Leita í fréttum mbl.is

Tíu prósenta ţjóđfélagiđ !

Á Íslandi hefur veriđ unniđ ađ ţví sem aldrei fyrr síđustu tuttugu og fimm árin eđa svo, fyrir atbeina auđvalds og frjálshyggju, ađ skapa hér ţjóđfélagsađstćđur sem ţjóni í einu og öllu hagsmunum 10 % ţjóđarinnar - ţeirra ríkustu !

Reyndar gćtu sumir sagt - eru ţađ ekki bara 5% eđa 7 %, en viđ skulum gefa okkur ađ vera rýmileg međ ţetta og segja 10%.

Ţannig var kvótakerfinu komiđ upp og síđan framsaliđ sett á, bankarnir einkavćddir frá ţjóđinni og síminn sömuleiđis.  Allt var ţetta sett upp til ađ ţjóna hagsmunum hinna allsráđandi tíu prósenta, kolkrabbanum, hinu marghöfđa kvótaskrímsli, fjármálamafíunni, eđa í stuttu máli sagt - hinum íslenska persónugervingi Mr. Hydes ! 

Miđađ viđ međferđ ráđamanna á íslensku samfélagi er mikil spurning hvort viđ hefđum nokkurntíma átt ađ skilja viđ danska ríkiđ og stofna hér til sjálfstćđs

ríkisbúskapar ? Sennilega hefđu lífskjör almennings orđiđ talsvert betri innan danska ríkisins enda hefur ţađ miklu frekar veriđ rekiđ á almennum og ţegnvćnum forsendum en ekki samkvćmt tíu prósenta sérgćđa-reglunni !

Dönsk yfirvöld bera höfuđ og herđar yfir íslensk yfirvöld út frá viđhorfi heildarhagsmuna.. Ţar eru yfirleitt ríkisstjórnir sem starfa fyrir ţjóđarhagsmuni en ekki sérhagsmuni, ţar eru ađ mestum hluta ţingmenn sem virđast skilja starf sitt mun betur en starfssystkin ţeirra hérlendis og ţar eru dómsstólar sem njóta mun meiri tiltrúar en dómsstólar hér á landi.

Og nú er talađ um ađ sníđa íslenska húsnćđislánakerfiđ eftir danskri fyrirmynd !

Ég segi bara, af hverju var ţađ ekki gert strax í byrjun, var ekki fullkomlega eđlilegt ađ skođa ţá fyrirmynd sem ţar var gefin - strax í upphafi ?

Jú, en ţađ var auđvitađ ekki hćgt vegna ţess ađ sérhagsmunirnir ţurftu sitt og almannahagsmunir urđu ađ víkja samkvćmt íslensku spillingar-reglunni !

Viđ erum lítil ţjóđ og megum ekki viđ ţví ađ viđhalda hér kerfi sem miđast allt viđ hagsmuni eins tíunda hlutar landsfólksins - sem jafnframt er auđvaldshítin í landinu !

Viđ megum ekki viđ ţví ađ skerđa sífellt lífskjör og velmegun ţeirra sem hafa skapađ hér öll gćđin međ ţví ađ hygla stöđugt og óaflátanlega gráđugum og heimtufrekum, sérútvöldum minnihluta ! Ţađ er í öllu siđlaust og ranglátt fyrirkomulag og í ţví felst glćpsamlegt misrétti gagnvart ţegnum landsins og eđlilegum mannréttindum ţeirra !

Íslenska ríkiskerfiđ ţarf mikillar uppstokkunar viđ og ţađ ţarf ađ gera ţađ miklu manneskjulegra en ţađ hefur veriđ. Ţetta skítfređna forréttindabákn ţarf ađ komast út úr kansellí-tímanum og skiljast frá steingerđri embćttismanna mafíu fortíđarinnar og fara ađ átta sig á ţví ađ ţađ ţarf ađ vera lifandi fyrirbćri međ ţjónustulund gagnvart almenningi, gagnvart fólkinu í landinu !

Ţetta langstađna tíu prósenta hagsmunakerfi er villa sem ţarf ađ leiđrétta, ţađ er löngu tímabćrt. Íslenska ţjóđin má ekki og á ekki ađ ţola ţađ misrétti lengur sem í ţví hefur falist og hefđi aldrei átt ađ líđa ţađ !

Ţađ er vissulega búiđ ađ arđrćna landslýđinn nóg undanfarna áratugi til ţess ađ sérgćđingsöflin geti makađ krókinn !

Hér eftir ţurfa alţjóđarhagsmunir ađ vera í fyrirrúmi. Skapa verđur ţađ öryggisumhverfi sem tryggir ađ hver mađur geti unniđ sitt lífsstarf í ţeirri trú ađ ţađ veiti honum og ţjóđ hans í heild lífvćnlegri undirstöđu.

Í ţví felist ađ hver mađur geti treyst ţví ađ grunninum sem hann leggur verđi ekki stoliđ af sérhagsmunaţjónandi stjórnkerfi eđa einhverjum blóđsjúgandi einkalögsögubarónum áđur en hann getur fariđ ađ byggja ofan á hann !

Lifum sem frjálst fólk í ţessu landi en ekki sem níutíu prósent kerfisáţjánarţýja sem ţrćla til ţess eins ađ 10 prósenta afćtuhyski geti lifađ hér í vellystingum pragtuglega !

Ţannig hefur fortíđin veriđ, ţrćlbundin, negld og njörvuđ og samofin stefnu sjálfstćđisflokksins, hagsmunagćslubandalags tíu prósentanna !

Látum ţá baneitruđu örlagastöđu ekki verđa framtíđina fyrir börn lands og ţjóđar !

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 330
  • Sl. viku: 1263
  • Frá upphafi: 316653

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 991
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband