Leita í fréttum mbl.is

ŢÝSKI RÍKISHERINN UNDIR HITLER + SS-SVEITIR + GESTAPO = STRÍĐSGLĆPIR OG ÚTRÝMINGINGARSTEFNA

 

Hvar sem ţýski ríkisherinn fór um á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og vann sína hernađarsigra, fylgdu í kjölfar hans SS-sveitir og Gestapomenn. Hverjum sigri hersins fylgdu ofsóknir gegn öllum ţeim sem ekki voru ađ skapi nazista.

Og ţví miđur er ţađ bara gođsögn, ađ Wehrmacht, ţýski herinn, hafi látiđ hjá líđa ađ taka ţátt í slíkum glćpum. Ţannig segir í tilskipun frá yfirstjórn ţýska hersins ( Oberkommando der Wehrmacht ) í október 1941 : " Í austurhéruđunum er hermađurinn ekki bara hermađur samkvćmt lögmálum stríđsins, heldur er hann einnig bođberi óbilgjarnrar ţjóđernissinnađrar hugmyndafrćđi.......  ţess vegna verđur hermađurinn ađ skilja nauđsyn harđrar en réttlátrar hefndar á undirmálsfólki, ( untermenschen) , gyđingum.

Sjötti herinn undir stjórn Erich von Mansteins marskálks skildi ţetta. Ţađ kom skýrt fram í Teberda-dalnum í Kákasus, enda sagđi von Manstein sjálfur : " Ţeim birgđum sem föđurlandiđ gefur okkur, á ekki, vegna misskilinnar manngćsku, ađ deila út til fanga og íbúa, jafnvel ţótt skortur ríki. "

Fimm hundruđ börn á umrćddu svćđi lifđu ekki af ţetta sjónarmiđ marskálksins.

Á ţeim tíma sem liđinn er síđan nazistaherirnir fóru ćđandi um Evrópu og víđar sem hrollvekja og martröđ milljóna manna, hafa sjónarmiđ margra breyst og sýnilega mildast gagnvart ţeim glćpum sem drýgđir voru af ţessum morđingjasveitum. Ţegar ţeir sem upplifđu hryllinginn eru fallnir frá, virđist sem atburđirnir verđi svo fjarlćgir skyni margra, ađ ţeir átti sig bara ekki á ţví sem gerđist. Ţađ ţekkist jafnvel í dag ađ öfgakenndir sagnfrćđingar á hćgri kanti stjórnmálanna, neiti ţví ađ helförin hafi átt sér stađ. Svo hrikaleg er afturför dómgreindar manna orđin gagnvart sögulegum stađreyndum og ţađ á ekki lengri tíma.

Viđhorf sumra, einkum fólks af yngri kynslóđinni, virđist líka í mörgum tilfellum bundin sjónrćnum áhrifum sem ekkert hafa međ skynsemi ađ gera.

Ţar virđist ráđandi yfirborđskennd dýrkun margra á einkennisbúningum og allskyns hermennskustandi. Sumt ungt fólk hef ég heyrt segja ađ ţýskir nazistaforingjar hafi veriđ í svo flottum búningum !

Og ţeir eru hreint ekki svo fáir sem vilja tala um ţýska ríkisherinn á tímum Hitlers á mjög jákvćđum forsendum og hafa lítiđ sem ekkert viđ framferđi hans ađ athuga.

Hinsvegar fara margir ţá leiđ ađ segja afsakandi :  " Jú, Gestapo og SS voru náttúrulega ekki góđ fyrirbćri en ţýski ríkisherinn var allt annađ ! "

En ţýski ríkisherinn var ađ stćrri hluta en flestir vilja viđurkenna nazistískur og ţeir sem ţar gengdu störfum og ţóttust ekki vera nazistar höfđu ekki hátt um afstöđu sína og hlýddu hverri skipun.

Međal helstu foringja ţýska hersins voru ćstir nazistar svo sem Keitel og Jodl. Enn ađrir sem kannski höfđu í byrjun andúđ á Hitler, urđu sem ölvađir af sigurgöngu Ţjóđverja á fyrstu árum stríđsins og festust ţannig í neti nazismans.

Margir vilja gjarnan benda á samsćriđ um ađ drepa Hitler sem sönnun fyrir ţví ađ víđtćk andstađa hafi veriđ innan hersins gegn Hitler. Ţađ fór hinsvegar lítiđ fyrir ţeirri andstöđu međan á sigurgöngu Ţjóđverja stóđ.

En ţegar ýmsir ţýskir herforingjar fóru seinna meir ađ gera sér grein fyrir ađ Hitler vćri búinn ađ tapa stríđinu, kom fljótlega upp ţađ sjónarmiđ hjá ţeim sumum, ađ ryđja ţyrfti honum úr vegi svo Ţýskaland slyppi hugsanlega betur en áhorfđist frá stríđinu.

Menn voru sem sagt ekki ađ spá í ađ drepa Hitler vegna ţess ađ hann vćri skepna, heldur vegna ţess ađ hann var ekki lengur líklegur til ađ vinna stríđiđ.

Ţar liggja sem sagt allt önnur sjónarmiđ ađ baki en margir hafa viljađ vera láta.

Ţađ er oft erfitt ađ kryfja fortíđina til mergjar vegna ţeirra fordóma og falsana sem eru jafnan í gangi í sögulegum túlkunum, en enn erfiđara á sannleikurinn uppdráttar í deilumálum samtímans, ţar sem lygin fer oftast hamförum í ölduróti hins ćsta augnabliks.

En međan viđ mörg hver stundum ţann ósiđ ađ reyna ađ hvítţvo glćpamenn fortíđarinnar og höldum jafnframt hendi yfir glćpamönnum nútímans - allt á einhverjum pólitískum rétttrúnađar forsendum, eru ekki miklar líkur fyrir ţví ađ mannkyninu miđi mikiđ áfram í átt til friđar og farsćldar á ţessari jörđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 1293
  • Frá upphafi: 316683

Annađ

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1018
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband