Leita í fréttum mbl.is

Wolfowitz siđferđiđ

Ţegar George W. Bush varđ forseti Bandaríkjanna hérna um áriđ, illu heilli, fylgdi honum harđsnúin haukasveit inn í Hvíta húsiđ og brátt kom í ljós hverskonar liđ var ţar á ferđ. Donald Rumsfeld fékk Pentagon í sinn hlut og hans hćgri hönd ţar var Paul Wolfowitz. Mörg mistök Bandaríkjamanna í Írak má, ađ mati ýmissa sérfróđra manna, skrifa beint á reikning Rumsfelds, sem er talinn hrokafullur og yfirgangssamur mađur og lítiđ fyrir ađ hlusta á ađra.

En ţessi mannlýsing er ekki síđur talin eiga viđ fyrrum ađstođarmann Rumsfelds í Pentagon, fyrrnefndan Paul Wolfowitz. Fyrir tveimur árum var hann gerđur ađ forstjóra Alţjóđabankans, en međ ţeim gjörningi hefur Bush trúlega hugsađ sér ađ verđlauna ţennan alikálf sinn međ feitu embćtti og jafnframt kannski viljađ fćra hann ađeins til. Ýmsar harđlínu umsagnir Wolfowitz sem rötuđu til fjölmiđla beint eđa óbeint áttu ţađ nefnilega til ađ vekja upp meiri andúđ á stjórn Bush og var ţar ekki orđiđ á bćtandi.

Wolfowitz hóf feril sinn innan Alţjóđabankans međ ţví ađ krefjast tiltektar í flestum efnum og gekk hart fram í ţví ađ upprćta spillingu og tryggja í hvívetna siđlega framgöngu starfsfólks bankans. Ţađ var ađ minnsta kosti yfirlýst markmiđ hans á ţeim tímapunkti. Ekki hirti hann um ađ hafa samráđ viđ ađra í neinu varđandi ţessa tiltekt, enda vanur ţví ađ fara sínu fram. Ţótti samt sumum í byrjun sem ţarna vćri ekki svo illa af stađ fariđ og full ţörf vćri á breytingum til batnađar í starfsháttum bankans.

En svo fór ýmislegt ađ koma í ljós sem sýndi svo ekki varđ um villst ađ umrćddur Paul Wolfowitz var ekki beint sjálfum sér samkvćmur í ţessari  herferđ sinni gegn spillingu og siđleysi. Hann réđ tvo félaga sína úr Bush-flokknum sem sína helstu ráđgjafa innan bankans og skenkti ţeim verulega kauphćkkun. Hann sá til ţess ađ ástkona hans, sem starfađi hjá bankanum, fengi heilmikla launahćkkun ţó hún hćtti störfum hjá bankanum og fćri til starfa í utanríkisráđuneyti Bandaríkjanna. Ekki ţótti hćfa ađ hún starfađi áfram hjá bankanum eftir ađ Wolfowitz tók ţar viđ forráđum, en bankinn tók hinsvegar ađ sér ađ greiđa laun hennar hjá utanríkisráđuneytinu til nćstu 5 ára og ţau voru jafnframt hćkkuđ sem fyrr segir. Wolfowitz sá sjálfur um ţessar ákvarđanir og virđist ekki hafa veriđ smátćkur á fé bankans í ţessu augljósa hyglingarmáli.

Launahćkkunin var slík ađ á ársgrundvelli virđist hún nema ríflega tvöfaldri launahćkkun annarra starfsmanna bankans. Auk ţess hefur komiđ í ljós ađ snúi blessuđ konan aftur til bankans eftir 5 ár, fćr hún stöđuhćkkun og getur hugsanlega orđiđ ađstođarbankastjóri áriđ 2015. Ţess ber ennfremur ađ geta ađ hún hefur ađ öllum líkindum hćrri laun í utanríkisráđuneyti Bandaríkjanna en sjálfur utanríkisráđherrann Condoleeza Rice ! Ástkonu Wolfowitz bankastjóra hefur ţví greinilega ekki veriđ í kot vísađ međ kjör og kosti, eins og stađreyndir málsins sýna og sanna.

En Wolfowitz hefur hinsvegar orđiđ ber ađ ţví ađ viđhafa tvöfalt siđferđismat í afstöđu til mála. Hann herjar á ađra fyrir spillingu en virđist hiklaust brjóta hinar siđferđilegu reglur ţegar ţađ hentar honum og hans skylduliđi. Fyrir hann og ţá sem hann tekur ađ sér gildir einn rúmur mćlikvarđi, fyrir ađra ţröngur og strangur mćlikvarđi. “Oh, how American !“, gćti einhver freistast til ađ segja í ţessu sambandi.

Ţađ er í fyllsta mćli undarlegt ţegar hálćrđur haukur á borđ viđ Wolfowitz blćs til sóknar gegn spillingu og ţykist vera í einhverskonar krossferđ gegn röngum starfsháttum, en reynist svo sjálfur ekki virđingarverđari persóna en ţetta. Er mađurinn gjörsamlega dómgreindarlaus ?

Paul Wolfowitz hefur sjáanlega opinberađ sína eđlis innréttingu í ţessu máli og hún virđist ekki traustlega smíđuđ ađ siđferđi, réttlćtistilfinningu og sanngirni. Hann virđist vissulega eiga margt og mikiđ sameiginlegt međ ţeim Bush og Rumsfeld – ţađ mćtti halda ađ allir ţessir menn hefđu ţađ beinlínis ađ markmiđi ađ koma óorđi á Bandaríkin, ţví ţannig hafa verk ţeirra komiđ milljónum manna fyrir sjónir. Bandaríkin ţurfa svo sannarlega á leiđtogum ađ halda sem eru af öđru og betra tagi en ţessir menn.

Framganga Wolfowitz hefur veriđ međ undarlegum hćtti á ýmsum tímum. Sagt er t.d. ađ ţekktur Bandaríkjamađur sem sat fund međ honum, líklega skömmu eftir árásina á tvíburaturnana, hafi eftir á sagst hafa fariđ ađ velta ţví alvarlega fyrir sér hvort hann vćri “ really on our side “ !
Dómgreindarbrestur Wolfowitz í ţví máli sem hér hefur veriđ reifađ er slíkur, ađ allt virđist mćla eindregiđ međ ţví ađ hann verđi settur af sem forstjóri Alţjóđabankans. Trúlegt ţykir hinsvegar ađ Bush forseti muni halda verndarhendi sinni yfir ţessum samverkamanni sínum fram í bláan dauđann, jafnvel ţótt ljóst sé ađ Wolfowitz hafi ekki komiđ fram sem heppilegur fulltrúi fyrir Bandaríkin í starfi sínu.

Menn sem ganga fram í nafni tiltekins ríkis í störfum sínum, verđa jafnan ađ skilja ţađ, ađ athafnir ţeirra, ef slćmar eru, varpa rýrđ á ţann skjöld sem borinn er fyrir ţeim. Paul Wolfowitz virđist hinsvegar ekki hafa skiliđ ţann sannleika og ţví miđur er alls konar Wolfowitz siđferđi í fullum gangi víđa um heim.

Menn geta svo rétt ímyndađ sér hvílíkan skađa slíkt framferđi vinnur ţeim gildum sem allir ćttu ađ virđa. Ţegar mađur veltir ţessu máli fyrir sér, fer mađur óneitanlega ađ hugleiđa hverju megi búast viđ af smáfuglunum ţegar haukarnir hegđa sér međ ţessum hćtti ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 103
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 1353
  • Frá upphafi: 316743

Annađ

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 1047
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband