Leita í fréttum mbl.is

Hvađan, hversvegna, hvert ?

 

Viđ ţekkjum ţađ öll ađ lífiđ er hverfult og ţađ á sín endamörk í ţeirri mynd sem viđ ţekkjum ţađ.

Ţćr raddir sem viđ höfum ţekkt og kunnađ ađ meta, hljóđna ađ lokum eins og okkar eigin rödd hljóđnar einhvern daginn. Ţađ er gangur lífsins eins og menn segja, en ţó öllu heldur gangur dauđans, ţví ţađ er hann sem rýfur framvinduna og breytir öllu !

 

Jafnvel í bloggheimum finnum viđ fyrir ţessu, ţví ţar er sama lögmáliđ ađ verki. Raddir rísa, raddir hljóđna. Raddir margra sem ţar hafa látiđ til sín heyra eru ţagnađar og stundum gerist ţađ snögglega. Menn rćđa dćgurmálin fram á síđustu stund og svo eru ţeir skyndilega horfnir. Stađreyndir lífsins eru oft dapurlegar og ekki síst ţćr sem tala um óhjákvćmilegan ađskilnađ !

 

En allt frá byrjun gengur lífsferliđ út á ţađ ađ ţađ verđi ađskilnađur. Ađ lokum og stundum allt í einu hljóđna raddirnar í kringum okkur, viđ heyrum ţćr ekki lengur. Manneskjur hćtta ađ vera til fyrir sjónum okkar og viđ finnum ţćr ekki framar nema í minningum frá liđnum tíma !

 

Ţađ er dapurleg framvinda og enn í dag, ţrátt fyrir allar hinar miklu framfarir í tćkni og efnislegum hlunnindum, erum viđ engu nćr um hinar ţrjár meginspurningar lífsins. En ţćr eru samt á stöđugu róli í sálum okkar og öllu hugsanalífi. Ţar hljóma ţćr óaflátanlega og biđja um svör. Viđ ţráum öll ađ vita svörin viđ ţeim. Hvađan komum viđ, hversvegna erum viđ hér, hvert förum viđ ?

 

Í bloggheimum er tekist á um margt. Menn hafa misjafnar skođanir á nánast öllum hlutum. Menn deila um alla skapađa hluti og stundum býsna óvćgilega. En í raun eru ţađ ţessar fyrrnefndu höfuđspurningar sem brenna á öllum. Og berlegt er, ađ heimslegar framfarir, aukin tćkni og yfirlýst menntunarsókn skilar okkur engu í ţví sambandi. Ţađ allt heldur okkur öllu frekar fjćr svörum !

 

Til hvers er ţá ţetta allt ? Ţessi tilvera sem virđist ekki búa yfir neinni andlegri ţroskasókn, ţar sem allt virđist snúast í heimskulega hringi ömurlegrar sérgćsku, nánast frá vöggu til grafar ? Ţađ er engin merkjanleg stefna hćrra og upp, allt rekur ađ ţví er virđist á reiđanum norđur og niđur. Hverskonar sjónarspil er ţetta líf eiginlega, ţar sem allt virđist enda međ óhjákvćmilegum dauđa ?

 

Eitt er víst, ađ í allri hinni sjálfumglöđu ţekkingu okkar liggur ţađ ljóst fyrir – ađ viđ vitum ekki neitt. Viđ ţekkjum ekki orsakir og afleiđingar ţess lífs sem viđ lifum. Viđ vitum ekkert hvađ verđur um okkur og hvađ felst í hinum svokölluđu vistaskiptum. Viđ erum á nákvćmlega sama stigi og einfaldi vinnumađurinn sem sagđi um miđja nítjándu öldina, spurđur hvađ hann héldi ađ yrđi um hann eftir dauđann, og svarađi ,, ég lćt ţađ bara ráđast !”

 

En einhversstađar hljóta ađ finnast svör og víst er ađ ţeirra er hvorki ađ leita í yfirfljótandi tćknistigi né yfirborđskenndri menntun. Ef svo vćri myndum viđ finna ađ eitthvađ hefđi miđađ áleiđis. En okkur hefur í raun heldur miđađ afleiđis og nú eyđum viđ tíma okkar í ađ umfađma allskyns skurđgođ fánýtis og hégóma !

 

En dauđinn mun koma og banka ađ dyrum einn daginn. Viđ finnum fyrir honum ţegar raddirnar hljóđna í kringum okkur, viđ finnum fyrir honum í bloggheimum og hvar sem er. Ţegar ein rödd er ţögnuđ og horfin er samhljómur lífskórsins ekki lengur sá sami !

 

Af hverju leitum viđ alltaf hinna dýpstu svara á kolröngum stöđum ? Af hverju sitja menn viđ falskar uppsprettur lífiđ út í gegn og bíđa sannleikans ţar ? Eigum viđ enga von um ađ heyra aftur raddir ţćr sem viđ höfum elskađ ? Höfum viđ fengiđ glötunina eina í vöggugjöf ?

 

Af hverju göngum viđ í myrkri, fyrst viđ vitum í sál okkar ađ ljós er til ? Erum viđ orđin svo tćknileg og efnisleg ađ viđ höfnum ţví ađ vera andleg ? Ţurfum viđ ekki öll fyrst og fremst á ţví ađ halda, ađ vera endurborin til lifandi ljóss og ţess samfélags sem dauđinn getur ekki sigrađ ?

 


Bloggfćrslur 12. janúar 2020

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 1285
  • Frá upphafi: 316675

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1012
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband