Leita í fréttum mbl.is

Um Ólaf Ragnar - Perpetum president !

Flest bendir til ţess ađ viđ Íslendingar munum sitja uppi međ Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta áfram nćstu fjögur árin. Ţrátt fyrir undarlegar leikfléttur og sjónhverfingabrellur forsetans í fjölmiđlum allt frá áramótum, sem hefđu átt ađ draga verulega úr trausti til hans, virđist sem ekkert nćgilega sterkt frambođ hafi komiđ fram gegn honum.

Ţađ má heldur ekki gleyma ţví ađ ţađ er ekki hefđ fyrir ţví á Íslandi ađ fella sitjandi forseta frá embćtti. Ţví miđur virđist ţađ svo međ marga, ađ ţađ sé í eđli ţeirra ađ frukta allt of mikiđ fyrir sitjandi ráđamönnum. Ţađ er ţví löngum erfitt ađ fá fram breytingar og vinna undir ţví kjörorđi ađ nýir vendir sópi best. Og Ólafur Ragnar er sannarlega ekki nýr vöndur á Bessastöđum og löngu hćttur ađ sópa - nema ţá til málamynda !

Undirritađur hefur ekki fariđ leynt međ ţađ ađ hann kaus Ólaf Ragnar sem forseta 1996. Ţá var hann nýr vöndur á ţessu sviđi og hreint ekki einn á för.

Guđrún Katrín Ţorbergsdóttir var viđ hliđ hans og ţađ var mikill liđsauki.

Valiđ var ekki erfitt ţá. Ég hafđi ađ vísu aldrei veriđ hrifinn af Ólafi Ragnari sem stjórnmálamanni, en hugsanlega gat hann samt orđiđ frambćrilegur forseti.

Hann ţekkti pólitíkina innan frá og reynsla hans úr ţeim viđsjála heimi gat orđiđ gott veganesti fyrir forseta gagnvart ríkisstjórn og ţingi ef vel vćri á haldiđ.

Hann var líka međ nýjar áherslur varđandi forsetaembćttiđ, áherslur sem voru til ţess fallnar ađ auka almennan áhuga fyrir embćttinu og virkja ţađ og ţá möguleika sem í valdi forsetans fólust betur í ţágu ţjóđarinnar.

Og ţađ var ekki vanţörf á ţví, fannst mörgum, og sjálfsagt ađ gefa viđkomandi frambjóđanda tćkifćri til ađ sýna hvers hann vćri megnugur varđandi ţessar nýju áherslur. Ţađ varđ eiginlega töluverđ vakning fyrir ţví á ţjóđarvísu.

Ađrir frambjóđendur 1996 hurfu satt best ađ segja ađ miklu leyti í skuggann fyrir Ólafi Ragnari og Guđrúnu Katrínu konu hans.

Jafnvel ýmsir sem höfđu haft mikiđ horn í síđu Ólafs Ragnars, drógust ađ mati margra til ţess ađ kjósa hann vegna Guđrúnar Katrínar.

En ţetta var 1996 og margt breyttist furđu fljótt. Viđ misstum okkar mikilhćfu forsetafrú og međ henni virtist deyja töluvert af ţeim vonum sem fólk tengdi viđ hinn nýja forseta. Um aldamótin var undirritađur til dćmis orđinn ţess fullviss ađ Ólafur Ragnar vćri farinn ađ leika mikiđ til sama leikinn sem forseti og hann hafđi áđur leikiđ sem pólitíkus.

Áhugamál hans númer eitt var hann sjálfur, völd hans og fyrirferđ í fjölmiđlum og ţjóđlífi. Ferill hans fyrir hruniđ og í hruninu og eftir hruniđ var hreint ekki skammlaus og samskipti hans viđ ţotuliđ útrásargreifanna voru alls ekki eins og ţau hefđu átt ađ vera. Hann dansađi međ, hann var međvirkur, hann sá ekkert nema gull og milljarđa streyma til Íslands. Hann virtist ekki telja ađ ţađ myndi koma ađ skuldadögunum, eins og manni skilst ţó ađ Dorrit hafi reynt ađ segja honum.

Hann skellti bara skollaeyrunum viđ viđvörunum af ţví taginu og sagđi kokhraustur viđ erlenda fjölmiđla sem dáđust ađ íslensku "fjármálasnillingunum, "Ţiđ hafiđ nú ekki séđ mikiđ af ţessu ennţá !

Og nú er Ólafur Ragnar ađ bjóđa sig fram til ađ sitja fimmta kjörtímabiliđ sem forseti. Hann sem sagđi ađ 16 ár vćru langur tími í ţessu embćtti !

En nú er hinsvegar verulega skipt um hagi. Vinstrisinnađir kjósendur hafa fjarlćgst Ólaf eins og hann hefur fjarlćgst félagshyggjuna og ţćr hugsjónir sem hún stendur fyrir, enda er hann orđinn lítiđ annađ en íhaldssamur aristokrati og spilltur af of löngu samneyti viđ forréttindahyski og snobbhćnsni hér og ţar.

Svo nú er íhaldiđ orđiđ traustasti bakhjarl Ólafs Ragnars ásamt leifunum af Framsókn. Einhverntíma hefđu ţađ ţótt tíđindi svo ekki sé meira sagt.

Forustuliđ íhaldsins, er fariđ ađ sjá ađ Ólafur Ragnar er hreint ekki sá vargur í véum sem ţađ taldi hér áđur fyrr. Hann er farinn ađ ganga sömu götur og ţađ í ýmsu. Og flokksmenn Stóra Ţjóđarógćfuflokksins, jafnvel 7 af hverjum 10, ćtla víst ađ kjósa manninn sem var eitt sinn " persona non grata " í ţeirra augum.

Hćgri menn virđast ekki kunna sér lćti yfir ţví ađ vera búnir ađ finna ásćttanlegan forseta fyrir " sínar áherslur " í Ólafi Ragnari - já, í Ólafi Ragnari Grímssyni !

En hvert átti aumingja mađurinn ađ fara til ađ leita sér stuđnings ?

Fyrri samherjar voru ađ stórum hluta búnir ađ sjá í gegnum hann og farnir ađ skilja, ađ hann er í raun og veru engu trúr nema ţá eigin framagirnd.

Hann átti ekkert eftir nema ađ leita á náđir íhaldsins - og verđi hann kosinn forseti áfram, verđur ţađ fyrir stuđning ţess og atkvćđi - og ţađ er vel hugsanlegt ađ íhaldiđ geti notađ Ólaf Ragnar og ekkert skilji ţar á milli á komandi árum - ekki einu sinni " skítlegt eđli" !

Sú niđurstađa hlýtur ađ teljast aumur lokakafli á ferli Ólafs Ragnars Grímssonar, en fátt virđist líklegt til ađ breyta ţví ferli héđan af.

Ólafur Ragnar endar líklega ćvidaga sína eins og Jónas frá Hriflu - sem forstokkađ íhald - Sic transit gloria mundi - mćtti segja !

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 152
  • Sl. sólarhring: 330
  • Sl. viku: 1561
  • Frá upphafi: 315542

Annađ

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 1273
  • Gestir í dag: 146
  • IP-tölur í dag: 145

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband