Leita í fréttum mbl.is

Hégóminn er gođ á stalli !

 

 

Fyrir nokkru var í sjónvarpinu talađ viđ verkstjóra í ţjónustu verktaka hjá Vegagerđinni. Hann sagđi ađ ţađ vćri orđiđ erfitt ađ fá verkamenn til starfa á Íslandi. Kannski vćrum viđ farnir ađ ofmennta fólk ?

 

Í dag eru sem sagt fáir verkamenn til. Nú ganga menn nefnilega undir öđrum starfsheitum. Enginn vill lengur kallast réttur og sléttur verkamađur.

Nú vilja menn heita eitthvađ annađ. Og nú kallast menn yfirleitt eitthvađ sem endar á ,,stjóri.“ Ţađ eru jafnvel stjórar ţar sem tveir menn eru ađ störfum, annar er ţá nefndur flokksstjóri og hinn varaflokksstjóri !

 

Ţessi stjóravitleysa sýnir hégómleik manna og samfélagsins alls í hnotskurn. Hjá sveitarfélögum og ekki síst höfuđborginni starfa ótaldir sviđsstjórar. Allir vilja vera stjórar yfir einhverju og jafnvel engu !

 

Ţađ virđist vera einhver breskur blćr yfir ţessari stöđuheita-nýskipan ? Og ţađ er alls ekki fjarri lagi ađ telja ađ svo sé. Viđ erum yfirleitt gjörnust á ađ apa ósiđi eftir öđrum. Og svo verđur víst alltaf ađ hafa einhverja goggunarröđ í gildi svo merkilegheitin fái ađ stíga egodansinn sinn !

 

Manni verđur hugsađ til einkennisbúninganna ţegar svona hégómi er í gangi. Mađur í einkennisbúningi gerir sífellt kröfu til virđingar ţó hann sé bara einfaldur kapteinn frá Köpenick og hafi ekkert sér til virđingar unniđ !

 

Óhćfir asnar geta skipađ fyrir ef ţeir eru í einkennisbúningi, svo mađur tali ekki um veldiđ á ţeim ef ţeir eru međ orđur á brjósti. Heimskan og hégóminn haldast í hendur og sagđi ekki Friđrik Prússakóngur, sem kallađur var međ röngu hinn mikli, ađ hann óttađist ţađ mest ađ hermenn hans fćru ađ hugsa. Ţeir áttu bara ađ vera fallbyssufóđur !

 

Hvađ skyldu margir menn í styrjöldum hafa misst lífiđ eingöngu vegna ţess ađ ţeir voru skyldađir til ađ hlýđa gjörsamlega óhćfum yfirmönnum ? Menn af ađalsćttum gengu alltaf fyrir í foringjastöđur ţó ţeir hefđu enga hermennskuhćfni til ađ bera. ,,Bláa blóđiđ” nćgđi ţeim.

Einkennisbúningurinn og lotningin fyrir honum hefur marga drepiđ !

 

Var ekki eitt sinn kveđiđ á Íslandi : ţví ef ađ úr buxunum fógetinn fer / og frakkanum svo litla stund, / ţá má ekki greina hver mađurinn er. /Ó, mikiđ er skraddarans pund !

Ţorsteinn Erlingsson kvađ ţar sína markvissu ádeilu sem oftar, en hann var jafnan óhlífinn í kveđskap sínum og hatađist alla tíđ viđ yfirborđsmennsku og hégómaskap. Hann var sannarlega hvergi bókađur sviđsstjóri en var ţó um tíma ritstjóri ţó honum félli ţađ stjórastand ekki sérlega vel !

 

Steingrímur Thorsteinsson orti ungur vísuna – Orđur og titlar, úrelt ţing. / Eins og dćmin sanna, / notast oft sem uppfylling / í eyđur verđleikanna. En síđar á ćvinni hefur karlinn sá líklega veriđ orđinn eitthvađ annarshugar og fjarlćgur fyrri róttćkni. Ţá fór hann sjálfur ađ taka viđ uppfyllingar-orđum. Ţannig fer ţví miđur fyrir mörgum sem virđast hafa sjón ungir ađ árum, ađ ţeir blindast ađ lokum sjálfir af hégómanum !

 

Fálkaorđu-sýndarmennskan er enn í fullum gangi og ţađ er greinilega sama hver forsetinn er, alltaf verđur hégóminn ađ fá ađ vera međ í för. Sennilega hefur ţó Pétur Hoffmann átt flestar slíkar orđur um dagana ţví hann fann ţćr svo margar í ruslinu á öskuhaugunum. Ţar enda ţćr yfirleitt ađ lokum !

 

Margir hylla gull og glans,

ganga á stjóra sviđi.

Heiđursmerki hégómans

hanga á snobbsins liđi !

 

Skyldi Guđni kannski eiga eftir ađ veita einhverjum orđu fyrir ađ flytja inn ananas ?

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1471
  • Frá upphafi: 315641

Annađ

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1183
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband