Leita í fréttum mbl.is

Klappkór Icesave

 

Allir ćttu ađ vita ţađ núorđiđ hvernig Icesave fjármálagjörningurinn hefur fariđ međ íslenska ríkiđ og ţetta samfélag sem viđ höfum veriđ ađ reyna ađ halda uppi undanfarna áratugi. Ţar var um ađ rćđa fyrirbćri sem reyndist í raun tilrćđi viđ sjálfstćđi og fullveldi okkar sem ţjóđar.

Ţađ er hinsvegar ekki jafn ljóst fyrir mörgum hvađ Icesave ţótti snjallt fyrirbćri áriđ 2007 - af ţeim sem ţóttust hafa best vit á íslenskum fjármálum. Stađreyndirnar tala hinsvegar sínu máli ţó margur vilji nú sem minnst af ţeim vita. Um áramótin 2007-2008 var niđurstađa sérstakrar dómnefndar sú ađ Icesave vćri " bestu viđskipti ársins 2007 ". Í ţessari dómnefnd sátu margir helstu " atgervisheilar " íslenskra fjármála. Ţađ er kannski talandi vitnisburđur um hugarfariđ sem réđi hjá ţví fílabeinsturna-fylgdarliđi sem sat í ţessari nefnd, ađ Jón Ásgeir Jóhannesson var valinn  " viđskiptamađur ársins " !

Nú skulum viđ skođa ofurlítiđ hverjir sátu í ţessari mjög svo einhuga Icesave gćđavottunarnefnd. Ţađ fólk hlýtur ađ hafa taliđ ađ menn í íslenskum fjármálaheimi yrđu bara framvegis í ţví ađ telja peninga sem kćmu endalaust inn, sbr. gleiđgosaleg ummćli Sigurjóns bankastjóra á sínum tíma.

Í nefndinni sátu Ingólfur Bender frá greiningardeild Glitnis, Edda Rós Karlsdóttir frá greiningardeild Landsbankans, Svava Grönfeldt rektor HR, Ólafur Ísleifsson lektor viđ HR, Halla Tómasdóttir frá Auđi Capital, Finnur Oddsson framkvćmdastjóri Viđskiptaráđs, Ágúst Einarsson rektor á Bifröst, Ţorvaldur Lúđvík Sigurjónsson frá Saga Capital, Jafet Ólafsson frá VBS, Katrín Pétursdóttir frá Lýsi, Ásta Dís Ólafsdóttir dósent á Bifröst, Ţorsteinn Ţórgeirsson skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráđuneytisins, Ţórđur Friđjónsson frá Kauphöll Íslands, Hafliđi Helgason ritstjóri Markađarins, Gunnar Ólafur Haraldsson formađur Hagfrćđistofnunar, Friđrik Már Baldursson prófessor í HR, Hrund Rúdólfsdóttir framkvćmdastjóri hjá Milestone, Jón Ţór Sturluson ađstođarmađur viđskiptaráđherra, Guđjón Rúnarsson framkvćmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtćkja og síđast en ekki síst Vilhjálmur Egilsson framkvćmdastjóri Samtaka atvinnulífsins....................... !

Ţetta er sérfróđa fagfólkiđ sem myndađi klappkór "Icesave snilldarinnar " á hápunkti hćttutímans fyrir efnahagsmál lands og ţjóđar !

Hvar og hvernig skyldi ţetta fólk vera stađsett í tilverunni í dag ?

Viđ vitum náttúrulega sitthvađ um Vilhjálm Egilsson sem alltaf er ađ ráđleggja stjórnvöldum hvernig eigi ađ gera hlutina rétt, viđ vitum ţađ sama um Ólaf Ísleifsson sem sparar ekki í útvarpi ađfinnslur og gagnrýni á ţá sem eru ađ hans mati ađ gera rangt, viđ vitum ađ sumt af ţessu liđi er ennţá nákvćmlega ţar sem ţađ var. Ţađ virđist enn taliđ trúverđugt - liđiđ sem myndađi klappkórinn fyrir Icesave gjörninginn !

Sumar konur hafa veriđ ađ segja ađ hruniđ og allt í kringum ţađ hafi eingöngu veriđ viđskiptalegum mistökum karla ađ kenna, konur séu miklu agađri og gćtnari í fjármálum og ef ţćr hefđu ráđiđ vćrum viđ í fínum málum í dag ?

En í klappkórnum eru nú samt nokkrar konur úr fjármálaheiminum og ekki virđast ţćr hafa skoriđ sig neitt úr, ekki fremur en háttsettar bankakonur o.s.frv.

Ţađ sem hinsvegar vekur manni mestrar furđu, er ađ margt af ţessu liđi virđist aldrei hafa fyrir ţví ađ líta í eigin barm. Sumir í hópnum hamast í fjölmiđlum gegn ýmsu sem ţeir virđast ekki síđur sekir um sjálfir ! Og ţetta fólk situr jafnvel í sömu stöđum og áđur og ţykist hafa sama trúverđugleika ?

Svo tala menn um ađ ţađ ţurfi ađ byggja upp nýtt Ísland -  á ađ gera ţađ međ slíka klappkóra ađ undirstöđu ?

Nei, ţađ verđur engin heilbrigđ uppbygging í ţessu ţjóđfélagi fyrr en spillingaröflin hafa veriđ sett opinberlega í gapastokk til siđferđilegrar endurhćfingar - ásamt klappkórum sínum  !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 56
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 1331
  • Frá upphafi: 316250

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1051
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband