Leita í fréttum mbl.is

Hanna Birna í haugasjó !

„Hamlar leki hugarró

í heimi gćfuslita.

Hanna Birna í haugasjó

hrekst á milli vita !"

Ţađ er víst alltaf hćgt ađ búast viđ snöggum og óvćntum veđrabreytingum í heimi stjórnmálanna. Ţar er sannarlega enginn annars bróđir í leik og systralagiđ ţarf sosum ekki ađ vera mikiđ betra. Stundum er einhverjum hampađ svo engu er líkt og svo snýst dćmiđ kannski viđ og skyndilega húrrar viđkomandi niđur tignartröppurnar eins og - framahyskiđ á Glćsivöllum - vilji hann fjandans til !

Náköld er Hemra og skjótt skipast veđur í lofti sem fyrr segir. Ţađ er ekki langt síđan Hanna Birna Kristjánsdóttir ţótti eitt frambćrilegasta foringjaefniđ í liđi sjálfstćđismanna og sumir vildu jafnvel skella henni beint í formannsstöđuna rétt fyrir síđustu kosningar. Ţá voru lekandi leiđindi í kringum Bjarna Ben og hann virtist í standandi vandrćđum međ stöđu sína innan flokksins, en Bjarna er sennilega ekki alls varnađ í klókindum og hann fann ráđiđ sem dugđi.

Hann kom klökkur í bragđi í sjónvarpiđ og sagđist vera farinn ađ hugsa sinn gang međ ađ hćtta, ef allir ćtluđu ađ vera vondir viđ hann áfram ? Og ţađ var eins og viđ manninn mćlt, öll gagnrýni á formanninn innan flokksins hvarf eins og dögg fyrir sólu, hjađnađi á svipstundu og varđ ađ engu. Ţađ sáu ţađ allir ađ ţađ var bara ekki hćgt - flokksins vegna - ađ henda honum út á síđustu stund fyrir kosningar !

Harđsólađir íhaldsnaggar eins og vesturfarinn Kári Lár, sem höfđu fariđ mikinn í gagnrýni á Bjarna, snerust heilan hring og fóru ađ lofsyngja Bjarna hástöfum. Formađurinn fékk uppskrúfađa stuđningsyfirlýsingu á flokkslegu fćribandi um - allt ađ ţví - ćvarandi hollustu. Ţađ voru engir vafningar í kringum ţađ mál !

Og nú er Hanna Birna komin í vanda og náttúrulega fer hún í spor Bjarna og talar fjálglega um ţađ, ađ hún ćtti kannski bara ađ hćtta í pólitík og finna sér annan vettvang til starfa. En samt undirstrikar hún ţađ klóklega ađ hún vilji auđvitađ vinna ţar sem hún geti best gagnast fólkinu í landinu og hagsmunum ţess !

En nú bregđur svo viđ ađ stuđningsyfirlýsingar viđ hana virđast ćtla ađ standa á sér, ađ minnsta kosti koma ţćr ekki fram á fćribandi eins og í tilfelli Bjarna, og ađ vísu byggist framvindan ekki eingöngu á afstöđu sjálfstćđismanna til málsins. En samt, ţađ er eins og eitthvađ vanti í myndina, kannski hefđi Hanna Birna átt ađ vera svolítiđ klökk í sjónvarpinu, kannski var ţađ ţađ sem vantađi til ađ viđsnúningur yrđi í málinu henni í vil ?

En ţađ gćti veriđ fleira sem hefur spillt ţar fyrir, kosningar eru til dćmis ekki yfirhangandi, svo hćttan á flokkslegu strandi í ţeim er ekki svo áţreifanleg - ţví miđur, en greinilegt er samt ađ Hanna Birna er í allt annarri og lakari stöđu ađ pólitískum styrk en hún var fyrir tiltölulega skömmum tíma. Hvađ skýrir svo skyndilegt bakslag - ţađ gćtu bara sumir haldiđ ađ manneskjan hefđi veriđ leidd í gildru og veriđ viljandi flćkt í gjörningum mistaka ? Sjálfsagt eru ţeir til innan sjálfstćđisflokksins sem grétu ţađ ţurrum tárum ađ hún hyrfi af vettvangi ţar !

Vera má ađ mćđa og neyđ

meinum fái hrannađ,

svo fallin stjarna flokks á leiđ

fari ađ hugsa um annađ !

Ţađ hefur oft sýnt sig ađ fólk sem kemur úr borgarstjórnarmálunum og jafnvel sem hálfgerđar stjörnur, virđist eiga erfitt međ ađ fóta sig á vćgast sagt hálum undirstöđuvelli ţjóđmálanna. Og ţađ má líka benda á, ađ kannski er Bjarna Ben ekki svo leitt sem hann lćtur, ţó ađ Hanna Birna verđi fyrir einhverju vinsćldasigi og kannski mćtti yrkja um ţađ í eftirfarandi dúr :

Heldur vćnkast Bjarna braut,

betra sér hann áriđ.

Kreppt er ađ hans keppinaut

kringum lekafáriđ !

Sumir hafa lýst yfir áhyggjum af stjórnsýslunni varđandi umrćtt mál og hef ég nú grun um ađ slíkar stađhćfingar séu yfirskynsblađur og ţeir sem ţannig tala séu öllu fremur áhugasamir um ţađ ađ nýta sér ţá möguleika sem máliđ gefur í pólitískum skilningi. En ţađ er ekkert nýtt ađ fólk í stjórnmálum beri fyrir sig lýđrćđislegar hugsjónir í orđi ţó ţađ hafi sjaldnast haft miklar áhyggjur af slíkum málum á borđi.

Lekamáliđ er á margan hátt fróđlegt mál og ţađ verđur athyglisvert ađ fylgjast međ ţví hvernig ţví reiđir af og hvort ţađ kemur til međ ađ hafa einhver áhrif til endurbóta í kerfislegum skilningi. Ég hef hinsvegar miklar efasemdir um ađ svo verđi. En ég held samt ađ ţjóđhagslega séđ sé miklu nauđsynlegra ađ laga til í kerfinu svo ţar sjáist bót á, en ađ kasta einhverri  manneskju sem er í pólitík - og hefur líklega gert ţar einhver mistök -  út í ystu myrkur og láta sem ţá sé öllu bjargađ !

Hanna Birna hefur í raun og veru ekki gert mikiđ af sér miđađ viđ ýmsa ađra sem komiđ hafa nálćgt stjórn landsmála á undanförnum árum og sumir unniđ ţar óţurftarverk ađ minni hyggju og komist upp međ ţađ allt of lengi !

Fyrir nokkrum dögum gerđi ég eftirfarandi vísur um ţađ mál sem ég hef rćtt hér og mér finnst fara vel á ţví ađ ljúka ţessum pistli međ ţeim :

Vex viđ Hönnu Birnu borđ

basl og sviti á enni.

Stundum er sem Stefáns orđ

steypi undan henni !

 

Misjafnt skilnings metiđ val

mun ţar sitthvađ kynna.

Hvernig ber ađ túlka tal

tveggja fullorđinna ?

 

Mörgum hjá er stríđiđ strangt,

sterkar taugar bila.

Hvađ er rétt og hvađ er rangt,

hvernig á ađ spila ?

 

Ljótt er ţegar lamađ traust

leggst í götu ţvera.

Regluverkiđ reglulaust

reynist stundum vera !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 1319
  • Frá upphafi: 316238

Annađ

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1047
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband