Leita í fréttum mbl.is

Ađ taka veröldina međ trumpi !

 

Mannkyniđ virđist nú fariđ ađ ókyrrast meira en lítiđ, enda kominn nánast mannsaldur frá síđustu stórstyrjöld. Ţađ var eiginlega ekki ađ marka hvađ stutt var á milli fyrstu og annarrar heimsstyrjaldarinnar ţví sú seinni var eins og flestir vita skilgetiđ afkvćmi ţeirrar fyrri og fćddist meira ađ segja fyrir tímann !

 

Margir leiđtogar sýnast telja sig međ tromp í höndum og virđast kjósa ađ láta reyna á vald sitt til hins ítrasta, auka gengi eigin lands á kostnađ allra hinna. Andi Vilhjálms II virđist vera kominn á sviđiđ og heimta sem fyrr hćrri hlut sér til handa !

 

Ţađ virđist oft sannast ađ ţegar allir sem átt hafa um sárt ađ binda eftir síđustu Ragnarök eru dauđir eđa ţví sem nćst, virđist ráđamönnum tímabćrt ađ hefjast handa um nýtt ferli í ófriđarefnum.Ţá er fariđ ađ tefla ć meir á tvćr hćttur og heimsfriđurinn virđist verđa ađ einhverju aukaatriđi !

 

Eitt af ţví sem undirstrikar ţá stöđu er valdataka ć óábyrgari leiđtoga. Viđ erum ađ sjá menn verđa ađ leiđtogum í dag sem hefđu veriđ taldir óhćfir sem slíkir fyrir tuttugu árum eđa svo. Og ţegar einn af ţví tagi er kominn á koppinn, og ţađ í stćrra lagi, virđist hann beinlínis geta af sér hliđstćđur í öđrum löndum !

 

Suđur Ameríka virđist nú vera komin fram međ sinn Trump, óábyrgan hćgri mann, sem telur ţađ best til friđar falliđ ađ allir gangi alvopnađir. Ţegar leiđtogar fara ađ verđa ć herskárri í yfirlýsingum sínum, jafnt í innanlandsmálum sem út á viđ, er stutt í ađ ófriđarfjandinn verđi laus. Og hvernig endar slík framvinda ? Mannkyniđ fćr rétt einu sinni blóđi drifna grisjun, er milljónum verđur slátrađ á altari hinnar vítis-ćttuđu mannvonsku !

 

Stríđsćsingamennirnir munu ţá tala fjálglega um föđurlandsást og hetjuskap sem löngum fyrr, en nú verđur ţađ kjarnorkan sem mun tala. Glćsimyndirnar verđa engar, ekkert mun ríkja nema dauđinn einn. Eldflaugar munu ţjóta um himinhvolfiđ landa milli og hćfa sín mörk. Milljónir munu farast í eldi og eimyrju án ţess jafnvel ađ vita hversvegna !

 

Engu verđur skilađ til eftirkomenda nema hćgum og kvalafullum dauđa af völdum geislavirkni. Chernobyl-ástand mun skapast um víđa veröld og leiđa allt sem mannlegt getur talist undir lok !

 

Er ţađ framtíđin ? Er ţađ arfurinn sem viđ viljum skila í hendur barna okkar ? Nei, auđvitađ ekki, en viđ virđumst samt stefna ađ ţeim skilum. Viđ gerum ţađ međ ţví ađ hlađa undir frambjóđendur sem eru svikulir í innstu ćđ, hafa ekki neitt fram ađ fćra nema lýđskrum og lygar, hafa engar hugsjónir ađ leiđarljósi, en ţyrstir í völd !

 

Viđ setjum slíkt fólk á stall og veitum ţví brautargengi međ lýđrćđisgefnu vali okkar. Viđ bruggum okkur sjálfum banaráđ međ slíku framferđi og mörkum framtíđ barna okkar feigđinni einni. Ţađ er engin dýrđ yfir kjarnorkustríđi og enginn sigur eđa framtíđ eftir slíkt stríđ. Ţá er bara öllu lokiđ, lífi, menningu og allri mennsku !

 

Verum ábyrgari í ţví hvernig viđ kjósum og hleypum ekki óhćfum mönnum til valda. Gleymum ţví ekki ađ ţađ  gerđist 1933 međ skelfilegum afleiđingum fyrir allan heiminn !


Bloggfćrslur 12. nóvember 2018

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 206
  • Sl. sólarhring: 223
  • Sl. viku: 1615
  • Frá upphafi: 315596

Annađ

  • Innlit í dag: 176
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband