Leita í fréttum mbl.is

Bylgju-Láfarnir og forherđing hugarfarsins

Á Bylgjunni, útvarpsrás sem er heyranlega mjög hćgri pólitísk, hefur um nokkurt skeiđ mátt heyra Ólafa tvo fara mikinn í lýsingum á athöfnum ríkisstjórnarinnar og finna núverandi valdhöfum flest til foráttu.

Ţessir Ólafar eru félagarnir Arnarson og Ísleifsson. Báđir hafa víst komiđ nokkuđ viđ sögu sjálfstćđisflokksins sem ég kalla Stóra Ţjóđarógćfuflokkinn eftir hruniđ, og mćtti ţar af leiđandi draga ţá ályktun ađ ţeir vćru ekki sérlega trúverđugir í dómum sínum um pólitíska andstćđinga, ţó ţeir reyni auđvitađ ađ bregđa yfir málflutning sinn blćju faglegs hlutleysis.

Ţađ má hinsvegar heyra ţađ glöggt ađ pólitískt ofstćki nćr ţar mjög víđa í gegn og stundum međ ţeim hćtti ađ ýmsir sem áđur hlustuđu eru nú hćttir ţví, ţar sem ţeim var fariđ ađ ofbjóđa hvernig áróđurinn var settur fram.

Ţetta er svona svipađ ţví og ţegar Eiríkur Bergmann Einarsson er ađ tjá sig um hugsanlega ađild Íslands ađ Evrópusambandinu eins og hlutlaus fagađili, ţó ađ gjörla sé vitađ ađ hann er mjög hallur undir sambandiđ og hlynntur ađild ađ ţví.

Ólafar ţessir báđir munu vera hagfrćđingar ađ mennt og er ţađ sú frćđigrein sem hefur veriđ hvađ mest ofmetin á Vesturlöndum undanfarin mörg árin eins og Göran Persson benti réttilega á fyrir nokkru. Persson sagđi ţá ađ í grunninn snerist hagfrćđi ađ mestu um " common sense ", en ekki get ég nú fundiđ ţađ hjá ţessum áróđursdúetti Bylgjunnar. Ţađ er líka mín skođun ađ ţjóđhagslega gagnslausari menn en hagfrćđingar séu vandfundnir hérlendis sem erlendis.

Ţetta eru fyrst og fremst málskrafsmenn sem gera ţá kröfu í nafni menntunar sinnar einnar ađ vera teknir alvarlega en verkin tala ákaflega lítiđ í ţeirra međförum. Efnahagsmálin hafa líka tekiđ hverja kollsteypuna af annarri í landinu og ađ ţví er mér sýnist virđast ţćr verđa ţeim mun fleiri sem hagfrćđingunum fjölgar.

Ólafur Ísleifsson var einn af ţeim sem sat í dómnefndinni sem verđlaunađi Ice Save sem snjallasta viđskiptagjörning ársins 2007. Hann hefur reyndar ekki haft hátt um ţá framgöngu sína, en telur sig samt greinilega fćran um ađ dćma athafnir annarra. Hann talar ţá um arfavitlaus vinnubrögđ og fleira í ţeim dúr. Hann er, ađ mínu mati, í hópi margra annarra Ţjóđarógćfuflokksmanna, sem hafa sýnilega ţađ helst í sigti ađ forherđa hugarfar sitt og láta sem ekkert sé.

Ástćđan fyrir ţeirri breytni er augljós, sannleikurinn er orđinn ţessum mönnum svo beisklega óhagstćđur, eftir hrun alls ţess sem ţeir hófu til skýjanna á sínum tíma, ađ ţeir treysta sér ekki lengur til ađ horfast í augu viđ stađreyndir !

Ţađ er ţví fangaráđ ţeirra ađ flýja í fađm blekkinganna og reyna međ endalausum útúrsnúningum ađ tala sig frá fortíđinni !

Ţađ er, ađ mínu mati, ógćfa Íslands hvađ menn af ţessu tagi hafa komist langt til áhrifa, ţví ég tel ađ ţeir hafi sem fulltrúar frjálshyggju og auđvalds valdiđ gífurlegum skađa á samfélagi okkar í ţjóđhagslegu tilliti.

Tćkiđ sem kom ţessum mönnum fyrst og fremst ađ notum í valdabrölti ţeirra var sjálfstćđisflokkurinn. Flokksnafniđ er ekki lengur hćgt ađ skrifa međ stórum staf, eftir skemmdarverk ţau sem flokkurinn hefur unniđ gagnvart sjálfstćđi Íslands, og ég tel eđlilegast ađ nefna hann Stóra Ţjóđarógćfuflokkinn.

Í ţeim flokki hreiđruđu um sig flestir ţeirra óíslensku eiginhagsmunaseggja sem óđu yfir allt fjármálakerfi landsins á forugum spillingarskóm á veisluárum frjálshyggjunnar og gáfu skít í alla ţjóđlega velferđ.

Svo ţykjast ţessir menn geta lagt út af málunum í dag og hafa auđvitađ aldrei gert neitt rangt og hegđa sér eins og ţeir séu nýkomnir til landsins eftir 20 ára dvöl í Fjarskanistan - og náttúrulega yfir sig hneykslađir á ţví ófremdarástandi sem hér er og skilja ekkert í ţví hvernig menn hafa hegđađ sér hér - í saklausri fjarveru ţeirra !

Ţó ađ margir ţeirra séu ekki lengur ungir menn, eru ţeir greinilega međ í kolli sínum ţćr " hreinu hugsanir " sem Morgunblađiđ lofsöng sem mest á árunum fyrir síđari heimsstyrjöldina. Ég hef hinsvegar skömm á öllum mönnum sem eru svo sjálfselskufullir og dauđir fyrir öđru fólki, ađ líf ţeirra snýst ađeins um mottóiđ - Ég um MIG frá MÉR til MÍN !

Láfaleikur Bylgjunnar er eitt ómerkilegasta fyrirbćri sem ég hef vitađ til ađ notađ sé í pólitískum tilgangi á íslenskum fjölmiđli - og eru ţó vissulega mörg dćmi til á ţeim vígstöđvum sem slćm eru. Einu sinni var taliđ til siđs á Íslandi ađ menn leiddu saman hesta sína í útvarpsţáttum - ađilar ólíkra skođana tćkjust ţar á.

Bylgjan er ekki ađ bera neitt slíkt á borđ fyrir hlustendur, enda greinilega hćgri pólitísk útvarpsstöđ sem glefsar sjáanlega ekki í eigendur sína og hagsmuni ţeirra. Ţar er sannarlega ţjónađ undir ţá sem bylgjunum stjórna.

En seint hugsa ég ađ hćgt verđi ađ taka kjaftćđi ţeirra frjálshyggju-nafnanna á Bylgjunni sem gildisbćrt framlag til vörslusjóđa sannleikans í okkar ţjóđfélagi.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 1318
  • Frá upphafi: 316237

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1046
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband