Leita í fréttum mbl.is

AĐ LOKNUM KOSNINGUM

Fyrir kosningar hefur ţađ veriđ föst venja pólitískra forsvarsmanna ađ lýsa ţví yfir ađ ţeir gangi óbundnir til kosninganna. Ţađ gefur ţeim auđvitađ mesta svigrúmiđ til komandi leikbragđa. Ţađ er talađ fjálglega um ađ ţjóđin felli sinn dóm og ţeim dómi verđi skilyrđislaust ađ hlíta o.s.frv.

Síđan er kosiđ og svo byrja menn ađ lesa sitt út úr tölunum. Og ţá kemur oftast í ljós ađ allir telja sig hafa unniđ einhvern sigur. Ţeir sem hafa augljóslega bćtt viđ sig varđandi atkvćđamagn eđa ţingmannatölu, tala hástemmt um sigur, hinir sem hafa tapađ fylgi eđa mönnum, tala um varnarsigur. Enginn talar um ósigur nema ţá fréttamenn sem eru ađ reyna ađ fá fram afgerandi viđbrögđ.

Međ öđrum orđum, ţá er iđulega forđast ađ tala um hlutina eins og ţeir eru. Ţegar veruleikinn býđur ađeins upp á eitthvađ óskemmtilegt er ćđi oft reynt ađ gera hann skemmtilegri međ tilkomu lyginnar. En slíkt er engum til sóma.

Nú liggur fyrir ađ úrslit kosninganna skila ótvírćđum ávinningi til vinstri grćnna og sjálfstćđismanna, frjálslyndir standa í stađ, Samfylkingin tapar og Framsókn geldur afhrođ. Hver eru ţá skilabođin ?

Stjórnin er fallin í ţeim skilningi ađ hún hefur minnihluta atkvćđa á bak viđ sig og getur ekki haldiđ áfram nema međ ţví ađ ganga ţvert gegn ţeim vilja sem kemur fram í úrslitunum. Ţjóđin vill skýlaust ađ Framsókn fari í endurhćfingu.

Hinsvegar er ekki hćgt ađ neita ţví ađ Sjálfstćđisflokkurinn hefur fengiđ endurnýjađ umbođ frá ţjóđinni til ţátttöku í landsstjórninni. Mér er ţađ enganveginn geđfellt ađ líta ţá stöđu mála en ţannig er hún engu ađ síđur.

Samstjórn sjálfstćđismanna og vinstri grćnna er ţađ sem ţjóđarviljinn kallar eftir í ţessum kosningum. Ţađ er ekkert vafamál !

Hinsvegar ţarf nokkuđ til ađ ţessir flokkar fari í samstarf og vandséđar góđar lausnir í ţeim efnum, ţó ađ nokkurt traust kunni ţegar ađ vera til stađar milli helstu foringjanna.

En hitt er á tćru, ađ Samfylkingin vill ákveđiđ fara í stjórn međ Sjálfstćđisflokknum og er trúlega til í ađ kosta nokkuđ miklu til. Ţar er mikiđ hungur eftir stjórnarstólum ţó vonin um forsćtisráđherrastólinn sé vafalítiđ úr sögunni.

Flokkurinn fékk enganveginn ţá útkomu sem vonast var eftir, en Ingibjörg Sólrún greip auđvitađ til ţess gamla ráđs ađ tala um “ varnarsigur “ og nokkuđ viđunandi sigur miđađ viđ ţađ sem komiđ hefđi fram í óhagstćđum skođanakönnunum einhverjum vikum fyrir kjördag.

Ţar viđhefur hún auđvitađ ekkert nema fyrirsláttartal, ţví Samfylkingin tapađi í ţessum kosningum og niđurstađan elur enn á heift margra í flokknum gegn vinstri grćnum, sem alltaf hafa veriđ álitnir svikarar viđ einingarmál vinstri manna. Ţeir eru margir í Samfylkingunni sem geta bara alls ekki áttađ sig á ţví eđa viđurkennt á nokkurn hátt ađ vinstri grćnir eigi tilverurétt.

Forusta Samfylkingarinnar var ţví örugglega aldrei međ ţađ í huga ađ taka heilshugar ţátt í myndun ţriggja flokka vinstri stjórnar. Ćtlunin var sennilega ađ láta umrćđur stranda á afstöđu frjálslyndra til innflytjenda, ţó í raun vćri ástćđan einfaldlega sú ađ Samfylkingin vill ekki samstarf viđ vinstri grćna.

Samfylkingin mun ţví áreiđanlega reiđubúin til ađ ganga langt til móts viđ íhaldiđ til ađ forđa ţví ađ ţađ reyni stjórnarmyndun međ vinstri grćnum.

En ţađ breytir ekki ţeirri stađreynd, ađ skýrustu skilabođin sem lesa má út úr niđurstöđu kosninganna, er einmitt ađ reynt verđi ađ koma á samstjórn Sjálfstćđisflokks og vinstri grćnna

Ţannig er ţađ - hversu ógeđfellt sem okkur mörgum hverjum kann ađ finnast ţađ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 39
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 1314
  • Frá upphafi: 316233

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 1044
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband