Leita í fréttum mbl.is

Upplausnin í íslenskum stjórnmálum !

 

 

Nú er ađ renna á stjórnmálahirđina í landinu enn einn kosningaskjálftinn ţó skammt sé frá ţeim síđasta. Fólk á ţingi og í stjórn er fariđ ađ tala á ný í loforđastílnum alrćmda sem aldrei virđist ţurfa ađ hafa neitt raunhćft innihald.

 

Viđ sem viljum ađ kjörnir fulltrúar á ţingi axli ţá ábyrgđ ađ koma á stjórn sem sitji út kjörtímabiliđ, getum ekki veriđ sátt viđ aumingjadóminn sem lýsir sér í dagfari ţessara fulltrúa okkar og ţjóđhagslega svikulu framferđi !

 

Ađ skella á öđrum kosningum núna, ári eftir ţćr síđustu, er ađ bruđla međ fjármuni ţjóđarbúsins og sýna vítavert kćruleysi gagnvart almenningspyngjunni. Og ţetta gerir fólk sem sannarlega hefur fengiđ sína kauphćkkun og fyrir hvađ eiginlega ?

 

Ţessar 400 milljónir eđa ţar um bil sem fara í ţessar óţörfu kosningar vćru betur komnar í heilbrigđiskerfinu okkar og ţá til ađ bćta kerfiđ en ekki til ađ svínala sérfrćđinga. Ţessar kosningar eru óţarfar vegna ţess ađ ef ţađ vćri hér starfhćft ţingliđ hefđi ekki ţurft ađ gera ţćr síđustu ómerkar.

 

Í ţess stađ hefđu menn axlađ ábyrgđ sína, myndađ samsteypustjórn af festu og heilindum og unniđ sín verk í ţjóđarţágu út kjörtímabiliđ. En ţađ er sannarlega ekki ţví ađ heilsa !

 

Stjórnmálahirđin hleypur öll út og suđur í stefnulausri ólgu augnabliksins. Allir vilja dansa međ í teningaspili tálhyggjunnar og ţjóđin fćr sem fyrr ađ borga brúsann, hin villuleiđandi veisluhöld ţessarar lýđrćđis-afskrćmingar !

 

Íhaldiđ talađi einu sinni fjálglega um vinstri glundrođa og sagđi ađ vinstri stjórnir sćtu aldrei út kjörtímabiliđ. Síđustu 3 ríkisstjórnirnar sem íhaldiđ hefur setiđ í og haft forsćti í tveimur, hafa nú ekki setiđ út kjörtímabiliđ og sprungiđ allar. Ţćr hafa ekki ráđiđ viđ verkefnin. Ţćr hafa hruniđ jafnt í hruninu sem eftir hruniđ !

 

Sjálfsagt segja sjallar ađ ţeir hafi stađiđ sína plikt en hinir brugđist. En ţađ segja allir í pólitík. Ţađ er hinsvegar á ábyrgđ forsćtisráđherrans hverju sinni ađ halda saman sinni stjórn og geti hann ţađ ekki, fellur stjórnin. Bjarni Benediktsson myndađi stjórn sína í upphafi á mjög veigalitlum forsendum og honum tókst ekki ađ byggja neitt ofan á ţá tćpu undirstöđu. Stjórn hans var ţví feigđinni mörkuđ frá byrjun !

 

Engeyjarstjórnin er fallin ! Hún bauđ ekki upp á bjarta framtíđ eđa viđreisn í neinum skilningi, hún bauđ ađeins upp á vanabundinn hćgristjórnar sleikjuhátt viđ auđstéttina í landinu. Hún var mynduđ af misskilningi, getin í glaprćđi og síđast hengd af sjálfsskaparvítum - í eigin snöru. Enginn sér eftir henni en hverju verđur áorkađ međ nýjum kosningum ţegar mikiđ til sama óheillaliđiđ býđur sig fram aftur eđa nýkarađir framapotarar af sama sauđarhúsi ?

 

Íslensk stjórnmál eru í upplausn og hver höndin uppi á móti annarri. Ný flokksskrípi virđast ćtla ađ streyma fram á vonglöđum, upphituđum bylgjum valdasýkinnar og allir ţykjast ćtla ađ verđa riddarar réttlćtisins !

 

Ekki bauđ ţađ upp á gott ţegar svonefndir píratar ţóttust ćtla ađ bjarga ţjóđinni en fóru í allt međ öfugum formerkjum, Dögun leiđ snarlega ađ aftni, Björt framtíđ varđ fljótt óttarslegur hundskinnsútnári hrćsninnar, Samfylkingin er svipur hjá sjón en enn vilja samt spánnýir riddarar spreyta sig í burtreiđum hins ćtlađa lýđrćđis !

 

Nú virđist kominn á sviđiđ einhverskonar Samvinnuflokkur sjálfshyggjunnar, Simma Sóló flokkurinn, Miđflokkur afdankađs Framsóknargođa sem vill heita eitthvađ mikiđ áfram, svo verđa kannski Smára-sósíalistar og fleiri á grćđgislegum atkvćđaveiđum. Allskyns lýđskrumarar eru vísast sem fyrr tilbúnir ađ bjóđa upp á allt - nema efndir !

 

Halda menn svo ađ ţađ verđi hćgt ađ mynda ábyrga og sterka ríkisstjórn eftir slík ósköp, á einhverju brotabrotaţingi ? Nei, ţessar 400 milljónir fara vísast fyrir lítiđ eins og svo margt annađ af almannafé í ţessu ráđleysu-herjađa ţjóđfélagi !

 

Ćtla menn virkilega ađ halda áfram ţessu glórulausa sundrungarstarfi og eyđileggja lýđrćđiđ endanlega ?

 

Á svo öskurkór andskotans ađ ćpa eftir handleiđslu sterka mannsins - beint úr rústum íslensku lýđrćđisbyggingarinnar, hrópa á einvaldinn sem á ađ koma öllu svínaríinu í lag, líklega undir stormsveitarstefinu - ,,Turn the Wheel Back to 1933 ! “

 

Ćtla menn ađ láta sundrungaröfl sjálfselskunnar leiđa íslensku ţjóđina fram af Illukleif pólitískra gerningahríđa og niđur í botnlausan Dauđadalinn ?

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 83
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 1333
  • Frá upphafi: 316723

Annađ

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 1039
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband