Leita í fréttum mbl.is

Um kćrleiksríkt vinasamband

Samkvćmt mínum útreikningum er nú svo komiđ, ađ Magnús B. Jónsson hefur setiđ í ríflega 5 kjörtímabil - eđa yfir tuttugu ár samfleytt, sem sveitarstjóri á Skagaströnd og hans hćgri hönd Adolf H. Berndsen veriđ oddviti óslitiđ frá 1994. Ţetta eru auđvitađ sögulegar stađreyndir og merkilegar ađ mörgu leyti sem slíkar. Ţađ er ţví skiljanlegt ađ ég sem mikill áhugamađur um sögu telji ţađ ţess vert ađ skođa ţćr ađeins nánar.

Ţegar Magnús og Adolf tóku viđ af feđrum sínum sem hreppsnefndarmenn á Skagaströnd, var heimsmynd bćjarmálanna nokkuđ önnur en hún er í dag.

Ţá var hér blómlegt atvinnulíf til ţess ađ gera, en óneitanlega talsvert minna um list. Ţá var enn nćgileg vinna fyrir ţá sem töldu sig ekki of góđa fyrir sloriđ, en kannski minna um menningu, eins og hún er kortlögđ nú til dags.

Sem sagt Skagaströnd ţeirra tíma var öđruvísi en hún er í dag, enda allnokkur tími liđinn og skiljanlegt ađ margt hafi breyst á svo drjúgu árabili.

Nú má telja ađ um ţađ bil ţriđjungur íbúa byggđarinnar undir Borginni hafi ađeins lifađ veldistíma Magnúsar og Adolfs og muni ekki eftir öđru stjórnarfyrirkomulagi á Skagaströnd. Sumt af yngra fólkinu heldur jafnvel ađ ţeir félagarnir hafi veriđ viđ völd frá ţví í árdaga og séu ţví nokkurskonar ímyndir Óđins og Ţórs í gođfrćđilegum og Árnalausum Ásgarđi.

Ţađ er náttúrulega bara fantasíu viđhorf sem á sér enga stođ í veruleikanum, en segir ţó sína sögu um ţađ hvađ vaninn getur orđiđ ríkur og leitt af sér hugmyndafrćđilegar stađreyndavillur.

Í seinni tíđ hefur frekar lítiđ fariđ fyrir lýđrćđislegum kosningum á Skagaströnd, ţar sem einhver borgaraleg vanmetakennd virđist hafa ţađ í för međ sér, ađ margir óttist mest hvađ geti gerst ef gođin falla af stöllum sínum.

Auk ţess má telja ţađ mannlegt, ađ margir hafi áhyggjur af afkomu sinni og lífshlunnindum ef  langtíma forsjá hćttir ađ halda utan um sína sauđi.

Ţađ sýnist ţannig ekki hvarfla ađ mörgum hér ađ mađur komi í manns stađ, og  umfram allt sé ţví ţörf á ţví ađ halda óbreyttu ástandi mála sem lengst viđ lýđi.

Kosningar geta náttúrulega kallađ á róttćkar breytingar - ef ţćr eru haldnar, svo ţađ mćtti ćtla ađ ţađ vćri í nokkuđ margra ţágu ađ ţćr skuli mikiđ til hafa veriđ aflagđar á Skagaströnd í seinni tíđ. Ţađ leiđir sennilega af sjálfu sér, ađ bćjarfélag, sem nýtur  ađ sumra mati mikillar hćfnisforustu, hafi ekki mikla ţörf fyrir gamaldags fyrirkomulag lýđrćđis, enda virđist ţađ ekki mikiđ ástundađ og helst er minnst á ţađ á hátíđum og tyllidögum, mest svona fyrir siđasakir.

Aldrei hefur boriđ neitt á ţví ađ ágreiningur hafi skapast milli ţeirra félaganna Magnúsar og Adolfs. Ţeir hafa jafnan gengiđ sem einn mađur ađ málum og sálarlegt ástand ţeirra yfirleitt mćlst nákvćmlega eins. Slík brćđralagseining er óvenjuleg til lengdar og segir líklega sitt um persónulega innréttingu ţeirra og ţann óeigingjarna samstarfsanda sem jafnan hefur ríkt ţeirra í millum.

Ţeir Magnús og Adolf eru sem kunnugt er mjög menningarlega sinnađir og stefna sennilega ađ ţví ađ sem flestir í bćnum geti alfariđ lifađ á menningu og listum. Von ţeirra er vafalaust sú, ađ engin ómenningarleg lífsbjargarstörf skemmi fyrir hinu kúltúríska samhengi á Skagaströnd.

Nýlega sendi Magnús frá sér skjal nokkurt til bćjarbúa, afskaplega merkilegt skjal, sem undirstrikađi menningarleg viđmiđ ţeirra Adolfs á mjög opinskáan hátt. Sveitarstjóri segir í ţessu frábćra skjali :

 " Viđ íbúar Skagastrandar eigum ađ temja okkur ađ líta á heimabćinn okkar " međ augum gesta ", en ekki međ okkar eigin augum ! "

Međ ţessum orđum sýnir sveitarstjóri menningarlegt innrćti sitt svo um munar.

Viđ eigum ekki ađ vera eins og heima hjá okkur, heldur eins og viđ séum gestir  í Disney World eđa kannski öllu heldur Dollywood, svo listamenn hvađanćva ađ úr heiminum geti rómađ allt á Skagaströnd og tekiđ hér myndir af öđru en rusli og slori.

Tár, erfiđi, blóđ og sviti hinnar daglegu lífsbaráttu almennings á ekki og má ekki skemma ţá listrćnu heildarmynd sem á ađ ríkja hér - á kostnađ íbúanna !!!

Sá einlćgi bróđurkćrleikur sem tengt hefur ţá Magnús og Adolf í svo langan tíma, ţarf ađ geta streymt hindrunarlaust út frá listamiđstöđvum og menningarhúsum í ţorpinu.  Venjulegt fólk ţarf ađ skilja hvađ ţađ er púkalegt og langt á eftir og ţađ ţarf sjálft ađ gera sér grein fyrir ţví og ţörfinni á ţví ađ gera eitthvađ í málinu. Fólkiđ sem býr hér verđur ađ fara ađ átta sig á ţví hvađa kröfur menningin gerir til ţess svo ţađ verđi ekki ásteytingarsteinn fyrir framtíđ hins kúltúríska samhengis.

Hiđ alţjóđlega listafólk sem hér dvelur ţarf umfram allt ađ sjá hér íbúa á nćstu árum sem hreppsyfirvöld ţurfa ekki ađ skammast sín fyrir !

 " Glöggt er gestsaugađ " segir máltćkiđ og Magnús sveitarstjóri telur ţađ greinilega augljóst ađ fátt muni breytast til batnađar hér á Skagaströnd ef viđ - ţessir almennu íbúar -  höldum áfram ađ horfa á ţorpiđ okkar sem heimafólk.

En ţegar ég hugleiđi hvílík forsjá ţeir Magnús og Adolf hafa veriđ svo mörgum hér, velti ég ţví auđvitađ fyrir mér hvađ kunni ađ gerast ţegar ţeir hverfa af sviđinu, ţví óvíst er hvort synir ţeirra eđa dćtur taki viđ af ţeim, enda erfđaveldiđ kannski ekki orđiđ svo afgerandi fast í sessi.

Allir menn eru dauđlegir og ţađ gildir víst líka um Magnús og Adolf ţó mörgum kunni ađ ţykja ţađ ótrúlegt og sumum ţyki vođalegt til ţess ađ hugsa.

Ég hygg ţó ađ sitthvađ muni verđa gert til ţess ađ halda minningu ţeirra sem lengst á lofti hér um slóđir, ţví menningin mun ađ sjálfsögđu gera sínar kröfur til ţess ađ postular hennar gleymist ekki.

Adolf verđur trúlega stoppađur upp eftir vistaskiptin og geymdur í Árnesi, enda er ţađ skilgreint sem " elsta hús bćjarins " ađ miklu leyti fyrir hans tilverknađ. Magnús verđur líklega á sama hátt varđveittur í Bjarmanesi eđa Gamla skólanum, svo áfram mun verđa skammt á milli ţeirra félaganna, enda fer líklega best á ţví. Ţar ćtti svo bjarmi fyrri  " frćgđar " ađ geta leikiđ um ţá báđa, öllu saknađarfullu skylduliđi til hugsvölunar.

En ţá vaknar nú kannski stćrsta spurningin varđandi ţetta allt saman :

Hvađ skyldi verđa um Skagaströnd eftir svo róttćk umskipti ?

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 48
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1298
  • Frá upphafi: 316688

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1022
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband