Leita í fréttum mbl.is

Sandkassavísur

 

Í sandkassanum sviđiđ allt

svipt var ráđi snjöllu.

Ţar var bćđi blautt og kalt,

blendin stađa á öllu.

 

Liđiđ allt var hengt í hnút,

horfđi út og suđur.

Ţar ađ öllum sótti sút,

sannur ófögnuđur !

 

Bjarni í mestum vanda var

á vegi ţyngstu nauđa.

Svo Kata trítlađi til hans ţar

og tók ađ hugga kauđa.

 

Fram hún lagđi sjarma sinn,

sagđi í máli hvötu:

,,Blessađur vertu, Bjarni minn,

brostu nú til Kötu !”

 

Sagđi hún hvorki svei né nei,

svip ei beitti ströngum.

Upp leit hrakiđ íhaldsgrey,

enn međ tár á vöngum.

 

Strax viđ ţessi hlýju hót

hresstist aumur mađur.

Sagđi ţó frá sálar rót:

,, Síst er ég nú glađur !”

 

,,Mín eru örlög meir´en ill,

mjög af ţreki dregiđ,

enginn leika viđ mig vill,”

vćldi íhaldsgreyiđ !

 

Svarađi kauđa kvenhetjan,

klár međ gćsku sína:

,, Af ţví ađ ţú ert útundan

áttu samúđ mína !”

 

,,Viđ skulum bara sitja sátt,

saman grípa um tauma.

Reyna svo ađ horfa hátt,

halda í okkar drauma !”

 

Brátt var stađan stćrri séđ,

stillt á kosti ríka.

Siggi vildi vera međ,

vernda Bjarna líka !

 

Í sandkassanum saman ţrjú

sagt er nú ađ liggi

og leiki kátt viđ kosiđ bú,

Kata, Bjarni og Siggi !

 

Ţó finnst mörgum margt um sviđ

merkt í líki skötu.

Og einkum mun ţađ eiga viđ

ýmislegt hjá Kötu !

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 260
  • Sl. sólarhring: 286
  • Sl. viku: 1517
  • Frá upphafi: 316518

Annađ

  • Innlit í dag: 225
  • Innlit sl. viku: 1229
  • Gestir í dag: 218
  • IP-tölur í dag: 214

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband