá, ég fćri yđur friđ um vora daga !”

 

Mađurinn hegđađi sér eins og hálfviti ? Hvar voru ţeir Baldwin eiginlega staddir međ stefnu sína á ţessum árum ? Ţeir hljóta ađ hafa lifađ í einhverju draumalandi íhaldsins, ţar sem allir áttu skilyrđislaust ađ dansa eftir ţeirra takti !

 

Illu heilli voru ţetta forsćtisráđherrar Bretlands á ţessum tíma og hvorugur ţeirra reyndist fćr til ađ gegna ţví starfi. Eftirtíminn sýnir ţá sem lítiđ annađ en ábyrgđarlausa sérgćđinga í auđvaldsklíku Montague Normans bankastjóra Englandsbanka !

 

Auđvald Vesturlanda krafđist ţess ađ Hitler stćđi viđ orđ sín um sókn í austur, Drang Nach Osten, en skipunin var reyndar orđin ađ auđmjúkum bćnarorđum í Munchen: “ Gerđu ţađ fyrir okkur, Adolf, farđu í austur, viđ höfum hjálpađ ţér og stutt ţig til valda, nú biđjum viđ ţig ađ minnast ţess og gera ţađ sem gera ţarf !

 

En skrímsliđ var ekki lengur í neinum böndum og ţađ varđ ekki hamiđ. Hatriđ á Frökkum mátti sín meira í huga ţess en hin fyrirfram ákveđna krossferđ gegn Sovétmönnum og heimskommúnismanum. Ţví fór sem fór !

 

Hitler fór í vestur og ţađ varđ til ţess ađ atburđarásin neyddi breska ráđamenn - í úlfakreppu eigin mistaka - í bandalag sem aldrei átti ađ verđa. Breska íhaldiđ varđ ađ bjarga sér međ varnarbandalagi viđ Sovétríkin, sem ekki hafđi komiđ til greina af ţess hálfu í kringum Tékkóslóvakíumálin tiltölulega skömmu áđur. Chamberlain varđ ađ axla sín skinn og fara ţví enginn treysti honum lengur !

 

En hver átti ađ taka viđ af honum ? Ţađ voru eiginlega allir í Íhaldsflokknum undir sömu sök seldir, en ţađ var kannski einn til sem hćgt vćri ađ notast viđ ? Aldrađur og raunar afdankađur bolabítur var látinn taka viđ stöđu hins burtrekna, hann hafđi gagnrýnt Baldwin og Chamberlain - síđustu 3-4 árin, - fyrir slćleg viđbrögđ gegn stóraukinni hervćđingu Ţýskalands. Ţannig varđ Winston Churchill – kommúnistahatarinn mikli, forustusauđur Breta, sem enginn hefđi búist viđ, og hann sleikti Sovétríkin og Stalín međ, milli hćls og hnakka, nćstu árin !

 

Svo kom Fultonrćđan strax í marsbyrjun 1946 og sýndi innrćtiđ og stríđsćsingaáráttuna í Churchill sem aldrei fyrr. Ekkert hafđi hann lćrt og áfram vildi hann ţjóna auđvaldskröfunni frá ţví fyrir stríđ – í anda Sidney Reillys og hans líka – međ ţví ađ koma á krossferđinni miklu gegn Sovétríkjunum !

 

En nú var slagorđiđ: “ Farđu í austur, Sámur frćndi !” Járntjaldshugtakiđ fékk Churchill ađ láni hjá Göebbels sem hafđi notađ ţađ í hliđstćđum tilgangi í áróđurs-útsendingum sínum međan á stríđinu stóđ. En sem betur fer fylgdi ekki ţriđja heimsstyrjöldin á eftir ţeirri annarri, ţó sumir óttuđust ađ Kóreustyrjöldin yrđi forleikurinn ađ henni, enda virtust menn eins og MacArthur tilbúnir ađ beita ţar kjarnorkuvopnum !

 

Enn er slegiđ á ýmsa ófriđarstrengi og enn er ţessi heimur okkar í báli hér og ţar. Hvađ mun verđa veit enginn, en sem samastađur í tilverunni fyrir friđsamt fólk, er veröldin á ýmsan hátt engu tryggari stađur en hún var voriđ 1939 !

Af hverju er aldrei hćgt ađ lćra neitt af Sögunni ?

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 155
  • Sl. sólarhring: 326
  • Sl. viku: 1564
  • Frá upphafi: 315545

Annađ

  • Innlit í dag: 149
  • Innlit sl. viku: 1275
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband