Leita í fréttum mbl.is

Um skammtímaminni og skynsemisrof

Ég hef veriđ ađ velta ţví fyrir mér hvernig stađan á minnishćfni fólks er svona yfir höfuđ. Ţađ virđast nefnilega býsna margir vera eingöngu búnir skammtíma-minni og ţađ verulegu skammtímaminni. Ţađ er eins og sumir geti alls ekki hugsađ ofurlítiđ aftur í tímann og dregiđ pínulítinn lćrdóm af ţví sem sagan kennir.En stađreyndir tala alltaf sínu máli ţó til séu ýmsir sem aldrei lesa eđa geta lesiđ ţau skilabođ sem ţćr flytja.

Mađur ađ nafni Davíđ Oddsson komst hér til valda áriđ 1991 og reyndar var ţađ nú Jón Baldvin Hannibalsson sem greiddi honum för upp í  stól forsćtisráđherra.

Ekki býst ég ţó viđ ţví ađ Jón sé ýkja stoltur af ţeim gjörningi sínum í ljósi eftirtímans. En viđ sjáum oft ekki til hvers verk okkar leiđa og vildum oft fegin geta tekiđ ýmislegt aftur, einkum ef viđ erum fćr um ađ skilja mál stađreyndanna.

Umrćddur Davíđ sýndi ţađ fljótt ađ hann er nú einu sinni ţannig gerđur, ađ hann vill yfirleitt allt eđa ekkert. Hann vildi ţví vera einn á hátoppnum og  sitja ţar sem óumdeildur " Bubbi kóngur " !

Af ţeirri ástćđu sá hann fljótlega ađ Jón Baldvin var ekki nógu leiđitamur fylgdarmađur á valdaveginum og ţví ţyrfti hann nauđsynlega ađ leita annarra valkosta. Hann gerđi sér brátt grein fyrir ţví ađ hann myndi komast miklu lengra međ Halldór Ásgrímsson en Jón Baldvin. Ţar var rétti mađurinn fyrir hans hentugleika í pólitíkinni.

Um ţetta leyti var Davíđ orđinn mjög ţreyttur á samstarfinu viđ Jón Baldvin.  Ađalástćđan fyrir ţví hvađ hann fór í taugarnar á Davíđ var ađ hann hafđi líka mikla löngun til ađ standa í sviđsljósinu. Menn međ kóngaeđli eiga erfitt međ ađ ţola slíka samkeppni.

Davíđ ţóttist líka sjá ađ Halldór vćri svo mikill ţumbari ađ hann myndi aldrei skyggja á hann eins og Jón gerđi óneitanlega. Svo Davíđ losađi sig viđ Jón og kippti Halldóri upp í stjórnarsćngina ţví hćkju ţurfti hann sér viđ hliđ.

Og nú fór ţađ svo ađ Davíđ hélt völdum lengur en nokkur mađur hefur gert á Íslandi. Hann var í rauninni ćđsta vald í Íslandsmálum nokkuđ á annan áratug og flokkurinn hans samfleytt í um 18 ár.

Og ţá er ţađ spurningin stóra, ef stefna Davíđs hefđi veriđ góđ, hefđu ţá ekki ávextir hennar átt ađ sanna sig til framtíđar og viđ Íslendingar átt ađ vera í góđum málum nú og eftirleiđis ?

Jú, auđvitađ ćtti ţađ ađ vera ţannig, en ţví miđur er ţví ekki ađ heilsa.

Og hversvegna skyldi ţađ vera ? Jú, vegna ţess ađ stefna Davíđs var ekki góđ fyrir land og ţjóđ. Hann fékk betra og meira tćkifćri til ađ láta gott af sér leiđa í málum ţjóđarinnar en nokkur annar íslenskur stjórnmálamađur hefur fengiđ, en klúđrađi hlutunum meira og minna.

Hann afhenti bankakerfiđ okkar ţeim mönnum sem var allt betur gefiđ en ţjóđleg ábyrgđarkennd. Seinna átaldi hann ţessa menn ţegar fyrir fór ađ liggja hvernig ţeir höguđu sér, en til eru myndbönd sem segja frá ţví hvernig hann hóf ţá til skýjanna međ hástemmdum orđum. Ţá voru ţetta fjármálaséní Davíđs Oddssonar !

Og ţá kemur ađ skammtímaminni fólks. Sumum er gjörsamlega fyrirmunađ ađ leggja stađreyndir rétt saman. Stađreyndir eins og - Enginn Davíđ Oddsson = Ekkert hrun.

Enginn Sjálfstćđisflokkur undir Davíđ Oddssyni = Ekkert hrun.

Eftir ađ allt var keyrt í ţrot hér, gekk einn hćgrisinnađur kunningi minn um lengi vel međ höfuđiđ undir hendinni og sagđi hálf kjökrandi : "Viđ verđum ađ fá Davíđ aftur, hann er sá eini sem getur bjargađ ţessu viđ !!!"

Ég spurđi hann - eiginlega furđu lostinn - hvađ hann ćtti eiginlega viđ ?

Jú, - " Davíđ sá ţetta fyrir, hann varađi viđ ! ", var svariđ............ !!!!!!

Svona skyni skroppiđ getur nú fólk á Íslandi veriđ á miđju háupplýsingar- tímabili ţjóđarinnar. Ţađ verđur algert skynsemisrof í hugsun ţess, vegna ţess ađ pólitíkin er harđur húsbóndi og heimtar iđulega stađreyndir,sannleika og glóru burt.

Holdi klćddur höfuđgerandi hrunsins átti sem sagt ađ bjarga öllu viđ........ mađurinn sem í hálfan annan áratug réđi ţví sem hann vildi í stjórnkerfinu.

Fólk sem virđist ekki muna lengra en til dagsins í gćr heldur ađ hann muni bjarga öllu viđ ? Er hćgt ađ hugsa sér meiri vanvita?

Ţegar pólitísk moldviđri hruntímans eru gengin yfir og villurykiđ sest, munu menn fara yfir öll ţessi mál af meiri skynsemi en áđur og ţá mun koma í ljós ađ enginn einstakur mađur ber meiri ábyrgđ á ţví sem gerđist en " Bubbi kóngur " !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 63
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 1313
  • Frá upphafi: 316703

Annađ

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1026
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband