Leita í fréttum mbl.is

Mammon á stalli sem fyrr

Ţađ hefur komiđ fram aftur og aftur skýrt og greinilega, ađ siđfrćđin innan skilanefnda bankanna er ekki á marga fiska. Ţar eru greinilega margir ađ afla mikiđ - fyrir sig -  og launin í fullum fyrirhruns-stíl hjá liđinu.

Ţađ hefur líka komiđ fram ađ ef einhver " kunninginn " ţykir vera međ ferilskrá í gruggugra lagi og virđist meinađ af ţeim sökum ađ sitja í skilanefnd, ţá er hann bara ráđinn sem starfsmađur.

Ţannig ađ siđfrćđi bankageirans virđist enn vera frá dögum víns og rósa, söm viđ sig ađ mestu leyti og ţar virđist fyrri spilling vera gengin í endurnýjun lífdaga óhófsins.

Endurskipulagning og hagrćđingarferli bankakerfisins sýnist svo ađ mestu fólgiđ í ţví ađ steypa daunillum haughúsunum, fullum af útrásarskít og innherjadrullu niđur til almennings:

Og svo segir ţetta hrokafulla liđ viđ ţjóđina : " Veskú, hér er reikningurinn fyrir D-ára djammiđ, peningana eđa lífiđ ! "

Hvernig geta menn hegđađ sér svona, hvernig getur siđvillan veriđ svona yfirgengileg ? Hvađ er eiginlega ađ ţessu fólki ?

Eru ţetta ekki Íslendingar eins og viđ, hvađan er ţessi morđsjúka Mammons veira komin inn í ţjóđlífiđ, eitrandi og spillandi út í gegn ?

Átti ekki ađ byggja upp nýtt Ísland, átti ekki ađ byggja nýtt Ísland upp á heiđarleika og sómatilfinningu ? Var ţađ ekki hiđ yfirlýsta markmiđ ?

Á undirstađa hins nýja Íslands ađ vera nýr skítur á gömlum grunni ? Er engin mannrćna til innan íslensks stjórnkerfis lengur ?

Er einhvern heiđarlegan mann ađ finna í ţessu ómanneskjulega siđblinda kerfi ?

Slíkar og ţvílíkar spurningar leita nú á hug hvers almenns borgara í ţessu landi og ekki ađ furđa. Ađstćđurnar gera harđa kröfu til slíkrar gagnrýni á yfirvöld.

Og ţađ er ekki bara bankakerfiđ sem virđist ekki eiga völ á neinu fólki í ćđstu stöđur sem almenningur getur boriđ traust til. Svo er sýnilega međ allt ríkiskerfiđ. Ţar virđist bara hver auminginn upp af öđrum !

Ţađ skiptir litlu sem engu međ mannabreytingar á ráđherrastólum ţví ţađ eru flokkarnir sjálfir sem eru sýktir af pólitískri innanskömm. Ráđherraskiptingar eru bara til ţess gerđar ađ drepa ábyrgđ mála á dreif og rugla almenning í ríminu. Til hvers fór Ögmundur úr stjórninni á sínum tíma, af hverju kemur hann inn aftur núna ? Engar vitrćnar skýringar hafa fengist á ţví.

Af hverju voru Ragna og Gylfi látin hćtta ef ţau stóđu sig svona svakalega vel og eftirsjá ađ ţeim, eins og forsćtisráđherra segir ?

Á Guđbjartur Hannesson ađ vera einhverskonar pússađur félagsmálaráđherra eftir grófgerđan Árna Pál ? Ţađ má mikiđ vera ef kerfiđ á ekki eftir ađ skemma ţann mann eins og svo marga ađra sem hafa viljađ vel en ekki getađ breytt neinu ţegar til kom.

Hinn pólitíski hráskinnaleikur er í algleymingi sem fyrr međan almenningur berst í bökkum vegna afleiđinga óstjórnar og fjármálasiđleysis stjórnvalda.

Og ábyrgđ gagnvart ţjóđarhag virđist enginn bera, hvorki forseti, ríkisstjórn, ţing eđa dómstólar, allt virđist ţetta sömu gagnsleysismyndinni merkt.

Forustumenn Stóra Ţjóđarógćfuflokksins ţykjast núna bera hag almennings óskaplega fyrir brjósti og ţá ekki síđur sjálfstćđi landsins. Samt voru ţađ ţeir sem settu almenningshag niđur í skítinn og umrćtt sjálfstćđi í meiri hćttu en ţađ hefur nokkurntíma komist í.

En skítt međ skítuga stjórnarandstöđu - ađalspurning dagsins er - hvar er Grákollustjórnin eiginlega stödd í ţjóđlífinu ?

Er hún bara ađ verđa ómerkilegt útibú frá Alţjóđa gjaldeyrissjóđnum ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 398
  • Sl. viku: 1420
  • Frá upphafi: 315401

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1137
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband