Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Bloggar

Ađ lenda í ţessu!

NOKKUĐ hefur boriđ á ţví ađ ţegar menn hafa fariđ illilega út af sporinu og gleymt löglegum ađferđum viđ ađ koma málum sínum fram, sé talađ um ţađ sem eitthvađ sem viđkomandi hafi lent í, sennilega ţá fyrir slysni!

Ţannig talađi núverandi forsćtisráđherra í sjónvarpsviđtali fyrir nokkru um tiltekinn fyrrverandi ţingmann, sem hefur eftir lykkjufall á leiđ sinni, bođiđ sig fram til ţings á ný. Forsćtisráđherra sagđi eitthvađ á ţessa leiđ: "Fyrst hann ţurfti nú ađ lenda í ţessu!"

Og margir ađrir hafa talađ svipađ um aumingja mennina sem hafa ţurft ađ lenda í ţessu og hinu. Vesalings olíuforstjórarnir sem ţurftu nú ađ lenda í ţessu samráđi! Aumingja frambjóđandinn sem ţurfti nú ađ lenda í ţví ađ keyra ölvađur á staur og ţađ rétt fyrir kosningar!

Svona tala sumir sem eiga ađ vera ábyrgir og ţó einkum ţegar í hlut eiga einhverjir sérmerktir fulltrúar kerfisins og ýmissa pólitískra átthagafélaga. Ţađ vantar ekki ađ reynt sé ađ verja slíka fugla í bak og fyrir, ţó ţađ liggi á ljósu ađ einatt er ţađ ábyrgđarleysi, hroki og glannaskapur sem er forsendan fyrir brotum ţeirra. Í Byrgismálinu, sem er afskaplega ljótt mál á allan hátt og ekki síst fyrir eindćma vitleysisgang ţeirra sem sinntu ţví af ríkisins hálfu, er ekki ađ sjá ađ neinn sé ábyrgur. Enginn ţarf ađ segja af sér, enginn ţarf ađ axla ábyrgđ.

Gripiđ er til gamals varnarráđs í pólitískum skilningi, – "kerfiđ brást", er sagt, "látum kerfiđ taka á sig sökina, ţá ţarf enginn ađ taka pokann sinn".

Og ábyrgđin ţynnist fljótlega út í ekki neitt ţví vandamáliđ er ţćft ţangađ til ţađ er kćft. Ţannig er farin hin gamla spillingarleiđ niđurţöggunarinnar hér á landi sem annars stađar. Hún virđist eiga ađ gilda í hverju málinu af öđru.

Eyrnablautir unglingspiltar sem leiddir hafa veriđ í valdastöđur vegna ćskudýrkunar, ţurfa ţví ekki fremur en ađrir ađ gjalda grunnfćrni sinnar og reynsluleysis, en ţjóđin fćr ađ greiđa glappaskotin.

Og ţrátt fyrir ţvílík mál fá opinberir ađilar hérlendis alltaf annađ slagiđ sérstök skírteini erlendis frá um ađ ţađ sé engin spilling á Íslandi og sennilega allra síst í pólitík!

En hćtta á spillingu er alls stađar fyrir hendi ţar sem menn takast á um völd og áhrif. Ţađ er margsannađ mál. Og í valdabaráttunni er yfirleitt ekki spurt um ađferđir en öllu meir um árangur. Tilgangurinn virđist vera látinn helga međaliđ í flestum viđskiptum og skrattinn fćr litla fingurinn í byrjun, síđan höndina alla og hjartađ og sálina ađ lokum. Ţađ er gömul og ný ógćfusaga.

Ţađ er ekki gott ţegar einhver tekur sér ţađ sjálfdćmi ađ skammta sér laun úr opinberum sjóđum, en sá sem slíkt gerir treystir sennilega ekki svo lítiđ á ţađ, ađ ţađ verđi alltaf einhverjir félagar í valdaklíkunni til ađ harma ţađ ađ hann skyldi lenda í slíku og bera í bćtifláka fyrir hann. Menn lenda víst ekki óvart í ţví ađ eignast slíka vini!

Ţađ er einlćg von mín ađ íslenska ţjóđin lendi aldrei í ţví ađ forustumenn hennar lendi svo illa á afgötum lögleysunnar, ađ ţađ gćti leitt til ţess ađ ţjóđarskútan nćđi ekki framar lendingu í vör réttlćtisins. Sumir gćtu vissulega freistast til ađ halda ađ hćttan á slíku sé orđin veruleg.

Höfundur er húsasmiđur og býr á Skagaströnd.


Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 1432
  • Frá upphafi: 315602

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1153
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband