Leita í fréttum mbl.is

Stađreyndir um stöđu innflytjendamála í Svíţjóđ !

Íslensk stjórnvöld hafa jafnan fylgt nokkuđ ţví sem Danmörk, Noregur og Svíţjóđ hafa gert í sínum samfélagsmálum, ţó oft ţannig ađ rekja af mestu nákvćmni vitleysurnar sem ţessar frćndţjóđir okkar hafa gert en sýnt minni kostgćfni viđ ađ fylgja ţví sem ţćr hafa gott gert sem er auđvitađ margt og mikiđ. Innflytjendamálin í framangreindum löndum eru gjörsamlega komin í stjórnlausan óskapnađ sem aldrei getur endađ vel. Ţar hafa margir lagt óábyrgar hendur ađ verki ţó sósíaldemókratar eigi líklega mesta sök á ţví hvernig stađa umrćddra mála er orđin hjá ţessum ţjóđum.

Í ţessum pistli ćtla ég ađ rćđa nokkuđ stöđu ţessara mála í Svíţjóđ eftir heimildum sem ég tek gildar. Svíar eru líklega sem stendur í verstu stöđunni á Norđurlöndum hvađ ţessi mál varđar. Efnahagslegur kostnađur og útgjöld sćnska ríkisins vegna innflutnings fólks nemur ţegar tugum milljarđa sćnskra króna. Og ekkert bendir til ţess ađ ástandiđ komi til međ ađ batna. Fimmti hver borgari í Svíţjóđ er innflytjandi af fyrstu eđa annarri kynslóđ. Reiknađ hefur veriđ út ađ međ óbreyttum forsendum verđi Svíar orđnir minnihluti í eigin landi áriđ 2056. Er ţađ sú framtíđ sem sćnska ţjóđin stefnir ađ ?

Fjölgun sérsamfélaga, ţađ er svćđa ţar sem innflytjendur af sama uppruna hópast saman, hefur stóraukist í landinu. Lokađasta sérsamfélag í Skandinavíu er sennilega borgarhlutinn Rosengard í Malmö, ţar er rúmlega 90% íbúanna upprunnir frá löndum utan Vesturlanda, flestir Arabar. Í Malmö er um helmingur íbúanna innflytjendur og borgin er hrópandi dćmi um andstćđu ađlögunar. Hún er risavaxiđ minnismerki um misheppnađa innflytjenda og ađlögunarstefnu sćnskra stjórnvalda.

Ástandiđ í Rosengard er ţannig ađ borgarhlutinn hefur snúiđ baki viđ Svíţjóđ og fer sínar eigin leiđir í málum. Malmö er ađ verđa fyrsta borgin í Svíţjóđ sem er ađ tapast í hendur annars valds en ţess sem stjórna á landinu. Lögreglan er ráđţrota og viđurkennir ađ hún hafi ekki stjórn á málum í Malmö. Glćpir og ofbeldi hafa margfaldast. Fjöldi nauđgana međ grófu ofbeldi hefur tvöfaldast á tíu árum ţar. Lögreglan ţyrfti sjálf líklega hervernd til ađ geta haldiđ uppi lögum í Malmö međ eđlilegum hćtti.

Á 14 árum hefur utanveltusvćđum í Svíţjóđ fjölgađ úr 3 í 136. Nauđganir á börnum hafa stóraukist. Opinber rannsókn hefur sýnt hverjir standa á bak viđ mestan hluta grófs ofbeldis, morđa og nauđgana. Ţađ eru karlmenn frá Miđausturlöndum, Norđur-Afríku og Tyrklandi. Flest fórnarlömb nauđgana eru sćnskar stúlkur, allt niđur í börn. Fólk er hćtt ađ ţora ađ fara út á kvöldin í mörgum sćnskum borgum. Átta af hverjum tíu stúlkum segjast ekki ţora ţví.

Íslamistar hafa komiđ sér upp sterkri stöđu í Svíţjóđ og ganga ţar sífellt á lagiđ. Stćrsti söfnuđur ţeirra ţar, Sveriges Muslimske Forbund međ um 70.000 međlimi, hefur krafist sérlaga í mörgum málaflokkum fyrir múslima. Einnig hefur ţess veriđ krafist ađ söfnuđir múslima fái vaxtalaus lán til ađ byggja moskur og múslimskir ímanar fái ađ kenna í skólum landsins. Arabíska er orđiđ kennslumál í skólum í Malmö og fjölmörg börn ţar tala eingöngu arabísku ţó fćdd séu í Svíţjóđ.

Gyđingahatur hefur vaxiđ mikiđ í Svíţjóđ og helst í hendur viđ aukinn fjölda múslima ţar sem er nú talinn vera um hálf milljón manna. Ţeir sem gerst til ţekkja telja ađ Svíţjóđ sé eitt skýrasta dćmiđ í Evrópu ţar sem innflutningur fólks hefur veriđ svo mikill ađ hann hefur fariđ langt fram úr getu samfélagsins til ađ taka á móti. Straumurinn kaffćrđi kerfiđ og hefur nánast haldiđ ţví í kafi til ţessa.

Nú er Svíţjóđ ríki sem á í miklum erfiđleikum međ ađ tryggja grundvallaröryggi í landinu, verndun eigin barna og kvenna. Samfélagsleg eining er ađ brotna niđur og hér hafa bara veriđ settar fram stađreyndir sem sýna hvernig fjölmenningardekriđ og botnlaus umburđarlyndisheimskan hefur leikiđ sćnska velferđarríkiđ á tiltölulega stuttum tíma. MÁL ER Ađ LINNI !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 177
  • Sl. viku: 1037
  • Frá upphafi: 309929

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 910
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband