Leita í fréttum mbl.is

Um verđbréfavíti og svívirta ţjóđ

Ţegar verđbréfaviđskipti fóru í algleyming peningagrćđginnar um og eftir einkavćđingu bankanna, raskađist hreinlega grundvöllur heilbrigđrar hugsunar í landinu eđa ađ minnsta kosti á Reykjavíkursvćđinu.

Menn lögđu líf sitt og hamingju í verđbréf, reiknuđu gróđann dag frá degi og sáu ekkert annađ en síhćkkandi arđgreiđslur.

En ţetta átti sér svo sem ekki stađ nema fyrir sívirkan hvata ađ ţessu. Bankarnir og verđbréfafyrirtćkin hvolfdu sér yfir fólk dags daglega međ yfirgengilegum fullyrđingum um öruggan og skjótfenginn gróđa. " Kauptu, kauptu, kauptu, annars ertu ađ tapa ", sögđu sérfrćđingar íslenska fjármálakerfisins ć ofan í ć, uns fólk vissi ekki sitt rjúkandi ráđ. Og fjölmiđlarnir gengu í liđ međ hinum seđlaţyrsta samkór fjármálafyrirtćkjanna og arđrćndu ţannig almenning líka međ fölskum yfirlýsingum um allskonar ávinning sem lćgi bókstaflega fyrir hunda og manna fótum. Ţađ er ţví kaldhćđnislegt ađ heyra fjölmiđlana tala um ađ ţeir gćti hagsmuna almennings ţví grćđgistíminn sýndi ljóslega ađ ţeir voru beinlínis andstćđir almannahagsmunum í fjölmörgum veigamiklum málum.

Öll yfirvöld brugđust trausti almennings fyrir hruniđ, í hruninu og eftir hruniđ.

Ţađ er ţví ekkert traust eftir í ţessu ţjóđfélagi fyrir tćkifćrissinnađan forseta,vinstristjórn sem hegđar sér eins og hćgristjórn, ónýtt alţingi og tímavilltan hćstarétt - eđa endurreist bankaskrímsli !Og ađ reyna ađ keyra upp tiltrú á pappíraverđleysu viđ ţessar ađstćđur er ţađ sama og ađ veifa tilbúinni snöru framan í marghengdan almenning ţessa lands.

Skömmu eftir hruniđ orti Enginn Allrason ţessa vísu :

Ţjóđin fćr ađ greiđa gjöld,

glötun margra bíđur.

Ţví ađ íslensk yfirvöld

eru gl....ópa.....lýđur !

Íslendingar munu líklega aldrei hafa yfir sér aftur jafn ömurlega óhćf yfirvöld eins og ţau sem sátu hér fyrir hruniđ og framyfir ţađ. Íslenskir ráđamenn á ţeim tíma voru slegnir svo mikilli blindu og kćruleysi fyrir ţjóđarhag ađ slíkt verđur varla nokkurntíma toppađ. Nöfn ţeirra verđa í međförum sögunnar mestu ógćfunöfn í Íslandssögunni ásamt nöfnum ţeirra útrásarbanditta og bankasvindlara sem sviku ţjóđina í skjóli stjórnvalda.

Eđlileg mamnnlífsgildi voru ţverbrotin og verđbréf vitleysunnar sett í stađinn á stall. Fjármálavaldiđ trađkađi allt niđur í svađiđ sem gott hafđi veriđ taliđ og gilt. Veislur viđurstyggđarinnar voru hvarvetna í fullum gangi í kerfinu.

Siđfrćđistofnanir, skólar og menningarsetur ţögđu ţunnu hljóđi á međan og létu sem ekkert vćri. Eftir syndafalliđ hafa hinsvegar komiđ úr ţeim áttum mikil hneykslunarhróp og flestir ţykjast nú hafa varađ viđ - eins og Dabbi !

En ţađ gleymdist hinsvegar međ öllu ađ hin einu sönnu og gjaldgengu verđbréf ţjóđfélagsins eru ţegnarnir sjálfir, lifandi fólk međ heilbrigđa hugsun.

Ţađ gleymdist líka ađ andinn bak viđ öll verđbréfaviđskipti er andi óhamingju og arđránshugsunar. Hinn mikli skyndigróđi sem stundum fćst út úr slíku lotteríi er alltaf tekinn frá einhverjum og ţeir sem taka hann eru yfirleitt hinir reyndu refir sem fjalla um málin. Hinir óreyndu sem leggja fé sitt í púkkiđ standa oftast uppi fjárvana eftir spiliđ.

Og enn í dag stöndum viđ Íslendingar hreint ekki vel ađ vígi, enda yrkir Enginn Allrason um núverandi stöđu mála međ eftirfarandi hćtti :

Margt er bruggađ bak viđ tjöld,

bókuđ leiđ til rána.

Ţví ađ íslensk yfirvöld

eru síst ađ skána !

Enginn Allrason telur líka ađ ţađ ćtti ađ vera auđvelt fyrir hvern og einn ađ sjá fyrir hverja ţessi svokölluđu yfirvöld starfa í raun og veru :

Auđjöfrum hjálpa yfirvöld,

afskrifa ţar á fullu.

Hella svo yfir fólksins fjöld

fjármálakerfisdrullu !

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 156
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 1177
  • Frá upphafi: 309871

Annađ

  • Innlit í dag: 143
  • Innlit sl. viku: 1009
  • Gestir í dag: 143
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband