Leita í fréttum mbl.is

Lítil áramótahugleiđing

 

Íslenska ţjóđin er enn ađ vinna úr einu versta áfalli sem yfir hana hefur duniđ.

Vandséđ er hvađ verđur og hvernig viđ komumst frá ţeim ódáđaverkum sem glapvísir menn frömdu og leiddu hrikalegar afleiđingarnar síđan yfir ţjóđina.

Ţađ er međ ólíkindum hvađ ábyrgđarleysi ráđamanna var mikiđ á árunum fyrir hruniđ og hvernig fjöreggi lands og ţjóđar var kastađ sitt á hvađ í hráskinnaleik stjórnmálanna međan ţau voru í heljarklóm frjálshyggjunnar sem réđi lögum og lofum í Sjálfstćđisflokknum, sem ég hef leyft mér ađ kalla Ţjóđarógćfuflokkinn stóra. Ţessi hugarfarsspilling frjálshyggjunnar náđi líka miklum áhrifum í Framsóknarflokknum sem var ţá undir forustu Halldórs Ásgrímssonar, sem var í rauninni alveg samdauna sjálfstćđismönnum. Ţađ fólk sem í forustu Framsóknarflokksins lét hafa sig til ógćfuverka á valdatíma Halldórs ćtti auđvitađ allt ađ hafa spilađ sitt hlutverk í stjórnmálum. Ţađ er ađ mínu mati ekki hćft til frekari ţjónustu fyrir almannahag. Verkin sýna merkin !

Samfylkingin dróst líka furđu langt međ íhaldinu í frjálshyggjućđinu. Ţar eru enn menn sem vilja gera sig breiđa og gildandi, en ćttu eins og Ingibjörg Sólrún ađ halda sig til hlés hér eftir.

Sjálfstćđisflokksforustan hefur ađ undanförnu talađ mikiđ um ađ varđveita hagsmuni ţjóđarinnar, en af hverju eru ţeir hagsmunir í ţeirri klípu sem viđ blasir. Vegna ţess ađ Sjálfstćđisflokkurinn brást algerlega ţjóđarhagsmunum á sínum langa valdatíma.

En ţađ vantađi ekki ađ menn gerđu miklar kröfur um rosahá laun vegna ábyrgđarţungans sem hvíldi á ţeim ! En hvernig kom sú ábyrgđ út í raun....?

Öllu, bókstaflega öllu hefur veriđ velt á almenning af ţví óţverra landeyđuhyski sem deildi og drottnađi hér til margra ára.

Og Steingrímur og Jóhanna hafa ţegar misst geislabauginn ađ ţrem fjórđu hlutum síđan ţau tóku viđ. Ţađ eina sem virđist forđa ţeim frá algerri falleinkunn í huga ţjóđarinnar er ađ enginn valkostur er betri ţví sjálfstćđisţingliđiđ er gjörsamlega óhćft til alls.

Flestir gera sér nefnilega grein fyrir ţví ađ um 80% prósent ábyrgđarinnar á hinu raunverulega ţjóđargjaldţroti Íslands skrifast alfariđ á reikning Sjálfstćđisflokksins !

Eftir 18 ára óslitinn valdaferil hans var skiliđ viđ ţjóđfélagiđ í rúst. Svo er forusta ţessa flokks ađ gera sig breiđa, menn sem ćttu aldrei ađ geta orđiđ trúverđugir aftur í augum svikinnar ţjóđar.

Munu menn međ heilbrigđan og ţjóđhollan hugsunargang virkilega treysta Bjarna Ben, Guđlaugi Ţór eđa Ţorgerđi Katrínu aftur til góđra verka, eđa halda menn ađ Pétur Blöndal, fulltrúi og málpípa fjármagnseigenda, geti trúverđuglega talađ fyrir heildarhagsmunum ?

Í mínum huga hefur ţetta fólk alltaf veriđ talsmenn sérhagsmuna, talsmenn 7 hćgri-stefnunnar !

Nú eru jóladagarnir stóru ađ baki. Ég vona ţađ innilega ađ allt almennt fólk á Íslandi hafi getađ búiđ viđ sćmilegan lífsađbúnađ á fćđingarhátíđ Frelsarans  - ţrátt fyrir allt - og styrkt fjölskyldu og vinabönd yfir hátíđarnar. Ekki er vanţörf á ţví.

Ég óska öllum góđum Íslendingum allra heilla nú um áramótin og vona ađ komandi ár verđi fólk ekki eins ţungt í skauti og ţetta ár hefur veriđ sem nú er ađ líđa.

Ég á hinsvegar engar góđir óskir til handa ţví gráđuga hyski sem setti hér allt á hvolf. Ţađ hefur ekki sýnt neina iđrun og hefur enn í sér sama blóđsugueđliđ og áđur. Ég tel ţađ ekki til ţjóđarinnar ţví ţeir sem svíkja eigin ţjóđ, sína eigin ţjóđarsál, eru fyrirlitlegastir allra manna !

Gleymum ţví aldrei sem ţeir gerđu og leiđum aldrei ţeirra líka aftur til valda á Íslandi.

LĆRUM AF REYNSLUNNI !

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 122
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 1372
  • Frá upphafi: 316762

Annađ

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 1051
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 68

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband