Leita í fréttum mbl.is

Kynlegt er ţađ........ eđa hvađ ?

Í Kastljósţćtti 23. apríl sl. var rćtt viđ Benedikt Erlingsson leikara og Gerđi Kristný rithöfund. Rćtt var um hruniđ og framferđi útrásarliđsins o.s.frv. Benedikt var skeleggur og talađi afgerandi um málin en ţegar kom ađ ţćtti forsetans dró hann heldur í land og vildi greinilega hlífast viđ Ólaf Ragnar. Sagđist margt geta fyrirgefiđ honum vegna málskotsréttarins. Međ ţessari linku gerđi Benedikt málflutning sinn heldur rýrari en hann annars hefđi veriđ.

Gerđur Kristný virđist afskaplega geđug manneskja en framlag hennar í ţessum ţćtti var ekki stórt. Hún talađi  um hruniđ sem verk karla en ekki kvenna og ţađ varđ til ţess ađ Benedikt sá ástćđu til ađ taka ţađ fram ađ kynfćri fólks kćmu ţessu máli ekkert viđ. En sumir virđast vilja gera allt ađ kyn-legum málum !

Nú skulum viđ ađeins fara yfir ţetta. Er ekki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvenmađur og má ekki segja ţađ sama um Ţorgerđi Katrínu Gunnarsdóttur ?

Áttu ţćr ekki drjúgan ţátt í ţví hvernig á málum var haldiđ af stjórnvöldum fyrir hrun ? Voru ţađ ekki ţćr tvćr sem öllum öđrum fremur komu harđlífisstjórn Geirs Haarde á laggirnar, stjórn sem reyndist svo ófćr til alls ?

Sitja ekki allmargar konur á ţingi og í hverju skera ţćr sig frá körlunum eđa sýna betri framgöngu ? Ég hef ekki orđiđ var viđ neinn mun ţar á ?

Hvernig var t.d. međ Elínu Sigfúsdóttur, Birnu Einarsdóttur og Eddu Rós Karlsdóttur í bönkunum ? Voru ţćr eitthvađ betri en karlarnir ?

Hvađ međ viđskiptalífiđ, voru Svafa Grönfeldt hjá HR og Halla Tómasdóttir hjá Auđi Capital ekki međal ţeirra sem völdu Icesave bestu viđskipti Íslendinga áriđ 2007 ? Voru ekki líka í ţeim hópi sem útvöldu ţessa viđskiptasnilld ársins, ţćr Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis, Ásta Dís Ólafsdóttir lektor á Bifröst og Hrund Rúdólfsdóttir hjá Milestone ?

Hvađ međ Ingibjörgu Pálmadóttur og hennar viđskiptamál ? Hvar hafa konur sýnt ađ ţćr séu eitthvađ öđruvísi eđa skárri en karlarnir í ferli og framgöngu ? Hafi ţćr sýnt ţađ hefur ţađ alveg fariđ framhjá mér !

Nei, ţví miđur ţá hafa konur nánast á öllum sviđum, međ aukinni ţátttöku í pólitík og öđru, fariđ međ allt ađ ţví stćrđfrćđilegri nákvćmni í skítaspor karlanna. Ţađ er sárt ađ ţurfa ađ segja ţađ en veruleikinn býđur ekki upp á annađ.

Konur hafa samfara aukinni menntun stóraukiđ hlut sinn á undanförnum árum í stjórnmálum, viđskiptalífi og á öđrum áberandi sviđum. Hafi ţađ veriđ til ađ bćta hlutina hlytu ađ sjást órćk merki ţess á samfélaginu. Ţá ćtti ţađ ađ vera orđiđ mun manneskjulegra og sýna kostina, en ţví er ekki ađ heilsa.

Vitnisburđurinn er ţessum auknu áhrifum kvenna svo sannarlega ekki í hag. Mikiđ vildi ég samt óska ţess ađ hann hefđi sannađ sig til góđs ţví ekki var vanţörf á ţví.

Ţađ er ţví undarlegt ţegar jafn skýr manneskja og Gerđur Kristný fer međ kyngreiningu í ţessi mál og vill kenna körlum einum um efnahagshruniđ.

Karlarnir voru ţar vissulega leiđandi í ljótum og andsamfélagslegum hlutum en konurnar tóku ţá sér til fyrirmyndar frá A til Ö og reyndust í engu betri - ađ mínu mati.

Ţađ er heilastarfsemin og hjartalagiđ sem rćđur hugsun og gjörđum okkar ađ mestu, ekki ţađ sem viđ göngum međ í skrefinu !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 189
  • Sl. sólarhring: 264
  • Sl. viku: 1598
  • Frá upphafi: 315579

Annađ

  • Innlit í dag: 168
  • Innlit sl. viku: 1294
  • Gestir í dag: 166
  • IP-tölur í dag: 165

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband