Leita í fréttum mbl.is

Pírata-púđurkellingin !

Ţađ hefur sýnt sig á undanförnum vikum ađ ţreyta kjósenda á ómerkilegum pólitíkusum og spilltum flokkum er sívaxandi vandamál í lýđrćđislegum skilningi á Íslandi. Nú er svo komiđ ađ skođanakannanir sýna pírata međ yfirgnćfandi fylgisaukningu og virđist klárt mál ađ ţeir hagnist á vantraustinu sem kjósendur bera til hinna flokkanna. Ţarf víst engan ađ undra ţó ţađ vantraust sé til stađar eftir allt ţađ sem á undan er gengiđ !

En af hverju skyldi fólk telja pírata frambćrilegan valkost í stjórnmálalegum skilningi ? Hvađ hafa ţeir til ţess unniđ ađ fá slíka fylgisaukningu ? Ţví verđur ađ svara eins og sannleikurinn býđur, ađ verđleikarnir til ţess eru hreint ekki miklir !

En líklega snýst ţetta ekki mikiđ um gildi pírata, heldur öllu fremur um djúpstćđan leiđa kjósenda á fjórflokknum alrćmda og öllum flokksbrotum hans og pólitískum birtingarmyndum. Ţađ sem gerđist í borgarmálunum í kringum Jón Gnarr er líklegast bara ađ sýna sig í ţjóđmálunum og auđvitađ gegna píratar ţar hlutverki Jóns !

Menn hafa komiđ fram á undanförnum árum međ miklum lýđskrumshćtti og bođađ til dćmis Bjarta framtíđ og hverjir eru ţeir, jú, hlaupakettir og framagosar úr Framsókn og Samfylkingu sem hafa nákvćmlega ekkert nýtt til málanna ađ leggja !

Ţó einhver kunni ađ geta vísađ til ţess ađ hann hafi átt föđur og afa sem hafi veriđ forsćtisráđherrar, segir ţađ ekki neitt um eigin hćfni viđkomandi manns til verka. Og lýđskrum er aldrei endingargott veganesti í pólitík – jafnvel ekki međ Marshall-hjálp !

Sigmundur Davíđ og Bjarni Ben eru ţegar fallnar stjörnur. Ţeir munu ţó líklega hanga viđ völd út kjörtímabiliđ en meginhluti fólksins í landinu hefur nú fengiđ skömm á ţeim og ţađ ađ verđleikum. Ţessir menn töluđu hátt fyrir síđustu kosningar og ţóttust ćtla ađ kippa flestu í lag og hafa ráđ til ţess. Ţeir hafa ţó fyrst og fremst komiđ til móts viđ ţarfir sinna líka, ţeirra ríkustu í landinu !

Ferill ţeirra byrjađi, samkvćmt ţví sem fyrir liggur, á ţví ađ endurgjalda einni verstu auđklíku landsins stórfelld framlög í kosningasjóđi og samt sögđust ţeir hafa búist viđ ţví ađ koma ađ betra búi en orđiđ hafi. Ţeir sögđust sem sagt hafa gert ráđ fyrir ađ Steingrímur og Jóhanna hefđu veriđ búin ađ laga betur til eftir fyrri valdatíma flokka ţeirra sem skildu ţá viđ allt í rúst !

Ég er ekki viss um ađ Skallagrímur og Grákolla hafi fengiđ öllu meira hrós en ţetta ţó ţađ hafi auđvitađ ekki veriđ meint sem slíkt. En mönnum sem er mikiđ niđri fyrir, verđur ţađ stundum á ađ segja sannleikann óvart ţó ţeir hafi ekki iđkađ ţađ mikiđ áđur !

Álagningarseđlar fólks sem nú eru ađ skila sér í hús segja sitt um skattastefnu Bjarna Ben & Co, hvernig allt ţyngist á ţeim sem minna hafa međan hyglingarstefnan eykst ţegjandi og hljóđalaust í ţágu auđvaldsins í landinu. Og víst er ţađ ţyngra en tárum taki ađ almenningur skuli hafa kosiđ ţetta blóđsuguliđ yfir sig í síđustu kosningum í von um vćnni hag !!!

En Píratar, hverskonar fyrirbćri er ţađ eiginlega ? Er ţar um ađ rćđa einhverskonar alţjóđlegan frelsisflokk varđandi eitt og annađ sem í sjálfu sér er kannski mikiđ til ótengt íslenskum ríkisbúskap og ţjóđlegum velfarnađi ? Hvađ hugsa píratar annars um íslenskt samfélag eđa hugsa ţeir eitthvađ um ţađ ? Eru ţeir ekki bara ađ fimbulfamba eitthvađ í útópíulegri hnattrćnudellu ? Eru píratar líklegir til ađ leysa einhver af ţeim samfélagslegu vandamálum sem eru til stórrar bölvunar á Íslandi í dag ? Vita menn til ţess ađ birgittulegt blađur hafi lagt ţar eitthvađ marktćkt til mála ?

Vissulega ţarf nýtt blóđ í íslensk stjórnmál, en fyrst og fremst hreint blóđ og óspillt. Rennur slíkt blóđ um ćđar pírata, hafa ţeir einhvern brennandi áhuga fyrir ţví ađ leysa ţjóđleg vandamál okkar og axla ţá ábyrgđ sem til ţess ţarf ? Ég hef ţví miđur ekki séđ eđa heyrt neitt til ţeirra sem segir mér ađ ţeir séu viljugir til ađ vera vökumenn ţjóđlegs frelsis og velferđar í ţessu sísjúka efnahagsvandrćđalandi !

Ţó ég geti tekiđ mig til dćmis sem mann sem hefur fengiđ margfalda skömm á Sigmundi Davíđ og Bjarna Ben, sé ég samt ekki nokkra glóru í ţví ađ fara ađ kjósa pírata til ađ stađfesta ţađ. Ég vil enga pírata á ţjóđţingi Íslands, hvorki ţá sem kalla sig ţađ eđa ţá sem eru ţađ í raun en kalla sig eitthvađ annađ. Mćtti ekki fćra römmustu rök fyrir ţví ađ Sigmundur Davíđ og Bjarni Ben séu báđir píratar og blóđbrćđur verstu sjórćningja Íslandssögunnar ?

En ţćr hafa veriđ nokkuđ margar púđurkellingarnar í íslenskri stjórnmálasögu hingađ til sem sprungiđ hafa međ hvelli og svo ekki söguna meir. Skyldi pírata-uppmćlingin ekki bara vera enn ein púđurkellingin, enn einn hvellurinn sem engu skilar ? Ekki hef ég trú á ţví ađ frá herbúđum ţeirra renni upp dagur fyrir framgang Íslandsmála !

Skyldu kjósendur ćtla ađ dansa áfram í blindni međ fjöregg frelsis og manndáđa í ţessu landi og henda ţví áfram í ábyrgđarleysi út og suđur ?

Lítiđ virđist lćrast enn sem fyrr af reynslunni !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 1260
  • Frá upphafi: 316650

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 988
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband