Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orđ um mosagróna valdsmenn !

 

 

Ţađ er margsannađ mál ađ ţađ fer illa međ menn ađ hafa mikil völd til lengri tíma. Ţađ fer meira ađ segja illa međ góđa menn. Oftast endar ţađ međ ţví ađ ţeir hćtta ađ vera góđir. Völdin krefjast svo mikils af ţeim ađ ţeir geta ekki lengur veriđ góđir menn. Ţađ er hin dapurlega niđurstađa sem fćst af langtíma valdabrölti !

 

Til ađ halda völdum fara menn ađ skrökva, fara frjálslega međ sannleikann, ástunda ţađ sem ţeir kalla hvíta lygi, vera ekki til viđtals ţegar leiđinleg mál koma upp sem eru á ţeirra ábyrgđ o.s.frv.o.s.frv!

 

Mikil völd eru manninum skađleg. Og ţađ er engin hvít lygi til, öll lygi er svört. Og sérhver ćrlegur mađur axlar ţá ábyrgđ sem honum ber !

 

En viđ sjáum svo mörg dćmi um ţađ gagnstćđa. Og ţađ versta er, ađ ţegar valds spillingin fer ađ verka á menn, gera ţeir sér oftast litla sem enga grein fyrir ţví ađ ţeir eru ekki lengur á réttu róli. Ţeir hafa orđiđ sér úti um blindu ţá sem segir ţeim ađ svart sé hvítt og allt sé í besta lagi. Ţađ er illt í efni ţegar menn sjá ekki lengur hvađ rétt er !

 

Ađ ţjóna samfélagi sínu og njóta ţar tiltrúar er ekki öllum gefiđ. Ţađ er alltaf vandasamara hlutverk ađ taka ákvarđanir ţegar ađrir eiga ađ borga brúsann. Margt er flókiđ í málum og sumt sem ćtlađ er ađ vera sniđugt getur leitt menn býsna langt afvega. Jafnvel leikur ađ stráum getur orđiđ hćttulegur. Ţađ hefur til dćmis sannast í stjórnunarmálum í Reykjavík !

 

Nú hefur veriđ viđvarandi norđanátt á landinu og köld heimskautsgolan flytur međ sér hreinsandi andrúmsloft sem getur gagnast mörgum sem mettađir eru orđnir af eitruđum umhverfisveirum. Íslenskt samfélag ţarfnast margvíslegrar hreinsunar, ţarfnast hressandi norđangolu sem feykir daunillri lognmollu á haf út og skapar heilbrigđari kringumstćđur !

 

En ţví miđur blćs í pólitík oft svo lengi úr sömu ólofts-áttinni ađ engin hreinsun getur átt sér stađ, jafnvel pólitísk norđangola verđur ađ höfuđborgar heilamollu og skilar engu til skárri hátta í ţjóđlífinu. Ţađ gerist býsna margt á sálarflatneskjunni á suđvesturhorninu sem bćtir lítiđ ţjóđfélagslegt heilbrigđi í ţessu landi !

 

Af ţeim sökum og međ margvíslegum hliđstćđum rökum, er hćgt ađ sýna fram á ađ ţađ er engum manni hollt til lengdar ađ sitja í valdamiklu embćtti. Í lýđrćđislegu samfélagi er bein nauđsyn ađ skipta mönnum reglulega út, kjósa nýja í ţeirra stađ. Í stuttu máli sagt, ađ láta menn ekki verđa mosagróna viđ völd, ţví valdiđ spillir !

 

Menn sem fá ađ gapa yfir kjötkötlum ríkis og bćja árum saman verđa vćrukćrir og hrokafullir. Ţeir sjá enga ţörf á ţví ađ greiđa fyrir eđlilegri framrás mála eđa yfir höfuđ ađ breyta neinu. ,,Ţetta er gott eins og ţađ er,” segja ţeir um alla hluti og halla sér á hćgri hliđina !

 

En allir sem vinna í kerfinu eru ţjónar fólksins í landinu og eiga ađ vinna fyrir ţađ, fyrir velferđ ţess og heilbrigđum framgangi mála. Ţví er höfuđnauđsyn ađ ţar sé fólk ađ störfum sem ţekkir og viđurkennir ţá stađreynd. Ţeir sem ekki gera ţađ og belgjast út af valdhroka gagnvart fólki og tala niđur til ţess eiga ţar ekki heima. Ţeir eru samfélaginu og kerfinu öllu til skammar !

 

Ríkiskerfiđ verđur aldrei betra en fólkiđ sem starfar ţar !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 1275
  • Frá upphafi: 316276

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1012
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband