Leita í fréttum mbl.is

Hugleiđing um lög og rétt !

 

Nú vita nokkuđ margir ađ til eru hugtökin lög og réttur ţó skilningur á ţeim kunni ađ vera međ ýmsum hćtti. Ţau eru líklega međal ţeirra hugtaka sem hvađ mest eru misnotuđ í ţessum miđur geđslega heimi okkar. Ţađ sem sumir vilja kalla lög og rétt er nefnilega oft ofbeldisfull afskrćming laga og réttar !

 

En hugtökin eru samt notuđ mikiđ og ţađ af ţeim sem síst skyldi ţví jafnvel valdamenn sem ćttađir virđast vera úr neđri byggđum, og hafa allan sinn feril böđlast áfram í krafti ofbeldis og glćpaverka, tala gjarnan um lög og rétt !

 

Bandaríkjamenn eru sérstaklega gjarnir á ţađ ađ gera út á ţessi hugtök ţó sýn ţeirra á ţau, ađ minnsta kosti stjórnvalda ţar, sé oft undarleg í meira lagi. Fjöldi bandarískra kvikmynda, leikrita, ţátta o.s.frv. ganga út á ţađ ađ veriđ er ađ berjast fyrir lögum og rétti gegn ranglćti af hálfu allra handa glćpa-afla !

 

Stór hluti af vestrunum margfrćgu er beinlínis byggđur upp í kringum ţađ kjarnamál ađ halda verđi uppi lögum og reglu hvađ sem ţađ kostar og viđ ţekkjum flest eitthvađ til ţeirrar myndsköpunar. Ađ draga stórseka ofbeldismenn fyrir dómstólana og láta ţá svara til saka hefur veriđ mikiđ grundvallaratriđi, ekki síst í bandarískri kvikmyndasögu. En slík saga er ekki endilega eitthvađ sem endurspeglar veruleikann og í seinni tíđ virđist hún fjarlćgari ţannig samsvörun en oftast áđur !

 

Ţegar Bandaríkjamenn sendu út morđsveit til ađ koma Osama bin Laden fyrir kattarnef, virtist ţađ ekki neitt atriđi ađ handtaka hann og rétta yfir honum. Ţađ ţarf ekki ađ segja mér ađ ţađ hefđi ekki veriđ hćgt. Og víst hefđi ţađ veriđ miklu betur í ćtt viđ ţá stefnu ađ framfylgja lögum og rétti ađ fara ţá leiđ en ađ gera bara út fyrirfram ćtlađan drápsleiđangur !

 

En gamla lögmáliđ auga fyrir auga og tönn fyrir tönn er býsna lífseigt og ţađ réđi í ţessu tilfelli en ekki vilji til laga og réttar. Ţađ hefđi ţó orđiđ Bandaríkjunum frekar til sóma ađ rétta međ forsvaranlegum hćtti yfir hryđjuverkaforingjanum og láta alla heimsbyggđina horfa upp á ţađ og sjá hvernig stađiđ vćri ađ málum samkvćmt lögum, reglu og rétti, jafnvel ţegar slíkir menn ćttu í hlut !

 

En kannski vissi Osama bin Laden ýmislegt sem ekki mátti komast í hámćli og kannski var ákveđiđ ađ ţagga niđur í honum fyrir fullt og allt svo hann fćri ekki ađ tala illa um ,,góđu gćjana” í ţeirra eigin réttarsölum.

 

Ţví miđur er ţađ ţannig nú á tímum ađ ţađ er ekki margt Bandaríkjunum til sóma enda heimurinn ţeim mun verri fyrir vikiđ. Ekkert ríki leggur meira til í heimsmyndina en ţau og ţau áhrif sem ţau hafa eru miklu frekar slćm en góđ eins og flestir ćttu ađ geta séđ á framvindu mála á seinni tímum !

 

Satt best ađ segja eru hugtökin lög og réttur ekki hátt metin víđa nú á dögum og sumsstađar má, sem fyrr segir, sjá ţađ hjá ţeim sem síst skyldi. Yfirvöld eru í sumum tilfellum farin ađ hegđa sér međ ţeim hćtti ađ óhugsandi hefđi veriđ taliđ fyrir nokkrum áratugum. Forsetar Bandaríkjanna hafa til dćmis í seinni tíđ sannarlega ekki veriđ neinir afburđamenn ađ hćfni og manngöfgi og siđferđi sumra ţeirra veriđ ađ margra mati í meira lagi umdeilanlegt !

 

Líklega verđur ađ leita allt til FDR til ađ finna göfugmenni á forsetastóli ţar vestra. Og kannski mćtti spyrja, hvađ hefur bandarískt ţjóđfélag međ göfugmenni ađ gera í ćđstu stöđu eins og ţađ virđist orđiđ ađ öllu eđli ? Slíkur mađur vćri náttúrulega úr öllum takti viđ samfélagiđ og yrđi auđvitađ aldrei kosinn til forseta !

 

Fyrir tćpum 100 árum gerđu Bandaríkjamenn upp viđ ţáverandi forseta sinn međ ţeim hćtti ađ bregđast stefnu hans sem hefđi átt ađ geta orđiđ mannkyni öllu til heilla ef henni hefđi veriđ fylgt eftir. Wilson forseti barđist fyrir ţeirri stefnu viđ ţröngsýna eigin ţjóđ uns hann missti algerlega heilsuna og dó skömmu síđar !

 

Ţá voru republikanar erfiđir viđ ađ eiga en nú er flokkur ţeirra orđinn einna líkastur sértrúarflokki sem hangir fastur í sérgćskunni eins og blóđsugan viđ sáriđ. Fátt horfir ţar til betri vega !

 

Nei, lög og réttur virđast vera hugtök sem ć fćrri hafa ćrlegan skilning á og misnotkun ţeirra hugtaka fer vaxandi í ţeim mćli ađ manni stendur ógn af.

 

Ekki sé ég neitt sem er líklegt til ađ breyta ţeirri hrollvekjandi framvindu eins og stađan horfir viđ í dag ?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 257
  • Frá upphafi: 203717

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband