Leita í fréttum mbl.is

Fjárglćframennska samtímans !

Sú var tíđin ađ menn höfđu ţađ mikiđ til á hreinu hvar skildi á milli heiđarlegs framferđis og óheiđarlegs. Siđleg viđmiđ voru mun skýrari og menn vissu klárlega ađ ţeim leyfđist ekki allt. Arfleifđin frá fyrri kynslóđum var ekki slćm ţví fólk hér áđur fyrr var ađ stćrstum hluta ţekkt af trúmennsku og ráđvendni.

 

Heimsstyrjaldirnar, einkum ţó sú síđari, báru međ sér breytingar á ţví gildismati sem áđur réđi ađ mestu leyti í ţessu landi. Menn lćrđu nýja siđi í Bretavinnunni, ţeir lćrđu ađ vera á kaupi án ţess ađ vinna. Ţeir lćrđu ađ sofa fram á skóflurnar, ţeir lćrđu í stuttu máli sagt ađ svíkjast um. Ţeir kynntust ţví ađ hćgt vćri ađ ţéna drjúga peninga međ ţví ađ beita svikum og óheiđarleika. Og ţađ verđur ađ segjast eins og satt er, ađ sumir voru ótrúlega fljótir ađ tileinka sér hinar nýju tekjuöflunarleiđir !

 

Síđan hafa nánast allar ár í ţessum efnum runniđ ađ sama ósi hérlendis sem og víđar. Hugarfar stórs hluta ţjóđarinnar virđist snúast um ţađ eitt ađ komast yfir peninga og helst sem mest af ţeim og ađferđirnar skipta ekki máli. Allflestir vita ađ heiđarleg vinna gerir engan ríkan á Íslandi og ţví ţarf ađ leita annarra leiđa til ađ auđgast. Siđagildislćkkun stríđsáranna seinni situr fast í mörgum – núorđiđ í ţriđja liđ, enda er víđa til stađar ćttarauđur sem á upphaf sitt í ţeim tíma og ekki međ sem bestum formerkjum.

 

Ríkidćmi á Íslandi er ţví samkvćmt framansögđu hreint ekki til komiđ vegna ţess ađ auđmenn hafi veriđ einhverjar fyrirmyndir í frómleika og fornum dyggđum. Ţeir voru miklu heldur menn sem gripu tćkifćrin ţegar ţau gáfust og létu ekki siđabođskap liđinna kynslóđa standa ţar í vegi. Slíkir menn létu stundum hafa eftir sér á gamals aldri, ađ ţeir hefđu skiliđ kall nýrra tíma. Ţađ eru oft notuđ fögur orđ yfir fláa vegferđ og ţannig töluđu sumir síđar sem lćrđu fyrst ađ svíkja á stríđsárunum seinni, sofandi fram á skóflurnar í Bretavinnunni !

 

Í dag virđumst viđ búa viđ mýgrút af svona mönnum, mönnum sem virđa engin siđagildi, mönnum sem eru tilbúnir ađ svíkja, ljúga og selja allt á blekkingarfullum Júdasarprísum. Sumir eru sýnilega orđnir forríkir fyrir ţrítugt og ţađ verđur enginn af ţví ađ stunda heiđarlega vinnu í opnu dagsljósi !

 

Og áhćttusćknin og fjárglćframennskan í samtímanum teygir sig núorđiđ um allt ţjóđfélagskerfiđ og alltaf ţegar illa fer – sem gerist nú ćđi oft á einn veg eđa annan – er ţjóđin látin borga syndagjöldin !

Sjálft ríkiskerfiđ er nefnilega löngu orđiđ ţannig ađ ţađ getur varla nokkur heiđarlegur mađur boriđ virđingu fyrir ţví lengur. Ţađ sýnist orđiđ gróiđ í spilltum háttum ţar sem gjörningar lögleysu og yfirgangs eru viđhafđir á hverju stofnana strái gagnvart almannahagsmunum. Hvarvetna í kerfinu virđast fyrir hendi innmúruđ skálkaskjól og klíkusamfélög sérhagsmuna sem sjúga í sig ţađ sem ćtti framar öllu ađ vera lífssafi ţjóđarinnar sjálfrar. Og ţađ er vandlega séđ um ađ auđlindagćđi og annar ávinningur af ţjóđlegum eignum skili sér annađ en til almenningsţarfa !

 

Og frjálshyggjuliđ Mammons virđist jafnan vilja auđvelda allt ađgengi fólks ađ vímugjöfum og hverskonar deyfandi ávanaferli sem blekkir og bindur fólk og sviptir ţađ sjálfrćđi hugsunar og viljafestu. Sú sérhagsmunaklíka telur líklega ađ međ slíku verđi auđveldara ađ blekkja og níđast á hagsmunum almennings og takmarka sýn fólks á eigin réttindi í samfélaginu !

 

Og ţađ skal haft í huga ađ alisvín ríkiskerfisins eru ađ miklu leyti rćktuđ upp á sama svínabúinu og koma ţađan sem á fćribandi inn í kerfiđ. Viđ höfum nefnilega í ţessu landi hliđstćđu Republikana-flokksins bandaríska, sérhagsmunavćddan varđflokk auđvaldsins, skuggaklíku sem hefur á sama hátt andstyggđina eina í heilabúi sínu og ógeđ siđleysunnar í hjartastađ !

 

Fjárglćframennska virđist stunduđ nú til dags nánast eins og íţróttagrein á stórkapítalísku höfuđborgar-svćđinu og á landsbyggđinni virđast líka margir orđnir opnir fyrir ţví ađ lćra til fagsins sem felst í ţví ađ tileinka sér ađ sniđganga allt sem siđlegt er ef peningalegur gróđi er annarsvegar. Enn sem fyrr sannast ţađ sem skrifađ stendur, ađ ágirndin er rót alls ills !

 

Mikill er andskotinn “ var einu sinni sagt og víst er ađ í ţeim hópi manna sem stundar fjárglćframennsku er andskotinn mikill, enda er hann í líki Mammons ćđsta gođ ţeirra sem meta allt til verđs – ţar á međal eigin sálarheill !

 

Megi ţjóđin rata aftur inn á gömlu göturnar ţar sem sannleikur og ráđvendni eru ljósin sem leiđa og myrkravíti villuráfandi sauđa er víđs fjarri !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 204
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 309919

Annađ

  • Innlit í dag: 187
  • Innlit sl. viku: 1053
  • Gestir í dag: 186
  • IP-tölur í dag: 184

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband