Leita í fréttum mbl.is

Ávinningur kvenna ?

Kvenréttindi hafa veriđ eitt af ţeim töfra-hugtökum sem samtíminn hefur sett fram sem lausn á svo mörgum lífsvandanum, en hvernig skyldu nú ţessi margumrćddu kvenréttindi vera ađ skila sér fyrir konur og samfélagiđ allt ?

Í dag eru konur vissulega komnar í allt ađra stöđu samfélagslega séđ en ţćr hafa lengstum haft, en er ţađ víst ađ ţađ sé ađ skila ţeim meiri hamingju og lífsfyllingu en konum á fyrri tíđ ? Ţađ er nú kannski fyrst og fremst spurningin sem svarar ţví hvađ hefur áunnist og hvort ţar sé um ađ rćđa raunhćfan lífsávinning fyrir konur ţegar á allt er litiđ ?

Í gamla daga var rómantískur blćr fegurđar og blíđu oftast tengdur viđ  kvenfólk međ einum eđa öđrum hćtti, og ef til vill hafa ömmur ţeirra kvenna sem nú eru upp á sitt besta veriđ ólíkt blíđari og kvenlegri í háttum en ţćr ?

Kvenréttindin hafa nefnilega komiđ ţví til leiđar ađ kona ţarf hreint ekki ađ vera neitt kvenleg nú til dags, ekki frekar en hún vill !

Menntađar konur á framavegi ganga nú um klćddar upp eins og aukaútgáfur af körlum á sömu braut. Ţađ er oft nokkuđ vandséđ hvernig finna á konuna í ţeirri mynd sem ţar er gefin !

Samlíkingin milli karlrembunnar og kvenrembunnar hefur á seinni árum orđiđ stöđugt sýnilegra fyrirbćri í hinu daglega lífi og ef einhver skilsmunur er ţar á, leikur kvenremban konuna líklega verr en karlremban karlinn !

En ţar sem ţađ er ótvírćđur hluti af réttindabaráttu kvenna nú á tímum, ađ fá ađ taka upp ósiđi karlmannsins, er líklega ekkert viđ ţví ađ segja !

Konur í dag eru sagđar miklu sjálfstćđari fyrir vikiđ og ţannig standa konum fyrri tíma miklu framar og margir trúa ţví ađ svo sé. Mín skođun er samt sú ađ ömmurnar hafi vinninginn ţegar á allt er litiđ, bćđi sem konur og manneskjur !

Metnađur kvenna ćtti ađ mínu viti ađ beinast sem mest ađ ţví ađ rćkta sem best hina kvenlegu eđliskosti anda, sálar og líkama, frekar en ađ eltast viđ ađ vera jafnokar karla á öllum sviđum og kannski helst á ţeim sviđum ţar sem ţeir hafa orđiđ sér mest til skammar.....!

Viđ sjáum ekki svo fá dćmin um ţađ í samtímanum !

Í dag reykja konur til jafns viđ karlmenn og jafnvel meira en ţeir. Í dag gćtu ţćr sumar hverjar drukkiđ karlana sína undir borđiđ ef ţeim sýndist svo. Ţćr geta bölvađ á viđ ţá og hafa jafnvel tileinkađ sér grófleika í orđum og gerđum sem varla ţekktist áđur međal kvenna -  og allt á ţetta víst ađ vera liđur í ţví ađ sanna sjálfstćđi og getu, ađ vera ţáttur í ţví sem sumir vilja kalla mannréttindabaráttu kvenna !

Í ýmsum sviđsverkum nú á tímum er konan farin ađ verđa ţetta allt sem ađ framan greinir. Ţar sannar hún líklega frelsi sitt en líka ţađ ađ hún kann ekkert betur međ ţađ ađ fara en karlmađurinn !

Hún er sjáanlega stöđugt ađ sanna ţađ sem táknmynd upp á sjálfstćđi sitt, ađ hún geti veriđ karlmanninum fremri - og ađ ţví er virđist - ekki síst í ósiđunum !

Já, konur í dag eru hreint ekki í ţeirri nöturlegu stöđu sem ţćr telja ađ ömmur ţeirra  hafi veriđ í, ţćr telja sig sannarlega ekki vera ţrćlkađar fyrri tíma konur.

Ţćr finna sig frjálsar, svo frjálsar ađ frelsi ţeirra verđur ţeim líklega ađ byrđi áđur en langt um líđur !

Og sumar ţeirra eru svo miklar kvenréttindakonur ađ allt annađ í lífinu fer framhjá ţeim. Ţćr eru í heilögu stríđi viđ karlaveldiđ, meintan yfirgang karla allar stundir. Ţćr ganga svo langt í hatrinu á bölvađri karlrembunni ađ ţćr fyllast bölvađri kvenrembu fyrir vikiđ !

En ţađ er ekki allt sem sýnist og ţađ er vert ađ hafa ţađ í huga, ađ hinar ágćtu fyrri tíma konur, ömmur ţeirra kvenna sem storma um lífssviđiđ í dag í fullum herklćđum, ţćr voru ţannig ađ gildi og gerđ, ađ ţćr höfđu alltaf eitt umfram allt annađ á hreinu -  nefnilega ţađ - ađ vera konur !

Og ţađ er hreint ekki lítilvćgt mál ađ hafa ţađ á hreinu !

Ţađ ađ vera kona og sá farvegur lífsins sem konan ein getur veriđ, er stórkostlegt hlutverk og ţví er međferđ konunnar á ţví hlutverki  einn skýrasti vitnisburđurinn um ţađ hvernig ástand samfélagsins er á hverjum tíma !

Sérhvert ţjóđfélag sem er haldiđ af Jessabel-anda er á röngum vegi og stefna ţess getur aldrei veriđ til góđs !

Ávinningur kvenna af völdum slíks andavalds er og verđur alltaf innantómur svika-fengur. Fylgja ţess býđur ađeins upp á óhamingju og einmanaleika fyrir mannlega sál ţó ađ yfirborđ lífsmálanna kunni oft ađ virđast glćst !

Hamingjuleiđ sérhvers samfélags liggur í gegnum heilbrigt samstarf karla og kvenna , ţví ađeins í einingu geta karlar og konur orđiđ samarfar ađ lífsins náđ og sannur farvegur blessunar fyrir framtíđ barna sinna !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 40
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 1315
  • Frá upphafi: 316234

Annađ

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1045
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband