Leita í fréttum mbl.is

Blóđug Bókatěđindi !

 

Fyrir nokkrum dögum komu Bókatíđindi ársins í mínar hendur. Alltaf hef ég nú haft gaman ađ ţví ađ skođa hvađ er veriđ ađ gefa út og fara yfir ţćr bćkur og ţađ lestrarefni sem ţar er kynnt. En nú fannst mér heldur betur fariđ ađ syrta í álinn í útgáfumálum hvađ bókmenntalegan ávinning snerti !

 

Ţađ voru hreint ekki margar bćkur á bođstólum sem mér fundust áhugaverđar. Ótrúlega margar bćkur voru íslenskar eđa erlendar morđsögur. Ţađ virtust allflestir rithöfundar vera komnir međ sitt í ţann farveg, sem ég vil kalla einhliđa peningasóknarleiđ. Ţetta virtist vera eins og íslenska ferđamennskućđiđ hefur lengstum virtst vera – allir ađ sćkjast eftir ađ grćđa á ţví sama !

 

Barnabćkurnar virđast ţó enn sleppa ađ mestu leyti viđ ţannig međferđ, en sumar bćkur í ţeim flokki undirstrika samt ađ mínu mati, ađ ekki sé veriđ ađ ala börn á mjög uppbyggilegri bókmenntafćđu. En ţađ er ekki ólíklegt ađ jafnvel barnabókaflokkurinn fari ađ bera nokkurn keim af morđsagnaflóđinu ţegar fram í sćkir og vćri ţađ sannarlega mjög miđur !

 

Ţegar ég fór ađ skođa kynningu bókanna, frumsaminna og ţýddra, virtist ţar margt bera ađ sama brunni og vera hvađ öđru líkt. Ţar mátti finna umsagnir af ţessu tagi:

,,Blóđfórn í Ikea, barni rćnt, heimili atađ í blóđblettum, prestur myrtur á Grenivík, útigangsmađur myrtur og ferđamenn hverfa sporlaust, mannslík og tvö hundshrć finnast á víđavangi í Fljótshlíđ, skelfilegur glćpur skekur Eyrarbakka, kona finnst látin í klefa sínum á Hólmsheiđi, morđ framiđ á Súđavík, sjálfsvíg, kona hverfur sporlaust, myrkraverk innan stjórnkerfisins, innflytjandi finnst látinn, ung kona finnst myrt í fjörunni viđ Akranes, rađmorđingi, rangur dómur og lík í Snorralaug !”

 

Ţetta finnst mér nú vera orđinn drjúgur skammtur af viđbjóđi, en af nógu er ađ taka, lítum ađeins frekar á ţađ sem ritađ hefur veriđ sem hugarfarsleg jólafćđa landsmanna í ár :

 

,,Lík rekur á land, illa fariđ lík finnst í Grábrókarhrauni, dularfullt morđ framiđ í Reykjavík, kona myrt á heimili sínu, tvćr konur liggja í valnum í Reykjavík, mađur drepinn á Vatnsleysuströnd, líkiđ hrćđilega útleikiđ, í Kaupmannahöfn finnst lík af limlestum manni sem hefur veriđ pyntađur til dauđs, lík dregiđ upp úr forarpolli í Stokkhólmi hrćđilega leikiđ, nístandi hryllingssaga úr nútímanum, fjórtán ára drengur hreinsar forstofuna heima hjá sér eftir ađ fađir hans hefur misţyrmt móđur hans, blóđi drifiđ lík finnst á stofugólfi, kona myrt og hrćđilega limlest, illa útleikiđ karlmannslík finnst í Osló, ungur drengur finnst látinn í ţvottavél, fjórir starfsmenn á olíupalli finnast látnir, líkin öll illa útleikin………!

 

Ćtli ég segi nú ekki nóg komiđ af ţessu ţó fleira sé fyrir hendi, enda er ég kominn međ óbragđ í munninn af ţessari ógeđslegu upptalningu !

 

Í ţessu fari virđist nú ţađ vera sem taliđ er til bókmennta á Íslandi í dag. Á ţví sést hvađ ţađ er sem dregur. Ţađ er ađ mínu mati nokkuđ sem seint verđur taliđ bókmenntum til ávinnings, yfirborđskennd handrita-útgerđ sem miđast fyrst og síđast viđ gróđasjónarmiđ. Og ţađ virđist svo sem vera nćgur markađur fyrir ţennan subbuskap ?

 

Eins og ég sagđi fyrr í ţessum pistli, eru í Bókatíđindum ársins ađeins örfáar bćkur sem ég myndi telja áhugaverđar í bókmenntalegu tilliti eđa ţá af sérstökum fróđleiksástćđum. Ţađ var sannarlega annađ í eina tíđ !

 

Ţađ eru mér mikil vonbrigđi ađ sjá hvernig áhugi fólks á lesefni virđist bókstaflega vera keyrđur niđur međ flóđi af rituđu rusli sem virđist ađallega ganga efnislega út á ţađ ađ myrđa og limlesta fólk !

 

Á ţessi framleiđsla ađ vera uppbyggileg fyrir ţjóđina ? Er ţetta veganestiđ í gegnum jólin og inn í nýja áriđ ? Er nánast ekkert af íslenskum höfundum núorđiđ í öđru en ţessu ?

 

Ég segi fyrir mig, ég kann ekki ađ meta ţetta og les ekkert af svona morđsagnarusli. Í gamla daga las ég eitthvađ af bókum eftir Agöthu Christie, en ég er löngu hćttur ţví og tel tíma mínum betur variđ til annars. En ţeir virđast vera býsna margir sem vilja sífellt lesa um morđ ţó ţeir vćru sennilega ekki ásáttir viđ ađ verđa myrtir sjálfir !

 

Eru morđ kannski eitthvađ sem fólki finnst ađ ţurfi ađ vera til stađar í samfélaginu, eru morđ kannski menningarleg nauđsyn og bókmenntaleg lífsforsenda í augum sumra ? Er ţađ ekki sálarlífsleg skrumskćling á heilbrigđum viđhorfum ađ ţykja gaman ađ ţví ađ lesa um manndráp og limlestingar ? Hvađ ef ástvinir slíkra lesenda ćttu í hlut ?

 

Ég vil segja ađ Bókatíđindi ársins 2019 eru í meira lagi ógeđfelld ađ mínu mati. Ef sú fóđur-uppstilling sem ţar virđist fyrirferđarmest á ađ vera ađalréttur lesefnis fyrir ţjóđina í ár, ţykir mér meira en gott ađ hafa val um ađ ţurfa ekki koma ađ ţví borđi !


Bloggfćrslur 23. nóvember 2019

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 194
  • Sl. sólarhring: 303
  • Sl. viku: 1215
  • Frá upphafi: 309909

Annađ

  • Innlit í dag: 181
  • Innlit sl. viku: 1047
  • Gestir í dag: 181
  • IP-tölur í dag: 179

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband