Leita í fréttum mbl.is

,,Dagur” braggans !

 

Hiđ spillingar magnađa braggamál í Reykjavík segir ljóta sögu. Ţar kemur fram ţetta síendurtekna virđingarleysi valdamanna gagnvart međferđ skattpenings og ađ ţví er virđist fullkomiđ skeytingarleysi um hagsmuni almennings. Ţessvegna er ekki hćgt ađ segja annađ en ađ sagan sé ljót og enn ein sönnunin fyrir ţví hvađ mörgu sé í rauninni ábótavant í kerfi ţví sem sagt er ađ sé byggt upp međ almannahagsmuni ađ leiđarljósi, jafnt hjá ríki og bćjum !

 

Ţađ er löngu vitađ mál ađ mikiđ er smurt á hlutina ţegar unniđ er fyrir almenningspyngjuna. Ţađ er eins og enginn velti ţví fyrir sér ađ misnotkun af ţví tagi komi niđur á okkur öllum. Sú verktakaţjónusta sem kemur einhverju kofaskrifli eđa braggarćksni í kostnađ upp á tugi eđa hundruđ milljóna hlýtur ađ vera meira en lítiđ ađfinnsluverđ. Ţar er smurt svo ţykkt ađ álagiđ ber sneiđina ofurliđi !

 

Hver er ţá ábyrgur ? Hvar er eftirlitiđ, sem virđist nú víđa orđiđ nokkuđ mikiđ, kostnađarlega séđ. Eđa erum viđ kannski međ heilu eftirlitsmannakerfin á fullu á háum launum án ţess ađ ţađ skili sér međ heilbrigđum og eđlilegum hćtti ?

Er ţar kannski ađ sýna sig enn ein afleiđingin af ţví ofmenntunarstigi sem búiđ er ađ koma á í landinu. Eftirlitskerfin bólgna og ţenjast út međan framleiđslugreinarnar dragast saman ásamt allri raunverulegri verđmćtasköpun ?

 

Hvađ á ađ gera viđ allt ţetta hámenntađa fólk sem veifar gráđunum sínum eins og flugspólandi fylgihnetti og vill ekki gera neitt nema vera í einhverskonar eftirliti ?

Hvađ á ađ gera ţegar enginn er eftir til ađ fylgjast međ, fara ţá eftirlitsherfylkin ađ fylgjast hvert međ öđru ? Eđa snýst eftirlit bara um ađ hafa laun og ţađ há laun ?

 

Af hverju koma alltaf upp mál eins og ţetta alrćmda braggamál ? Hvernig getur slíkt gerst ţegar eftirlitsađilar eru – eđa eiga ađ vera – á hverju strái ? Eru eftirlitskerfin ekki til ađ lágmarka spillingu og misnotkun ? Samt eru alltaf ađ gerast hlutir sem enginn botnar neitt í og ćttu ekki ađ geta gerst !

 

Svo koma forsvarsmenn eftirlitsins fram í fjölmiđlum og segja : ,, Ţađ verđur fariđ yfir alla verkferla og tryggt ađ ţetta komi ekki fyrir aftur !” Sex mánuđum síđar endurtekur sagan sig og undirstrikar ađ ekkert hefur breyst eđa veriđ gert í málum !

Til hvers er eftirlitiđ ? Er ţađ bara einhver braggablús fyrir alikálfa í hripleku kerfi ?

 

Ţađ gengur auđvitađ ekki ađ fara svona međ fjármuni ţjóđarinnar. Allir vita ađ flest nauđsynjamál okkar eru svelt og látin bíđa til bölvunar vegna peningaleysis. Innviđir samfélagsins í heild eru ţví víđa orđnir feysknir og međan fjármálaráđherrann hrósar sér af ţví ađ grynna á skuldum erlendis er allt ađ grotna niđur hér međ tilheyrandi afleiđingum. Hvađ skyldi ţađ kosta ađ koma ţeim hlutum í eđlilegt horf ?

 

Vegakerfiđ, heilbrigđismálin, félags og tryggingamál alţjóđar, allt er í hönk og ekki veriđ ađ bjarga neinu til frambúđar međ skynsamlegri langtímastefnu, ađeins gjóađ auga fyrir nćsta horn. Ófarnađar-sjónarmiđ ein virđast í fyrirrúmi hjá stjórnvöldum sem virđast alltaf međ allt sitt á hverfanda hveli !

 

Líklega ţurfum viđ ađ ákveđa einn dag á ári sem sérstakan dag, helgađan baráttu gegn spillingu og ekki síst kerfisspillingu. viđ gćtum ţessvegna nefnt slíkan dag - ,,Dag” braggans ! Á slíkum degi gćti fólk komiđ saman á ýmsum lykilstöđum í landinu, til dćmis á Austurvelli, haldist í hendur og hrópađ : ,,Burt međ spillinguna og látum fjármuni ţjóđarinnar ţjóna velferđ almennings í ţessu landi !”

 

Ef slík áskorun kćmist til framkvćmda, gerđist nokkuđ í ţessu ţjóđfélagi sem í fullri raun hefur aldrei gerst áđur. Ţađ ađ réttur eigandi auđlinda lands og sjávar, ţjóđin sjálf, nyti ávaxtanna af ţeim, međ heilbrigđum og sérgćskulausum hćtti !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 180
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 1589
  • Frá upphafi: 315570

Annađ

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 1289
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 161

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband