Leita í fréttum mbl.is

Um siđleysu sjálfhverfunnar !

 

Stjórnarmyndunarviđrćđur ţriggja flokka í Ţýskalandi hafa siglt í strand. Eftir nokkuđ langar viđrćđur er ljóst ađ samkomulag er ekki í sjónmáli. Christian Lindner formađur Frjálslynda flokksins sagđi í yfirlýsingu ađ betra vćri ađ stjórna ekki en stjórna á röngum forsendum, betra vćri ađ vera utan stjórnar en ađ stjórna illa !

 

Mér virđist sem forusta VG gćti ýmislegt lćrt af Christian Lindner. En ţegar brotavilji er orđinn forhertur er erfitt ađ snúa til baka af villuveginum. Kötuklíkan í forustu VG vill heldur stjórna á röngum forsendum en stjórna ekki. Kötuklíkan í forustu VG vill heldur stjórna illa en vera utan stjórnar !

 

Kata Kobba er sem sagt algerlega á öndverđum meiđi viđ Christian Lindner og ţessa afstöđu hans til mála. Hún virđist einblína á forsćtisráđherra-stólinn og sér líklega ferilskrá sína í hćstu hillingum. Hún virđist komin í spor Ingibjargar Sólrúnar 2007 ţegar hún sá ekkert nema samstarf viđ íhaldiđ og hlaut sín gjöld fyrir !

 

Kata Kobba telur sig bersýnilega ekki ţurfa ađ lćra neitt af öđrum. Hún ţykist einfćr um ţetta allt saman. Hún ćtlar ađ temja íhaldiđ og aga Framsókn, hreinsa spillingargenin út úr sálum samstarfsađilanna og búa til hreint borđ - ein og sér !

Dúkurinn á ţví borđi verđur vísast grćnn eins og hann var ţegar bankarnir voru gefnir hér um áriđ. Mikiđ ćtlar hún Kata Kobba ađ vera klár og ákveđin í ţessu pólitíska siđbótarstarfi sínu. Hún ćtlar ađ gera suma ađ nýjum og betri mönnum, jafnvel ţótt ţeir séu í raun óforbetranlegir !

 

Ţađ tekur ekki hver sem er í hnakkadrambiđ á óţekkum peyjum eins og Bjarna Ben og Sigurđi Inga og dustar ţá til, en ţađ ćtlar hún Kata Kobba ađ gera svo um munar !

Hún ćtlar bara ađ vera myndug og segja höstuglega: ,,Svona strákar, veriđi nú einu sinni til friđs, ekki ganga um allt á skítugum skónum ţó ţiđ hafiđ gert ţađ hingađ til. Engan ótugtarhátt, nú er ţađ ég sem rćđ og ţiđ verđiđ bara ađ vera ţćgir !”

 

Svona gćti ofurstjarnan Kata Kobba líklega veriđ, ef sviđiđ vćri bara úr teiknimynda-bransanum, en ţví miđur erum viđ hér ađ glíma viđ raunveruleikann og sú Kata sem ţar ćtlar ađ gera hiđ ómögulega er einfaldlega orđin meira en lítiđ veruleikafirrt !

 

Hvers virđi verđur ţađ fyrir hana ađ vera í forsvari fyrir ríkisstjórn af ţví tagi sem veriđ er ađ setja á laggirnar, ţar sem íhaldiđ verđur trúlega áfram međ fjármálaráđuneytiđ og sjávarútvegurinn í höndum ţess eđa Framsóknar ? Hvađ verđur um hreinsun í fjármálakerfinu og kvótamálastefnu VG viđ ţćr ađstćđur ?

 

Jú, ríkisstjórn Kötu Kobba mun sitja ađ mestu án ţess ađ taka á stóru málunum. Ágreiningsmál verđa ekki leyst, ţeim verđur ýtt til hliđar, ţađ verđur brottkast á ţeim, ţau verđa í geymslu. Ţađ verđur engin afspilling, ţađ verđur engin breyting á kvótakerfinu, ţađ verđur engu ruggađ til skađa fyrir samstarfiđ ţví ţađ er auđvitađ svo óheilbrigt ađ ţađ ţolir ekkert rugg !

 

Og hver mun leika strengjabrúđuna, hina uppsettu tuskubrúđu íhaldsins ? Hver verđur á sviđinu í ţví hlutverki og hver mun toga stífast og ţéttast í strengina á bak viđ - ţegar fram í sćkir ?

 

Viđ vitum ţetta svo sem fyrir og höfum séđ ýmislegt ömurlegt gerast ţegar fólk hleypur frá hugsjónaskyldum sínum. En samt sem áđur getum viđ undrast enn einu sinni yfir ţeirri hégómagirnd og ţeirri framasýki sem fćr fólk til ađ snúast gegn öllu ţví skásta sem í ţví býr, fćr fólk til ađ breyta sér í umskiptinga, fćr fólk til ađ tala tungum tveim og svíkja sína félaga til ađ geđjast öđrum alls óskyldum sem ekki eiga ţađ skiliđ á nokkurn hátt !

Allt bendir til ţess ađ hin ógeđfellda framvinda málanna verđi eftirfarandi:

 

Full af trú hins skakka skyns

skćlbrosandi liggur

Kata í örmum íhaldsins,

atlot Bjarna ţiggur !

 

Slíkt framferđi hefnir sín sjálfkrafa og ţar ţarf engu viđ ađ bćta !!!

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 123
  • Sl. sólarhring: 148
  • Sl. viku: 1373
  • Frá upphafi: 316763

Annađ

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 1051
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 68

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband