Leita í fréttum mbl.is

Núllstilling ómennskunnar !

Ég hef nokkrum sinnum á lífsleiđinni kynnst mönnum sem viđurkenna ekki framin mistök og sýna forherta breytni međ ţví ađ verja glatađan málstađ.

Ţađ er skođun mín ađ ţessir menn hafi veriđ einna lélegustu eintökin af Homo Sapiens sem ég hef komist í kynni viđ.

Viđ mennirnir erum auđvitađ ţannig gerđir ađ viđ gerum mistök, ţađ liggur í hlutarins eđli. Viđ erum ekki fullkomnir og erum klárlega ekki heldur á leiđinni međ ađ verđa ţađ. En flestir sem gera mistök viđurkenna ţau og lćra af ţeim.

Ţađ er eitt af ţví sem getur fleytt okkur áfram rétta ţroskaleiđ.

En ţeir sem vilja alltaf berja höfđinu viđ steininn og ţverskallast viđ öllum bođum réttrar breytni, fara eđlilega á svig viđ alla siđlega framför og enda oft líf sitt í skuggaheimum skítmennskunnar.

Ţegar fortíđ slíkra manna er orđin ţannig, ađ ţeir ţola hana ekki sjálfir, eiga ţeir ţađ til ađ verđa ákaflega minnislitlir. Ţeir muna ekki eftir ávirđingum sínum og kannast ekki viđ neitt, hafa ekkert af sér brotiđ og vilja bara koma fram í ljósengils líkinu eins og hugmyndafrćđileg fyrirmynd ţeirra er sögđ gera.

Ţeir núllstilla minni sitt út frá ţví hvađ er hagkvćmast fyrir ţá sjálfa og hamra ţađ inn í sig ađ ţeir hafi aldrei gert neitt rangt eđa brotiđ af sér á nokkurn hátt.

Og ţessi núllstilling ómennskunnar verđur svo ţeirra vörn ţar til öndin skreppur úr skrokknum og sálin liggur ófleyg eftir - eins og samankuđlađ eyđublađ fyrir inngöngu á ónefndan stađ.

Ég hef kynnst svona mönnum, eins og ég segi hér ađ framan, en sem betur fer ekki mörgum. Ţađ er nefnilega ekki hćgt ađ upplifa neitt nema hryggđ í samskiptum viđ slíka dauđans vesalinga.

Mađur sér ekki hvađ síst ţá hvađ mannlegur aumingjadómur getur orđiđ mikill ţegar fólk vinnur gegn öllum sínum skárri eigindum og eitrar ţannig innviđi sína međ takmarkalausri sjálfselsku.

Stundum er svona núllstilling ekki bara huglćgt varnartćki einstaklinga til  samviskuţvottar, ţetta getur líka átt viđ félagslegar heildir, samtök og flokka !

Viđ ţekkjum líklega dćmin um slíkt ? Viđ eigum ađ ţekkja yfirgengilegt ábyrgđarleysi íslenskra ráđamanna gagnvart almannahag og algera afneitun ţeirra á ţví ađ ţeim hafi orđiđ eitthvađ á, viđ eigum ađ ţekkja hvernig hagsćld heillar ţjóđar var sturtađ niđur í skítinn, svo ađ alikálfar einkahyggjunnar gćtu áfram blómstrađ og blóđsugubankarnir komist aftur á fót.

Viđ eigum öll ađ hafa heyrt viđkvćđi innmúrađra og innvígđra ađstandenda til varnar siđvilltum brotamönnum : " Ţeir brutu engin lög ! " ; ţó vitađ sé ađ viđnámi laganna var vikiđ burtu svo séní frjálshyggjunnar hefđu svigrúm til svívirđilegra auđgunarbrota á kostnađ ţjóđarinnar.

Viđ eigum ađ ţekkja ţetta allt saman og ţá núllstillingu ómennskunnar sem ţessu fylgir. Og ţví er ţađ eđlilegt ađ menn hafi ţá sannfćringu í dag ađ íslenskum yfirvöldum síđustu tuttugu ára beri engin virđing og traust milli almennings og yfirvalda í ţessu landi sé nánast ekki neitt.

Nýlega viđhafđi ţingmađur úr Stóra Ţjóđarógćfuflokknum eftirfarandi orđ í sjónvarpi um málefni ríkissjóđs : " Ţetta er sjóđurinn okkar allra og okkur ber ţví ađ umgangast hann međ virđingu ! " 

Virđist ekki augljóst af ţessum orđum ađ ţau séu byggđ á uppsettri núllstillingu minnis - minnis sem nćr greinilega ekki til neins sem gerđist áriđ 2008 eđa fyrir ţađ ?

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 175
  • Sl. sólarhring: 293
  • Sl. viku: 1584
  • Frá upphafi: 315565

Annađ

  • Innlit í dag: 160
  • Innlit sl. viku: 1286
  • Gestir í dag: 159
  • IP-tölur í dag: 158

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband