Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orđ um krónískan kóngasleikjuhátt !

 

Sú var tíđin ađ ofbeldisfullir einstaklingar söfnuđu um sig liđi og vildu öllu ráđa. Ţeir gengu fram í uppreisnar-anda Nimrods og hlýddu engum lögum, ţeir brutu niđur arfgengt ćttflokkakerfi sem byggđist á ţví ađ hver mađur ćtti sitt frelsi. Ţannig varđ konungsvaldiđ - ein mesta bölvun mannkynsins til !

 

Ţađ reis upp í krafti ofbeldis og ţeir sem vildu meira í sinn hlut gengu til liđs viđ ţann sem stóđ fyrir ţví. Konungsvald studdist allar götur viđ tćkifćrissinnađa skíthćla sem vildu sölsa undir sig auđ og völd međ ţví ađ trođa á almennum mannréttindum !

 

Slíkir stuđningsmenn konungsvalds fengu sínar sporslur eđa mútur. Ţeir voru gerđir ađ forréttindaliđi í sérhverju konungsríki, ađ svokölluđum ađalsmönnum og fengu alls konar hefđartitla, urđu hertogar,greifar, barónar og lávarđar !

 

Hiđ frjálsa ćttflokkakerfi var eyđilagt fyrir tilkomu ţessa óţurftarliđs sem allt fór ađ lifa á vinnuframlagi almennings. Og ţegar venjulegt fólk lagđi ekki nóg til óhófslífs ţessara afćta, varđ ţađ ađ leggja fram meiri og meiri vinnu og ţannig varđ til ţađ sem viđ köllum kúgunarferli. Menn voru ekki lengur frjálsir athafna sinna !

 

Síđan leiddi ţessi kúgun til viđvarandi ţrćlahalds sem allt byggđist á ţví ađ ţjónađ vćri undir ţá sem hervaldi réđu og gátu sett öđrum alla kosti. Ţađ hugarfar sem skapađi ţessar ađstćđur í samfélagi manna lifir enn víđa um heim og merkir frekast alla svokallađa hćgrimennsku !

 

Afturhaldssemi slíkra afla grundvallast á ţví ađ reynt er ađ halda sem mest í forréttinda-arfinn frá liđnum öldum. Ţegar almenningur fór ađ rísa upp og krefjast mannsćmandi lífs og launa, fjarađi óneitanlega talsvert undan ţessu býlífis-hyski !

 

En íhald allra landa vill ná gömlu stöđunni aftur, verđa aftur sá ađili sem deilir og drottnar. Ţađ sýnir sig og sannar á flestum sviđum, svo almenningur ţarf ađ halda vöku sinni og sjá til ţess ađ áunnum mannréttindum sé ekki rćnt frá honum enn á ný af slíkum öflum, sem eru skiljanlega langt frá ţví ađ vera almenningsvćn !

 

Ţessvegna er ţađ ađ ţeir sem telja sig til hćgri húsa hugarfarslega séđ, eru jafnan viđkvćmir fyrir kóngum og konungsvaldi og taka ţví illa ef ađ slíkum er vegiđ.

Ég ţekki dćmi til ţess ađ slíkir menn hér uppi á Íslandi geta veriđ mjög viđkvćmir ef ţeim finnst t.d. hallađ á löngu dauđa kónga. Ţeim rennur ţar greinilega varnarblóđiđ til skyldunnar og vćru vafalaust fljótir til ađ ţjóna konungsvaldi ef ţađ byđist ţeim !

 

Ţađ er ţví ekki mikil lýđrćđishugsun í slíkum mönnum. Ţeir vilja gamla kerfiđ aftur, hiđ gamla konungs og kirkjuvald, ţar sem ţeir gćtu fyrir hundslega ţjónustu sína notiđ réttinda umfram ađra. Ţeir gefa skít í allan jöfnuđ og lifa eingöngu fyrir sjálfiđ !

 

Slíkar konungs-sleikjur eru alls stađar til, menn sem vilja dýrka mannlegt vald á kostnađ almannaheilla, menn sem skeyta engu um heilbrigđa guđstrú, menn sem vilja verđa ađalsmenn og afćtur, forréttindaliđ, og lifa á vinnuframlagi annarra. Ţađ er djöfullegt hugarfar sem ţar býr ađ baki !

 

Jafnvel í svokölluđum vinstri flokkum finnast slíkir fuglar, svikulir í innstu ćđ, menn sem eru óheilir til anda og sálar. Júdasar gagnvart allri heilbrigđri mennsku !

Ţeir vinna í öllu öfugt viđ ţađ sem ţeir ćttu ađ gera. Grafa sífellt undan varnarkerfi ţeirra herbúđa sem ţeir ţykjast fylgja og valda ţannig miklum skađa !

 

,,Kóng viljum viđ hafa “ sögđu Ísraelsmenn forđum. Ekki bara Guđ og góđa siđi. Og ţeir fengu kóng og ţar međ spillta forustu. Eins og allar ađrar ţjóđir ţess tíma !

Stjórnarfar sem beinlínis ýtir undir ţađ versta í mannseđlinu er aldrei gott, manndýrkun er aldrei góđ, enda hvergi dćmi til um ađ hún hafi skilađ öđru en illri og ógeđslegri útkomu !

 

Eitt af ţví fáa sem ţakka má hér á Íslandi er ađ viđ höfum ekki sett okkur ađ hafa einhvern yfirkóng međ allt sitt slekti á almannaframfćri. Ţó voru ţeir til sem vildu koma slíku kerfi á hér. En viđ höfum hinsvegar nóg af smákóngum, mönnum sem halda ađ ţeir séu eitthvađ, hafa sýnilega kóngagen í sér og vilja vađa yfir ađra !

 

Kóngasleikjuháttur er ekki síđur til á Íslandi en annars stađar. Ţađ sést t.d. af hrifningu fjölmargra af brúđkaups-útsendingum o.fl. úr einkalífi kóngafólksins. Eflaust á slík hrifningarvíma einhverja stođ í ţví ađ sumt fólk dreymir sig inn í ţannig ađstćđur og hugsar á ţeim nótum: ,, Ó, ef ég vćri bara drottning o.s.frv. ”

 

En hvernig skildu kóngasleikjur vera yfir höfuđ og hverjir vćru vísir til ađ sleikja skósóla svokallađs hefđarfólks ef út í ţađ fćri og hvađ segir manni í raun hverjir eru ţannig hugsandi ?

 

Ég tel ađ sćmilega glöggir menn ćttu auđveldlega ađ geta séđ hverjir eru međ slíka eđlis-innréttingu, ţví undirlćgjuháttur gagnvart hégóma leynir sér yfirleitt ekki.

,,Guđ blessi kónginn” er Kíkí látinn segja í Ćvintýrabókunum og eftirapandi páfagaukar allra alda hafa sagt ţađ sama, – sjálfum sér og öllu heilbrigđu mannfrelsi til óvirđingar, skammar og skađa !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 41
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 1071
  • Frá upphafi: 309963

Annađ

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 942
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband