Leita í fréttum mbl.is

Ný stjórnmálaforusta ?

 

Ţegar mađur lítur yfir söfnuđinn sem myndar stjórnmálaforustu Íslands í dag er ekki hćgt ađ segja ađ ţađ veki hjá manni vongleđi og tiltrú. Helmingurinn er ađ verja mistök sem hann átti ţátt í ađ gera hér á árum áđur og mun aldrei fást til ađ viđurkenna. Hinn helmingurinn virđist aftur á móti svo fullur af virđingu og undirlćgjuhćtti gagnvart hinum ćtluđu reynsluboltum, ađ hann sýnist albúinn til ađ elta dellur ţeirra og dómgreindarleysi út í ţađ óendanlega !

 

Samningur úr liđinni tíđ eins og EES, sem hefur smám saman veriđ ađ breytast í hengingaról fyrir íslenska ríkiđ er ţví varinn, ţó nánast allir ćttu ađ vera búnir ađ sjá ţá hćttu sem hann býr yfir gagnvart sjálfstćđi okkar og fullveldisrétti. Ţeir sem samţykktu á sínum tíma ađ fara inn í forstofuna hjá Evrópusambandinu međ ţessum samningi, ţóttust samt vera afskaplega klókir međ ţessum gjörningi og fá mikiđ fram fyrir okkar hönd. Sögđust svo bara labba út aftur einn daginn !

 

En raunveruleikinn talar öđru máli. Ţeir í Brussel litu svo á og líta svo á enn - ađ úr forstofunni vćri bara um ţađ ađ rćđa ađ ganga áfram inn í kastalann. Og valdstjórnin í Brussel er ekki til ađ leika sér ađ. Hún hefur allar götur síđan hert á sinni afstöđu og reglugerđarfarganiđ ađ utan er fariđ ađ standa öllu heilbrigđu íslensku framtaki fyrir ţrifum og ţá er ekki viđ góđu ađ búast !

 

Ţetta vita margir nú sem vildu ekki trúa slíku fyrir nokkrum árum. En sannleikurinn er ţegar orđinn ţeim hinum sömu of beiskur. Ţeir neita ađ horfast í augu viđ stađreyndir. Ţađ er vont ađ keyra krefjandi málefni líđandi stundar áfram á sjónarmiđum afdankađra stjórnmálamanna sem eru fyrst og fremst og síđast og fyrst ađ verja eigin feril !

 

Hvar er ţjóđhollustan í slíkum tilfellum ? Hversu trúir eru slíkir fulltrúar hagsmunum ţjóđarinnar ţegar egóiđ ţrammar fram og aftur í hugum ţeirra eins og fullskipuđ rómversk herdeild ? Núverandi valdamenn treysta sér ekki til ađ ganga í hreinsunarstarfiđ eftir EES vitleysuna vegna ţess ađ ţađ mun afhjúpa dómgreindarleysiđ sem sýnt var viđ umrćdda samningsgerđ og jafnframt kippa árunni ađ fullu frá höfđum ýmissa átrúnađargođa !

 

Hvađ á ađ láta hlutina danka lengi án ţess ađ tekiđ sé á málum ? Hvađ lengi á ađ leyfa hengingarólinni ađ styrkjast og hindra ađgang okkar ađ náttúrulegu og lífvćnlegu súrefni ? Er frelsi í verslun og viđskiptum ekki ţađ eina sem sćmir sjálfstćđri og fullvalda ţjóđ ? Af hverju fylgjum viđ ekki heilshugar slíkri stefnu ?

 

Ađildin ađ EES átti sinn ţátt í ýmsum ţeim fjármálaglćfrum sem komust á grćđgislegginn og leiddu til hrunsins 2008 og fóru ţannig međ hagsmuni ţjóđarinnar ađ í fyrstu virtist ţar ekki standa steinn yfir steini. Allt komiđ í rúst !

 

En hvađ hafa menn lćrt af ţeim óförum ? Hvar er núverandi stjórnmálaforusta landsins stödd međ stóra egóiđ sitt um ţessar mundir ? Ţetta 50% kauphćkkunarliđ sem segir ađ allt fari til fjandans ef launţegar landsins fá meira en 4% í sinn hlut !

 

Sjálfstćđisflokkurinn hafđi í stjórnarandstöđu fyrir 1991 veriđ mjög gagnrýninn á ađildina ađ EES en til ađ mynda stjórn međ krötum sneri Davíđ Oddsson algerlega viđ blađinu. Ţađ var örlagaríkt fyrir Ísland og á eftir ađ sýna sig ţannig enn frekar !

 

Aldrei var reynt í ţessum efnum ađ ná tvíhliđa samningi viđ ESB um fjórfrelsiđ án ţess ađ Íslendingar yrđu ađilar ađ stofnunum Evrópska efnahagssvćđisins. Í hruninu kom svo skýrt í ljós hve illa var sinnt um ţjóđarhagsmuni Íslands innan EES !

 

Ţađ á aldrei ađ rétta skrattanum litla fingurinn. Ţađ var gert međ ţví ađ gera EES samninginn og íslensk stjórnmálaforustu var ţar á algjörum villugötum. Ţađ er ekki í fyrsta sinn sem ráđamenn Íslands tefla hagsmunum ţjóđarinnar í tvísýnu af ástćđum sem beinlínis hljóta ađ teljast utan viđ alla dómgreindarlega afstöđu !

 

Núverandi stjórnmálaforusta landsins mun vafalaust heiđra í öllu fjálglega 100 ára fullveldisafmćli lands og ţjóđar á ţessu ári og ţađ í hverju orđi. En hvernig skyldu menn standa hina raunverulegu vakt um fullveldi landsins ? Er ţađ ekki kjarni málsins hvernig ţađ er gert ? Og ţá er ţađ kýrljóst ađ ţeir sem vilja hanga í hengingaról EES eru ekki ađ verja sjálfstćđi og fullveldi landsins heldur ţvert á móti !

 

Vćgi afdankađra pólitíkusa í núverandi stjórnun mála lands og ţjóđar er allt of mikiđ. Ţar eru of margir sem eru ađ verja rangar gjörđir úr liđnum tíma, verja sinn feril og sín mistök. Ţađ er oftar en ekki gert á kostnađ hagsmuna lands og ţjóđar !

 

Raunverulega ţurfum viđ nýja stjórnmálaforustu, sem er laus viđ spilltar tengingar viđ fortíđina og heldur sig fast viđ hiđ eina og sanna kjarnaatriđi – sem er ađ vernda íslenskt sjálfstćđi og fullveldi ţeirrar ţjóđar sem ţarf ađ geta átt sitt frelsi óskert eins og allir ađrir. Fjöregg okkar verđur aldrei öruggt í annarra höndum !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 12
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 203718

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband