Leita í fréttum mbl.is

Óvinafagnađarofsi skáldsins !

Einar Kárason er einn af seinni tíma rithöfundum okkar sem hefur öđlast mikla viđurkenningu og líkast til ađ verđleikum. Skáldverk hans ţarf ekki ađ kynna íslenskri ţjóđ svo ţekkt eru ţau mörg hver. En ţađ er nú svo međ okkur mennina ađ öllum getur orđiđ á og stundum verđur jafnvel fimustu orđgörpum fótaskortur á tungunni eđa ţá ađ ţeir missa stjórn á skapi sínu og ţá verđa slysin.

En í stađ ţess ađ játa hreint og beint gerđa vitleysu, fara menn iđulega út í ţađ ađ afsaka máliđ og ţá vill ţađ oftast verđa međ heldur klaufalegum hćtti.

Ég hygg ađ Einari vini okkar hafi orđiđ ţetta á um daginn. Hann sagđi dálítiđ stór orđ um dálítiđ stóran hóp fólks í landinu. Svo ţegar viđbrögđin urđu nokkuđ mikil og sennilega meiri en Einar hefur búist viđ, bađst hann ađ lokum afsökunar á „litlum pistli“ og sérstaklega líklega orđinu „landsbyggđarhyski“ sem kom fyrir í texta hans !

Ţađ sjá ţađ náttúrulega allir ađ pistill sem flytur slíka umsögn er ekki lítill ađ efni og kannski sýnir hann líka hvernig sumir sem búa á tilteknu horni landsins tala stundum niđur til fólks úti á landi. Einar Kárason er ţađ vanur ţví ađ fjalla um texta ađ ţađ ţarf líklega hvorki ađ segja mér né öđrum ađ hann hafi ekki vitađ hvađ hann var ađ skrifa !

En ţarna ruddist hann fram á ritvöllinn, heldur herskár og ađ ţví er virtist reiđur, kannski veriđ búinn ađ liggja eitthvađ yfir Sturlungu, áđur en hann rauk í ađ skrifa ţennan pistil sinn, og ţar međ hugsanlega tekiđ óheppilegt miđ af framkomu sumra „höfđingjanna“ ţar.

En ţetta upphlaup Einars er bara nokkuđ sem snýr til hans aftur međ neikvćđum hćtti. Hann leggur međ svona framgangi ađeins vopn í hendur ţeim sem helst er kannski lítiđ um hann gefiđ, og sú skálmaldarhneigđ sem virđist hafa drottnađ yfir skilningarvitum hans viđ ritun umrćdds pistils, hefur greinilega leitt hann dómgreindarlega afvega.

Ég finn dálítiđ til međ skáldinu af ţeim sökum, ţví ađ Einar Kárason er nefnilega búinn ađ gera margt gott fyrir okkur sem höfum gaman ađ góđri ritmennt og auđvitađ viljum viđ ađ honum vegni vel og hann kunni sem best viđ sig á međal okkar og fari ekki – eins og sumir ađrir - ađ finna sig uppi á ofurháu fjalli og fari ţađan ađ tala niđur til okkar hinna !

Og ég get alveg bćtt ţví hér viđ, ađ ég ćtti kannski ekkert ađ vera ađ skrifa neitt sérstaklega um ţetta mál. Ţađ hafa Kári Gunnarsson og Sigurđur Sigurđarson gert međ prýđilegum hćtti og ţarf ţar í sjálfu sér engu viđ ađ bćta, en samt ćtla ég nú ađ leyfa mér ađ leggja orđ í belg, ekki síst vegna ţess ađ ég á nú ađ heita hluthafi í tilteknu hyskismengi, ţađ er ađ segja landsbyggđarmađur !

Í fyrsta lagi finnst mér ástćđa til ađ kveđa eina vísu beint til Einars Kárasonar :

Óvinafagnađur er ţađ klár

Einar – ađ ţylja slíkar spár,

jafnvel ţó mađur sé svaka sár,

ţví svoleiđis kallar bara á fár !

Og í öđru lagi finnst mér ástćđa til ađ kveđa ađra vísu beint til Einars Kárasonar :

Ţađ er nú Ofsi Einar minn

sem úthúđar dómgreind ţinni,

ađ meiđa í orđi mannskapinn

sem mćlist á landsbyggđinni !

Og í ţriđja lagi finnst mér ástćđa til ađ kveđa ţriđju vísuna beint til Einars Kárasonar:

Vont er ađ Skáld međ skerpu og dug

skammist í fólki af reiđum hug,

og taki upp á ţví međ töktum ţings

ađ tala niđur til almennings !

Og í fjórđa og síđasta lagi vil ég kveđa UM Einar Kárason eftirfarandi vísu:

Orđsins listir Einar kann,

ćfđur mjög í sproki.

En stundum sýnist svífa á hann

Samfylkingarhroki !

Og kannski var ţađ helsta ástćđan fyrir ţví ađ Einar vinur okkar hoppađi svona upp og tapađi sér eitt augnablik ! Hroki er alltaf slćmur hvar sem hann kemur fram í mannlegum samskiptum og ţetta afbrigđi hans sem líklega hrjáir Einar er af mörgum taliđ sérstaklega illvígt og hjá sumum allt ađ ţví ólćknandi !

Vonandi er ţó sýkingin ekki komin á svo hćttulegt stig hjá okkar manni og megi hann sem fyrst finna sér einhver bótalyf viđ ţessum fjanda og lifa svo eins og batnandi menn gera, sem átta sig allt í einu á ţví ađ ţeir eiga vini um allt land sem ástćđulaust sé ađ óvirđa !

Ég ćtla svo ađ ljúka ţessum - litla pistli - međ einni saklausri viđbótar-vísu :

Ţó margur skjóti fast – í geđi grettur,

og grafi undan stođum betri vonar,

lifa mun og leiđa hjá sér slettur,

landsbyggđarhyski Einars Kárasonar !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 321
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 1578
  • Frá upphafi: 316579

Annađ

  • Innlit í dag: 266
  • Innlit sl. viku: 1270
  • Gestir í dag: 252
  • IP-tölur í dag: 247

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband