Leita í fréttum mbl.is

Orđ í fullri meiningu ásamt vísum frá 2009 !

Ríkisstjórnin sem mynduđ var í vor lét fljótlega í ljós ţá skođun ađ hún hefđi tekiđ viđ mun lakara búi en hún hefđi búist viđ !

Ţađ var skrítin athugasemd frá mönnum sem áttu ađ vita glöggt um stöđu mála og gáfu meira ađ segja stór loforđ um lausn á ýmsum stćrstu vandamálunum sem hrjáđ hafa ţjóđina frá fyrri valdadögum ţeirra eigin flokka.

Og nú ţegar ţessir endursköpuđu Hrunverjar eru búnir ađ sitja út hveitibrauđsdaga sína ađ völdum, hafa ţeir eingöngu unniđ verk fyrir sig og sína, LÍÚ fékk sitt og ríka fólkiđ sitt, en almenningur bíđur enn eftir sínu.......

Og ţađ virđast bara fást lođin svör ţegar leitađ er eftir upplýsingum. Jafnvel Eygló Harđardóttir er farin ađ tala eins og véfréttin í Delí.

En ţar sem nýja stjórnin byrjađi strax á ţví ađ barma sér yfir verri stöđu en hún hélt ađ vćri til stađar, verđur mér hugsađ til ţess hvernig stađan var eftir hruniđ ţegar Jóhanna og Steingrímur urđu ađ taka viđ.

Áreiđanlega hefur engin ríkisstjórn á Íslandi tekiđ viđ ömurlegra ţjóđarbúi en Vinstri grćnir og Samfylkingin tóku viđ 2009, ţví allt var í rúst. Ţar varđ nánast ađ byrja á öllu frá grunni eftir viđskilnađ Hrunverjastjórnarinnar fyrri !

En ţrátt fyrir ţá stađreynd, leyfa Sigmundur Davíđ og Bjarni sér ţađ ađ segja ađ ţeir hafi búist viđ ađ taka viđ skárra búi en raun hefđi á orđiđ ! Hvađ meina ţeir ?

Bjuggust ţeir viđ ţví ađ Jóhanna og Steingrímur hefđu kippt öllu í lag á ţessum fjórum árum eftir hruniđ og unniđ ofurmannleg kraftaverk ?

Áttu ţeir bara ađ geta gengiđ inn í góđan ríkishag og byrjađ ađ spređa út rúllettupeningum í nýtt fjárhćttuspil ?

Ţađ eru miklir undarlegheita-vafningar í svona málflutningi og helst dettur manni í hug ađ ţessir silfurskeiđardrengir ríkisstjórnarinnar séu ţegar komnir á undanhald í sínum loforđaleik.

En ţađ mun brátt koma í ljós hvernig ţau mál öll fara !

Ég ćtla ađ bćta hér viđ vísum sem ég orti áriđ 2009 sem lýsa nokkuđ ţví ástandi sem blasti viđ ţá og ég ţori ekki ađ hugsa ţá hugsun til enda hvernig ástatt vćri fyrir landinu okkar í dag, ef nćgtanćrđir gullhreiđursgaukar eins og Sigmundur Davíđ og Bjarni hefđu tekiđ viđ stjórnartaumunum ţá !

-Stöđugreining mála Anno Domini 2009 -

Hels međ vođa herjar nú

hryllingur á ţjóđarbú.

Kreppa sćkir land og lýđ,

leiđir hug ađ fyrri tíđ !

 

Sveiflast flest í hringi hér,

hamingjan víst ţannig er.

Sér hún varpar sitt á hvađ,

síst hún velur fastan stađ !

 

Ţjóđarskútan berst viđ brot,

byrlaust er og stefnt í ţrot.

Hvergi er friđur nú til neins,

nístir oddur mistilteins !

 

Frjálshyggjunnar fantareiđ

fékk ađ ráđa öllu um skeiđ.

Ađ sér drógu alisvín

ofurlauna kjörin fín !

 

Óţjóđleg var iđjan sú,

engu skeytt um ţjóđarbú.

Grćđgi og hroka hamfarir

hófu villtar samfarir !

 

Gripinn sótt viđ gróđa raus

greindist margur heilalaus.

Verđbréf fóru vitiđ međ,

veđhjól Mammons öllu réđ !

 

Blóđsugurnar bölvađar

bankakerfis ölvađar,

ristu vítis rúnir ţćr

sem ráđiđ enginn mađur fćr !

 

Fjármálanna fyrirmenn,

flestir ţar í stöđum enn,

stóđu fremst í stappinu,

studdu ađ lófaklappinu !

 

Fjölmiđlarnir fóru geyst,

fáu verđur ţar nú treyst.

Fjarri hćfnis hófinu

hrundu ţeir á prófinu !

 

Spilavítis spillingin,

sperrileggja gyllingin,

féll um koll međ falskan glans,

fór svo beint til andsk..... !

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 207
  • Sl. sólarhring: 209
  • Sl. viku: 1228
  • Frá upphafi: 309922

Annađ

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 1056
  • Gestir í dag: 189
  • IP-tölur í dag: 187

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband