Leita í fréttum mbl.is

Ţreytt hefur lengi ţjóđarsál........!

 

 

Kerfiđ sökk í svartan ál,

sýndi í standi bágu,

Guđmundar og Geirfinnsmál

sem glóruleysisplágu !

 

Ein almenn rödd ćtti ađ mega segja sitt um blöskrunarlega međferđ máls sem allt of lengi hefur veriđ nánast öllum viđkomandi yfirvöldum til skammar.

 

Seint verđur rakiđ allt ţađ undarlega skynvillu-skađrćđi sem fylgt hefur rannsókn svokallađs Guđmundar og Geirfinnsmáls. Margir hafa ţar fengiđ ömurlega međhöndlun í réttarkerfi ţessarar ţjóđar og enginn hefđi getađ ímyndađ sér ađ gerđ yrđu slík mistök í málinu aftur og aftur sem nú eru kunn !

 

Margir hafa orđiđ ađ líđa fyrir vanhćfni kerfisins til ađ taka á ţessu máli. Menn hafa dáiđ frá ţví óútkljáđu međ brennimark á sálu og sinni. Og ţó ađ allskyns annmarkar hafi komiđ í ljós varđandi málsmeđferđina á ýmsum stigum virđist aldrei neinn hafa veriđ ábyrgur og lítiđ sem ekkert gengiđ međ ađ hreinsa áfallinn ósóma í burt !

 

Lćrdómurinn sem dreginn verđur af ţessu hrikalega mistakamáli verđur ţví líklega lengst af takmarkađur. Og til eru ţeir vafalaust sem fitnađ hafa drjúgum á öllum ţessum málaferlum sem hafa tekiđ sig upp aftur og aftur, einkum vegna ţess ađ býsna mörgum fannst réttlćtiđ alltaf vera sett til hliđar í ţessu máli.

Ţeir sem ţar hafa löngum látiđ til sín heyra úr dómssölum hafa ţví tćpast veriđ til ţess fallnir ađ kallast einhverjir riddarar réttlćtisins – á fullu kaupi !

 

Einn ţekktasti lögfrćđingur landsins hefur lýst ţessu máli sem réttarhneyksli. Og ef viđ göngum út frá ţví ađ sú greining sé rétt, er ţá eđlilegt ađ enginn sé ábyrgur fyrir slíku hneyksli ? Hvađ forđar ţví ţá ađ sambćrilegir hlutir endurtaki sig ?

Er eitthvađ til sem lagar slíkt kerfi af sjálfu sér ?

 

Embćttismenn í stjórnkerfinu, ţar međ taliđ réttarkerfinu, verđa auđvitađ ađ vera ábyrgir gjörđa sinna. Ţar sem fjöldi manns hefur ţurft ađ líđa fyrir vitleysisgang verka ţeirra, ţarf ađ rannsaka brot ţeirra ekki síđur en meint brot ţeirra sem ákćrđir voru í umrćddu máli. Öll kurl ţurfa ađ koma til grafar svo máliđ liggi ljóst fyrir og hverjir báru ábyrgđ á sakfellingum sem ekki studdust viđ eđlileg réttarfarsleg gildi !

 

Ţađ sem er sagt vera löglegt í ţessu landi má ekki vera siđlaust. Viđ verđum ađ ástunda ţađ ađ vera samkvćm okkur sjálf og búa jafnframt viđ réttarkerfi sem endurspeglar ţá afstöđu manna í hvívetna. Annars hefur til lítils veriđ barist í ţjóđréttarlegum skilningi fyrir öryggishagsmunum ţeirra sem í landinu búa !

 

Guđmundar og Geirfinnsmáliđ er í áratugi búiđ ađ vera algjör hrollvekja fyrir íslensku ţjóđina. Viđ skulum hafa ţađ í huga ađ fyrst hurfu tveir menn. Ţađ eitt var í sjálfu sér mikill harmleikur og engar haldbćrar skýringar hafa enn komiđ fram hvađ í raun og veru kom fyrir ţessa menn. En eftirleikurinn virđist ţví miđur hafa orđiđ – og ţađ ađ miklu leyti fyrir tilverknađ ţeirra sem rannsökuđu máliđ, ađ enn meiri harmleik. Ţađ hefur veriđ afskaplega vond niđurstađa í málinu !

 

Íslenska réttarkerfiđ varđ skiljanlega fyrir gríđarlegum álitshnekki vegna ţess hvernig á málinu var haldiđ og hefur alls ekki náđ ađ endurheimta ţađ traust sem ţađ áđur mun ţó hafa haft ađ einhverju leyti. Fjöldi manns hefur upplifađ hugarfarslega í gegnum fréttir af gangi málsins vaxandi vantrú á kerfinu og ţar međ óţćgilegan skort á eđlilegri, borgaralegri öryggistilfinningu. Slík reynsla er afleit upplifun fyrir almenna borgara í hvađa samfélagi sem er !

 

Og svo virđist sem allur almenningur hafi jafnframt fariđ ađ finna til vaxandi ótta gagnvart hinu ópersónulega afli í kerfinu sem virtist hreint út sagt geta lagt líf og hamingju fólks í rúst án ţess ađ nokkuđ eđa nokkur geti reist ţar rönd viđ ákćrum og ofsóknum, ef svo ber undir. Stundum virđist kerfiđ einhvernveginn sjálfkrafa geta brugđiđ yfir sig ómennskri mynd og enginn veit hvađ veldur !

 

Eitthvađ eđa einhver virđist leggja alla dómgreind í lćđing en Enginn stjórnar ţví samt sem fram fer. Ţessi Enginn í réttarkerfinu virđist hafa fariđ hamförum í umrćddu máli, völd hans virđast hafa veriđ algjör og starfsađferđir hans í mörgu algjörlega óásćttanlegar í samfélagi af ţví tagi sem viđ höfum taliđ okkur búa viđ hér. Og mađur spyr í forundran:

Hvar var réttargćslan og hverjir áttu ađ gćta ađ mannréttarlegum hagsmunum ţeirra sem fyrir sökum voru hafđir ? Hvernig er svonalagađ hćgt ?

 

Ţađ er vont ţegar Enginn fer af stađ í kerfislegum ham í svona máli og ekki síst ţegar ţađ gerist ţar sem menn hafa haldiđ ađ sćmilegt réttarríki vćri til stađar og borgaraleg réttindi virt einhvers !

 

Ţađ er margt sem mćtt hefur íslensku ţjóđarsálina og einkum á ţađ viđ um ţau mál í okkar samfélagi sem Enginn ber ábyrgđ á ţegar allt er komiđ í óefni !

 

Til hvers er réttarfar sem tekur helst og kannski ađeins viđ sér í öfugum gír ? Til hvers er lögfrćđi sem virkar međ ţeim hćtti sem umrćtt mál hefur sýnt og sannađ ? Til hvers er fullveldi ţegar fólki líđur illa í landinu ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 1435
  • Frá upphafi: 315605

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1156
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband