Leita í fréttum mbl.is

Vegur morđingjans !

 

Ritningin segir okkur, ađ Kain, frumburđur frumforeldra okkar Adams og Evu, hafi gerst morđingi og ţađ bróđurmorđingi. Ţriđja manneskjan sem gekk um á ţessari jörđu var sem sagt hinn versti manndrápari samkvćmt sköpunarsögunni. Viđ ţekkjum öll orđtakiđ “ Adam var ekki lengi í Paradís “ en orsök brottvísunar hans ţađan var óhlýđni viđ settar reglur !

 

Kain sonur Adams var heldur ekki hlýđinn, hann fór sínar eigin leiđir. Hann sinnti ekki bođum Guđs. Abel bróđir hans var hinsvegar hlýđinn og heill í hjarta gagnvart Guđi. Hann var fulltrúi sćđis konunnar en Kain var fulltrúi sćđis höggormsins !

 

Billy Graham sagđi á sínum tíma, “ađ Kain vćri húsameistari menningar nútímans. Hann hefđi veriđ sjálfum sér nógur efnishyggjumađur og trúrćkinn manndýrkunarmađur” !

Kain afneitađi opinberun ţeirri um hjálprćđi sem gefin var Adam. Hann reisti ađ vísu Guđi altari en hann lagđi á ţađ tákn um eigiđ erfiđi og sjálfsréttlćtingu, sem samsvarađi ţví ađ hjálprćđiđ fengist vegna verkanna. Hann varđ ţannig fyrirmynd allra ţeirra manna sem dirfast ađ koma fram fyrir Guđ međ mannlegan hroka í farteskinu !

 

Tvćr leiđir hafa allt frá upphafi legiđ í gegnum sögu mannkynsins. Önnur er vegur Kains, trúarbrögđ mannlegs eđlis, međ mannlega endurlausn, sem reiđir sig á manninn einan og hafnar stađgöngumanninum sem Guđ gaf – Jesú Kristi !

Vegur Kains gerir Guđ mannlegan og manninn guđlegan. Vegur Kains er vegur efnishyggju, heimshyggju og manndýrkunar, vegur sjálfsréttlćtingar og hroka. Ţar er enginn skilningur fyrir hendi á mikilleika Guđs eđa heilshugar lotning fyrir Almćttinu !

Hin leiđin er vegur Abels, vegur auđmjúkrar viđurkenningar ţess ađ óhlýđni verskuldar dauđa, ađ sérhver brotamađur verđi ađ treysta á fórn Guđs sér til endurlausnar og lífs. Fórn Abels varđ táknmynd dauđa Krists !

 

Til eru menn sem segja ađ heimurinn hafi reynt kristindóminn en hann hafi brugđist eins og allt annađ. En stađreyndin er sú ađ ţađ er enganveginn sök kristindómsins ţótt heiminum hafi ekki fariđ fram ađ siđferđi.

Siđferđileg hnignun er hinsvegar óhjákvćmileg niđurstađa mála ţegar menn leitast ekki viđ ađ fćra sér ţađ í nyt sem kristindómurinn gefur, ţegar hinar andlegu gjafir hans eru forsmáđar.

Ţetta sá enski rithöfundurinn G. K. Chesterton og sagđi fyrir rúmri öld: “Kristindómshugsjónin hefur ekki veriđ reynd, og hún hefur ţví ekki reynst léttvćg. Ţađ hefur sést ađ hún er erfiđ og hún hefur ţví veriđ látin óreynd !”

 

Billy Graham hefur skýrt ţessi mál vel í bókum sínum og minnir fast á sígild varnađarorđ Ritningarinnar : “Ver viđbúinn ađ mćta Guđi ţínum !”

Sumir telja sig sannarlega hugsa vel fyrir öllu, lögfrćđingar ţaulkanna réttarfarsleg deilumál, fjármálamenn úthugsa sín mál og pólitíkusar reyna ađ tryggja sig og sinn framgang í bak og fyrir, en fćstir hugsa um höfuđmál tilverunnar, hvernig ţeir eigi ađ undirbúa sig fyrir óhjákvćmilegt stefnumót sitt viđ Skaparann, Dómarann sjálfan !

 

Cesare Borgia sagđi á dauđastund sinni: “Ég hef hugsađ fyrir öllu um dagana nema dauđanum og nú, ć, ég er ađ deyja algerlega óundirbúinn !”

Margir hafa lýst ţví yfir á síđustu lífsstundum sínum, ađ ţeir finni til ţess ađ ţeir séu glatađir ţví ţeir hafi ekki ratađ inn á veg hjálprćđisins og viđurkennt ţann sem sagđi: “ Ég er Vegurinn, Sannleikurinn og Lífiđ, enginn kemur til Föđurins nema fyrir mig !”

 

Vegur hins fyrsta morđingja er margra vegur. Kainsmerkiđ bera ţeir sem setja manninn upp fyrir Guđ og dýrka hiđ forgengilega í blindni međan náđartími ţeirra er ađ renna út ađ eilífu !

En Kristur sagđi: “ Sá sem trúir á mig mun lifa ţótt hann deyi !” Í ţeim kjarnaorđum felst lausnin sem býđur hverri sál bjargir frá hinum öđrum dauđa - sem er eilífur dauđi, - bjargir til eilífs lífs !

 

Ţađ er eina lífsleiđ okkar manna ađ halda fast í ţá lausn. Ađhyllumst engin skurđgođ eđa tilbúin hindurvitni, látum ekki vegvilltan og siđlausan tíđaranda leiđa okkur í glötun !

Treystum ţeim sem sagđi: “Sjá, Ég er međ yđur, allt til enda veraldarinnar,” og ţá getum viđ fullkomlega vitađ í hjörtum okkar ađ viđ erum í góđum höndum og á leiđ til lífs en ekki dauđa !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 197
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 1218
  • Frá upphafi: 309912

Annađ

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 1050
  • Gestir í dag: 184
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband