Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orđ um ,,flott fólk” !

 

Um daginn heyrđi ég nýjan alţingismann tala um flokk sinn og síđustu kosningar. Talađi hann um uppstillingu á frambođslistum ţar. Varđ hinum nýbakađa ţingmanni tíđrćtt um ađ vel hefđi tekist ţar til međ val á frambjóđendum og margt flott fólk komiđ ţar inn !

 

Nú er ţađ svo, ađ ef talađ er um ađ sumir séu ,,flott fólk,” má gera ráđ fyrir ađ slík umsögn feli ţađ í sér ađ til sé annađ fólk sem sé ţá ekki flott. Og ţar sem viđkomandi ţingmađur er úr Samfylkingunni, sem telst vera jafnađarmannaflokkur, varđ ţetta mér nokkurt umhugsunarefni !

 

Ég hefđi ekki veriđ neitt hissa á ţví ađ heyra svona tekiđ til orđa af ţingmanni úr hćgri flokki, einhverjum međ ţrá í huga eftir horfinni Versaladýrđ, en af hverju talar yfirlýstur jafnađarmađur svona ?

 

Hvađa jafnađar-sjónarmiđ liggja ađ baki ţví ađ skilgreina suma sem flott fólk og viđhafa slíka ađgreiningar umsögn ? Ţađ vćri fróđlegt ađ vita hvađ lćgi ađ baki ţessari flott-lýsingu !

 

Sumir tala um ađ ţađ séu tvćr ţjóđir í ţessu landi og er í ţví sambandi einkum vísađ til vaxandi misskiptingar og aukinnar fátćktar í okkar samfélagi. Ţađ er náttúrulega ekki góđ framvinda í málum og mikil ţörf á réttum viđsnúningi ţar !

 

En skyldi fátćkt fólk flokkast undir ţađ ađ vera flott fólk í hugarheimi jafnađar-ţingmannsins ? Ég er ekki viss um ţađ, enda ađalatriđiđ í mínum huga ađ fólk sé gott hvađ sem líđur flottheitunum !

 

En viđ vitum líka ađ til er svokallađur ,,stjörnuheimur,“ ţar sem fólk ţykir flott í augum ţeirra sem hylla hégóma og yfirborđsmennsku. En í ţeim heimi ríkir líka eindćma mikil sérgćska, mismunun, ójöfnuđur og ranglćti !

 

Ég vona ađ jafnađar-ţingmađurinn sé ekki ađ vísa til einhvers sem er taliđ flott í einhverjum stjörnuheims skilningi, ţví slíkt viđhorf á sannarlega heima annars stađar en hjá ţingmanni sem býđur sig fram til ađ vinna ađ hugsjónum jafnađarstefnunnar ?

 

Í gamla daga ţegar svokallađ ađalsfólk ráđskađist međ réttindi annars fólks á svívirđilegan hátt, lá ljós fyrir skilgreiningin á flottu fólki. Ţađ voru afćturnar sem lifđu á erfiđi annarra – blóđsugur ţeirra tíma !

 

Í seinni tíđ hefur boriđ á ţví ađ menntahroki hafi tekiđ viđ af ađalshrokanum og ţar sé nútíma skilgreiningin á ţví hvađ sé flott fólk í dag og kannski eru bara blóđsugurnar komnar aftur – eđa fóru ţćr kannski aldrei ? Biđu ţćr bara nýrra tćkifćristíma og eru ţeir kannski komnir núna ? Eftir ţví sem gráđurnar eru fleiri á manneskjan ađ vera flottari !

 

En hvađ sagđi Oscar Wilde eitt sinn: ,, Education is an admirable thing, but it is well to remember from time to time that nothing that is worth knowing can be taught !“

 

Hégóminn er samt alltaf samur viđ sig og manngildiđ á alltaf í vök ađ verjast gegn honum og fylgjendum hans. Alltaf eru fundnar upp nýjar leiđir til ađ ađgreina fólk og setja upp einhverja goggunarröđ, einhvern tignarstiga, einhverja metorđaskráningu !

 

Og inntakiđ í ţví öllu er sama gamla sjálfsupphafningar-tuggan : Ég er betri, meiri og merkilegri mađur en ţú, ég á ađ hafa margfaldan rétt umfram ţig !

 

En allt slíkt framafíknaređli byggir sitt á eftirsókn eftir vindi og hefur mjög lítiđ ađ gera međ raunverulegt manngildi sem býr miklu frekar og öllu heldur í ţví sem er gott heldur en ţví sem ţykir flott !

 

Ef frambođslistar vitnuđu meira um ţađ ađ gott fólk vćri ţar ađ finna, gott fólk međ hjarta fyrir samfélagi sínu, vćrum viđ á mun betri braut en ella, jafnvel ţó fólk sem ţćtti flott kćmi ţar lítiđ sem ekkert viđ sögu. Yfirborđsmennska gyllinganna á aldrei raunhćfa samleiđ međ heilbrigđu manngildi !

 

Ekki kćmi mér á óvart ađ umrćddur jafnađar-ţingmađur hefđi ţá skođun ađ ríkisstjórnin nýja sé skipuđ flottu fólki en ekki finnst mér ţađ. Ţađ er margklifađ á ţví ađ ţar sé fólk sem komi úr ólíkum flokkum, en er ţađ í rauninni svo, er ţetta ekki bara mjög líkt fólk, fólk sem er fyrst og fremst upptekiđ af eigin frama og ferilskrá ?

 

Ţađ mun sannast međ ţessa ríkisstjórn eins og annađ sem líkt er á komiđ međ, ađ ţegar sáningin er slćm getur uppskeran aldrei orđiđ góđ !

 


Bloggfćrslur 9. desember 2017

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 420
  • Sl. viku: 1442
  • Frá upphafi: 315423

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1159
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband