Leita í fréttum mbl.is

Síđasta mikilmenniđ ?

Ţađ hefur löngum veriđ svo, ađ heimurinn hefur átt einstaklinga sem hafa risiđ svo hátt međ afrekum sínum, hetjuskap, göfugmennsku og fórnarlund, ađ ţeir hafa í augum milljóna orđiđ táknmynd um sannkallađ mikilmenni !

Tuttugasta öldin sýndi okkur allmarga slíka einstaklinga, viđ getum t.d. nefnt Fritjov Nansen, Albert Schweitzer, Móđir Teresu, Woodrow Wilson, Franklin D. Roosevelt, Winston Churchill, Vladimir Ilitsj Lenín, Mahatma Gandhi, David Ben-Gurion og Nelson Mandela. Allir ţessir einstaklingar heyra nú sögunni til og sá ţeirra er síđast kvaddi var Nelson Mandela sem lést í lok síđasta árs.

Og viđ burtför hans af ţessum heimi, vil ég spyrja, var hann síđasta mikilmenniđ ? Hvernig stendur á ţví ađ hvergi í heiminum er mađur međ slíkan eđa viđlíka orđstír uppistandandi í dag ? Hvernig eru ráđamenn í Suđur Afríku í dag, hafa ţeir tekiđ Mandela sér til fyrirmyndar ? Er Jakob Zuma einhver upprennandi Mandela ? Ég held ađ fáir myndu svara ţeirri spurningu játandi !

Hvađ međ Bandaríkin, hvernig stendur á ţví ađ ţar hafa kjörnir forsetar veriđ međalmennskan holdi klćdd um langt skeiđ ? Er ekki hćgt ađ skapa frambćrilegt mikilmenni í sjálfu heimalandi frelsisins ?

Hvađ međ gömlu stórveldin í Evrópu ? Ţar virđist ekki um auđugan garđ ađ gresja, ekkert virđist vera nema miđlungsmenn og ţađan af verra í forustu ţeirra. Getur einhver fundiđ mikilmenni í ţeim hópi, ég hefđi gaman ađ ţví ađ vita hver ţađ ćtti svo sem ađ vera ? Og ef viđ lítum til alţjóđlegs samstarfssviđs ţjóđa, eru einhverjir ţar sem hafa vakiđ sérstaka athygli fyrir stórbrotin tilţrif í starfi og háleitar hugmyndir um viđgang og heill mannkynsins ? Nei, Nei, Nei, síđur en svo !

Asía, Afríka, Suđur Ameríka, Ástralía, má finna einhversstađar í ţessum löndum nokkurn ţann leiđtoga sem nýtur álits um víđa veröld ? Ţar virđast allir í hversdagslegum sauđalitum međalmennskunnar og enginn er ţar sýnilegur ţungavigtarmađur áhrifa á heimsvísu !

Og Sameinuđu ţjóđirnar ? Hvar skyldu ţćr nú vera á vegi staddar í óstöđugum heimi, ţessi mikla von mannkynsins um miđja síđustu öld, sem fćdd var fram eftir blóđsúthellingar upp á 50-60 milljónir mannslífa ? Jú, fólk veit ekki lengur hvađ ađalritarinn heitir og er slétt sama um ţađ !

Í upphafi  voru ţó Sameinuđu ţjóđirnar og nöfn fyrstu ađalritaranna Trygve Lie og Dag Hammarskjöld á hvers manns vörum. Allir vissu hvađ ađalritari Sameinuđu ţjóđanna hét á ţeim tímum. En nú er ţetta allt gengiđ svo til baka, ađ ţađ er enginn ađ leggja ţađ á sig ađ muna hvađ einhver skrifstofublók vestur í Bandaríkjunum heitir ! Margir líta svo á ađ ţar sé bara enn einn borgaralegur búrhundur til stađar sem er áskrifandi ađ háu kaupi ţó hann geri ekki neitt  og enginn sjái lengur nein merki ţess ađ til ţess sé ćtlast !

Sameinuđu ţjóđirnar hafa falliđ á prófinu eins og Ţjóđabandalagiđ undanfari ţeirra, og nú er ţađ viđtekin skođun manna um heim allan, ađ ţar séu bara kerfisdruslur til stađar sem eru hvergi til nokkurs gagns !

Og enn spyr ég, hvar eru mikilmenni jarđar í dag ? Er kvenréttindahreyfingin kannski búin ađ koma sér upp einhverju mikilmenni ?  Nei, ónei, hvergi fć ég séđ ađ einhver von sé um slíkt á ţeim bć, ţó réttlćtisvaktin eigi víst ađ vera ţar til stađar á heimsvísu !

Ísland getur ekki heldur komiđ heiminum til bjargar varđandi ţessa ömurlegu vöntun, ţar sem ćtlađir heimsleiđtogar okkar, félagarnir Ólafur Ragnar og Davíđ, hafa báđir falliđ á prófinu, og eru ađeins skilgreindir sem mikilmenni í dag af ungum sjálfstćđismönnum, sem eru náttúrulega ekki marktćkir álitsgjafar !

Svo ţví miđur virđist stađreyndin ómótmćlanlega vera sú, ađ ţađ sé ekkert mikilmenni á lífi og til stađar í ţessari veraldarskonsu okkar nú ţegar Nelson Mandela er horfinn af sviđinu !

Í heimssögulegu samhengi, er ţađ furđulegt ađ viđ ein bestu menntunarskilyrđi sem til hafa veriđ á ţessari jörđ, skuli ekki hafa veriđ hćgt ađ skapa eitt einasta mikilmenni á undanförnum árum, mann sem nyti virđingar í dag um allan heim !

Er efniviđurinn virkilega orđinn svona lélegur ?

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 207
  • Sl. sólarhring: 210
  • Sl. viku: 1228
  • Frá upphafi: 309922

Annađ

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 1056
  • Gestir í dag: 189
  • IP-tölur í dag: 187

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband