Leita í fréttum mbl.is

Hvađ er íţróttamannslegt nú á dögum ?

Nú liggur nokkuđ ljóst fyrir ađ langt er hćgt ađ komast í handbolta međ tilstyrk fjármagnsins, einkum kannski ţegar allt er keypt, og eftir ţví sem sumir vilja halda fram, dómgćslumenn líka. Eftir einn tapleik gegn liđi Qatar var einn leikmađur spurđur hvađ honum hefđi fundist varđandi dómgćsluna ? Hann svarađi ađ hún hefđi ekki veriđ íţróttamannsleg !

Ţetta svar vakti mig nokkuđ frekar til umhugsunar um ţessa svokölluđu íţróttakappleiki. Hvađ skyldi nú vera á bak viđ hugtakiđ „íţróttamannslegt“ í dag ?

Ég hef ţađ nokkuđ á hreinu hvađ kallađist íţróttamannslegt hér áđur fyrr, en einhvernveginn finnst mér ađ hugtakiđ sé túlkađ međ öđru móti í dag og talsvert „frjálslegar“ en áđur fyrr. Ţađ breytist margt viđ inngöngu nýrra áhrifavalda á sviđiđ og alltumgrípandi Mammons-hugsunarháttur bćtir ekkert sviđ hvorki í íţróttum né öđru. En hvađ er annars íţróttamannslegt í dag ?

Er ţađ hugtak tengt viđ ólympískar dyggđir nú á tímum, ţjóđlega mannrćkt saman ber mens sana in corpore sano, heilbrigđ sál í hraustum líkama. Hvađ er í kortunum hvađ ţessi viđhorf snertir nú til dags og ţurfum viđ ekki ađ vita hvert viđ stefnum í ţessum efnum ?

Er ţađ íţróttamannslegt ađ keppa á íţróttamóti ţar sem mannvirki hafa veriđ byggđ upp međ blóđi drifnu ţrćlahaldi og tugir manna látiđ lífiđ fyrir vikiđ svo ţörf hinna ofmettuđu fyrir „brauđ og leiki“ sé rćkilega uppfyllt ?

Er ţađ íţróttamannslegt ađ almenn mannréttindi sumra séu gjörsamlega fótumtrođin svo ađ ađrir geti fengiđ athyglissjúkum metnađi sínum svalađ ?

Er ţađ íţróttamannslegt og ţá eitthvađ sem eingöngu á ađ eiga viđ evrópskar ţjóđir og ţá utan Evrópu sem eiga nćga peninga, ađ standa ađ hlutunum eins og bersýnilega hefur veriđ gert í Qatar ?

Er ţađ íţróttamannslegt ađ hinar miklu mannréttindaţjóđir Evrópu, sem telja sig vafalaust varđveita hinn eina sanna Ólympíuanda, gefa skít í ţađ hvernig stađiđ var ađ mótinu í Qatar og hundsa algerlega saklaust blóđ ţeirra sem ţar hafa orđiđ píslarvottar á altari grćđgi og metnađar olíuríkra oflćtisseggja ?

Svona mćtti lengi spyrja ţví sagan á bak viđ handboltamótiđ í Qatar er ađ mínu mati ljót og meira en ljót. Ég tel ađ hún ćtti ađ vera öllum sómakćrum mönnum andstyggđ og viđbjóđur. Hvernig er hćgt ađ fóđra heimsbyggđina á íţróttamóti sem kostađ hefur ótal mannslíf vegna algjörrar fyrirlitningar á mannrétti örsnauđra einstaklinga frá fátćkum löndum ?

Er andi Rómar svo ágengur ađ hann tređur Ólympíuandann algjörlega niđur ?

Hafa ţeir sem liđu píslarvćttisdauđa sem vinnuţrćlar í Qatar viđ ađ koma íţróttamannvirkjunum ţar upp fyrir stórmótiđ, ekki veriđ neyddir til ađ takast á hendur fyrri tíma hlutverk kristinna manna og gladiatora á leikvanginum í Róm, ađ vera ţvingađir til ađ verđa fórnfćringar til ađ gleđja lýđinn – og ađalinn ?

Erum viđ farin til baka eftir 2000 ára baráttu fyrir mennsku og byrjuđ á ţví ađ taka upp sömu grimmu ósiđina, bara međ meiri felumyndatćkni í farteskinu ?

Hverskonar fyrirbćri erum viđ mennirnir eiginlega ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 53
  • Sl. sólarhring: 440
  • Sl. viku: 1462
  • Frá upphafi: 315443

Annađ

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 1179
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband