Leita í fréttum mbl.is

Tékkađ á Tékkum - trúarlega séđ - međ meiru !

Tékkar hafa löngum veriđ merk ţjóđ og hafa sýnt ţađ í mörgu. Ţeir hafa hinsvegar lengst af í aldanna rás orđiđ ađ lúta erlendum valdhöfum sem hafa reynst ţeim margir hverjir bölvađir kúgarar. Ţađ er frćgt í sögunni hvernig ţeir tóku upp málstađ Jóhanns Húss, eftir ađ hann hafđi veriđ svikinn af keisara og páfa og brenndur á báli 1415. Hússítastríđin fylgdu á eftir og Tékkar stóđu fast á trú sinni og unnu marga frćga sigra. En loks varđ óeining međal ţeirra til ţess ađ ţeir glötuđu áunnu sjálfstćđi sínu og mörg hörmungin fylgdi í kjölfariđ um langt skeiđ.

En áriđ 1918 var sjálfstćđisbarátta ţeirra loks borin fram til sigurs og Tékkar og Slóvakar mynduđu nýtt sjálfstćtt ríki í hjarta Evrópu. Bretar og Frakkar ábyrgđust sjálfstćđi hins nýja ríkis og fögnuđurinn var mikill. Hćfur og góđur mađur, Thomas Garrigue Masaryk var valinn forseti og uppbygging hins nýja ríkis var svo í fullum gangi nćstu árin.

En svo kom ađ ţeirri stund ađ Bretar og Frakkar töldu sig hafa ábyrgst of mikiđ og vildu sem oft áđur vita sem minnst af sínum fyrri orđum og gerđum.  Og sjálfstćđi Tékkóslóvakíu var svo í framhaldinu fórnađ á altari Nazista-Ţýskalands í Munchen sem alrćmt er. Eftir ţađ kom breski forsćtisráđherrann heim, lyfti pípuhattinum og sagđi viđ fólkiđ sem fagnađi honum : „ Sjá , ég fćri yđur friđ um vora daga !"

Ţetta urđu ađ einum örgustu öfugmćlum gervallrar mannkynssögunnar á nćstu misserum og síđan hefur Neville Chamberlain veriđ einn af ţeim forustumönnum Breta sem sjaldnast er minnst á og er ţađ skiljanlegt.

En Tékkóslóvakía varđ ađ nýju sjálfstćtt ríki í lok heimsstyrjaldarinnar síđari en ekki stóđ ţađ lengi. Stalín herti tökin á Austur Evrópu og landiđ lenti handan járntjaldsins og varđ ađ hlýđa sovéska valdinu. Svo kom Voriđ í Prag 1968, en innrás Sovétmanna batt enda á ţađ og áfram var frelsi landsins í frystingu eđa ţar til Austurblokkin féll og hvert ríki hennar fór sinn veg.

Tékkar og Slóvakar áttu ekki mikla samleiđ úr ţví og nú í dag er bćđi til Tékkland og Slóvakía, tvö ríki mynduđ úr fyrrum Tékkóslóvakíu. En ţó Tékkar hafi öđlast sjálfstćđi ađ nýju er ýmislegt frá fyrri tíđ sem virđist sitja eftir hjá ţeim.

Ţessi fyrrum trúheita ţjóđ sem fylgdi svo vel kenningum Jóhanns Húss um skilning á Guđs Orđi, virđist núorđiđ skeyta ákaflega lítiđ um sína kristnu arfleifđ. Skyldu ţađ geta veriđ innrćtt viđhorf sem Tékkar hafa ţegiđ frá tímum kommúnískrar stjórnar í landinu eđa er ţađ guđleysisandinn sem stöđugt vex í álfunni ?

Nú í dag eru Tékkar nefnilega taldir ein trúlausasta ţjóđ veraldar. Áriđ 1991 sögđust 39% Tékka vera rómversk-kaţólskir, mótmćlendur voru 3,9%, en í samsvarandi tölum frá 2011 segjast 10,3% Tékka vera rómversk-kaţólskir og 0,8% mótmćlendur. Afturförin hefur veriđ svona hröđ í ţessum málum. Ađeins 0,4% Tékka eru enn skráđir sem Hússítar. 34,2% Tékka sögđust áriđ 2011 vera trúlausir og 45,2% svöruđu engu til um trú sína !

Nokkur ţúsund múslíma eru í landinu en Búddistar ţó öllu fleiri, einkum vegna mikils innflutnings Víetnama til landsins á sínum tíma. Nokkur Búddha-musteri hafa ţegar veriđ byggđ, bćđi í Tékklandi og Slóvakíu. Viđ dvínandi kristin áhrif sćkja ţessi ađkomandi öfl á !

Áriđ 2010 sögđust 16% Tékka trúa ađ Guđ vćri til og er ţađ lćgsta tala sem ţekkist innan landa Evrópusambandsins, 44% sögđust trúa ađ einhver lífskraftur andlegs eđlis vćri til, en 37% sögđust hvorki trúa á Guđ eđa nokkuđ annađ !

Svona er nú komiđ fyrir ţjóđ píslarvottsins Jóhanns Húss ! Svo virđist sem trúleysisbođskapur kommúnista og Mammonsáróđur síđustu ára hafi skotiđ ţar svo djúpum rótum ađ ţjóđarsálin sé ţar öll undirlögđ. Ţađ er hryggilegt til ađ vita !

Afkristnun Evrópu er orđiđ meiriháttar vandamál. Trúarlegur, sögulegur og menningarlegur bakgrunnur álfunnar tengist fyrst og fremst kristindómnum. Ef ţau gildi sem viđ höfum fylgt um aldir verđa afnumin eđa einskisvirt, tekur eitthvađ annađ viđ og hvađ verđur ţađ ? Á ţá ađ umskrifa alla söguna samkvćmt nýjum forskriftum og eiga ţjóđir Evrópu ţá ađ glata öllum tengingum viđ ţađ sem var líf ţeirra og starf og finna sig hér eftir í trúarlegu, sögulegu og menningarlegu tómarúmi ?

Ţađ er löngu tímabćrt ađ snúa haldlítilli vörn í heilsteypta sókn í ţessum efnum og skilja ađ ţađ sem viđ eigum og höfum átt er ekki sjálfgefiđ, - ţađ verđur ađ berjast fyrir ţví ! Ţađ gildir ţví stöđugt ađ fólk haldi vöku sinni um daga og ekki síđur um myrkar nćtur ţegar hálfmáninn veđur í skýjum og öll önnur teikn eru á lofti um ađ hćtta sé á ferđum !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1465
  • Frá upphafi: 315635

Annađ

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1181
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband