Leita í fréttum mbl.is

" Skýrslan mikla "

Ţá fer ađ líđa ađ ţví ađ skýrslan mikla verđi birt ţví ekki verđur ţví öllu lengur skotiđ á frest. Margir hafa haft orđ á ţví ađ tíminn frá ţví ađ skýrslan átti fyrst ađ birtast muni vafalaust hafa veriđ vel nýttur til nauđsynlegra  " bjargráđa" !

Kannski ađ skýrslan sé orđin slík í dag ađ Tryggvi Gunnarsson ţurfi ekki lengur ađ vatna músum yfir efni hennar eins og í upphafi.

Ţađ hefur líka löngum veriđ sagt ađ menn geti öllu vanist og fjármálamisferli er nú varla lengur neitt sem menn kippa sér upp viđ í ţessu bananalýđveldi norđursins sem Íslandiđ okkar var gert ađ á uppskrúfuđum veisluárum ţeirra " vítisengla " sem hér fengu öllu ađ spilla.

En sem sagt, nú virđist skýrslan mikla vera komin í ţađ ásigkomulag ađ menn treysti sér til ađ birta hana. Ţađ hefur sennilega ţurft töluverđan tíma til ađ hrista úr efninu mestu óvćruna ţó ađ lengi muni sjálfsagt eitthvađ lođa viđ.

Ég hef í ţađ minnsta lúmskan grun um ađ ţađ sem í skýrslunni kemur til međ ađ vera, verđi alls ekki eins fróđlegt og upplýsandi eins og ţađ sem hefđi átt ađ vera í skýrslunni en mun ekki finnast ţar.

Yfirvöldum ţessa lands er nefnilega enganveginn treystandi til ţess ađ birta svona skýrslu klárt og kvitt. Ég hef ţá skođun, ađ nánast allir tilkvaddir kerfisliđar sem komiđ hafa ađ ţessari yfirlýstu hreinsunarvinnu séu allt of samtvinnađir og samdauna ţví sem gerst hefur í efnahagshruni ţessa lands til ađ geta unniđ slíkt verk međ frambćrilegum hćtti.

Stjórnvöld eru einfaldlega léleg hvort sem ţau telja sig til hćgri eđa vinstri. Ţađ hefur veriđ talađ fjálglega um ađ slá skjaldborg um heimilin í landinu, en ekkert raunhćft er samt gert í málum til hjálpar almennum borgurum, međan afskrifađar eru milljarđaskuldir efnahagsböđlanna. Og svo á ađ koma upp embćtti umbođsmanns skuldara sem er í mínum huga enn eitt dćmiđ um uppbyggingu falsks öryggis - slíkur ađili mun aldrei gera neitt nema hirđa kaupiđ sitt alveg eins og ađrir svokallađir umbođsmenn hafa gert.

Enn heyrist líka víđa kórinn um ađ ţeir sem rústuđu hér öllu hafi ekki brotiđ nein lög. En hvađ segir ţađ um lög ţessa lands ađ menn skuli geta gert slíkt án ţess ađ brjóta nein lög ? Stöndum viđ Íslendingar til dćmis frammi fyrir ţví sem stađreynd, ađ ţađ ađ rćna banka utan frá sé glćpur og stórfellt lagabrot en ţađ ađ rćna banka innanfrá sé hvorki glćpur né lagabrot ?

Er tvískinnungur lagagerđar á Íslandi slíkur ađ tvö eđa fleiri siđferđi séu í gangi eftir ţví hverjir eigi í hlut ? Hversu langt geta fáeinir einstaklingar eđa jafnvel einn einasti mađur komist í ţví ađ féfletta heilt samfélag og kalla yfir ţađ ógćfu hruns og hryllilegrar skuldsetningar ?

Ţađ er vitađ ađ einn mađur dró á sínum tíma ţýsku ţjóđina niđur fyrir allt sem mannlegt getur talist og ţađ er vitađ ađ tveir menn drógu íslensku ţjóđina inn í ţá óhćfu ađ styđja stríđ á hendur annarri ţjóđ ! Viđ Íslendingar sem eigum allt okkar undir friđi og sátt milli ţjóđa og lýstum ţví yfir viđ okkar eigin frelsisfćđingu, ađ viđ vildum halda friđ viđ allar ţjóđir og vera hlutlausir gagnvart öllum stríđsátökum, féllum svo lágt í kanaţjónkuninni í ţađ skiptiđ ađ ţađ verđur víđa lengi í minnum haft - okkur til skammar.

Hvenćr ćtlum viđ ađ lćra ađ hegđa okkur í samrćmi viđ orđ okkar og yfirlýst stefnumiđ ? Er ekki tćkifćri til ađ byrja upp á nýtt - núna ?

Skýrslan mikla er ađ koma fram, kannski er búiđ ađ reyna ađ sápuţvo innihaldiđ, hvítfrođubera hvern liđ í henni, kannski er búiđ ađ skrúbba og hreinsa allar ţessar vikur sem liđiđ hafa síđan hún átti fyrst ađ koma fram, kannski, kannski, kannski ?

En ţađ skiptir engu ţví skíturinn varđandi ţessi mál verđur aldrei afmáđur.

Og ţó enginn verđi dreginn til ábyrgđar varđandi öll ţau afbrot sem allir vita ađ framin hafa veriđ, mun ţjóđarsálin dćma ţá međ sínum hćtti sem hér brutu öll lögmál siđlegra hátta í hömlulausri grćđgi sinni og ţá sem gerđu ţeim ţađ fćrt.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 1279
  • Frá upphafi: 316280

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1016
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband