Leita í fréttum mbl.is

Umgengnin um mannkynsheimiliđ !

 

Skyldi ekki hafa veriđ mikill fögnuđur einhverntíma í fyrndinni ţegar fólk fór ađ gera sér sćmilega grein fyrir ţví hvađ lífsheimili ţeirra hér á fold var stórt og merkilegt ? Lífsrýmiđ hefur líklega ţótt alveg rosalega mikiđ. Allt var eiginlega til stađar frá náttúrunnar hendi til ađ lifa og mörg seinni tíma ásköpuđ vandamál ţekktust ekki međ einum eđa neinum hćtti. Ţvílíkt heimili !

 

En ţrátt fyrir öll ţessi sjálfgefnu hlunnindi virđist fólk hafa vanist ţví furđu fljótt ađ ganga um allt á skítugum skónum. Allsherjarheimiliđ var ţví ekki virt í neinu og hver mađur gerđi ţađ sem honum sýndist. Menn merktu umhverfi sitt frá fyrstu tíđ međ röngum og skađlegum lífsháttum !

 

Enginn sá nokkra ástćđu til ađ hugsa almennilega um sín herbergi og međ tímanum urđu menn stöđugt ágengnari og miskunnarlausari gagnvart umhverfi sínu og heilbrigđri náttúru ţess !

 

Kröfur um allskyns ţćgindi uxu jafnt og ţétt og menn hirtu ekkert um fórnarkostnađ athafna sinna ef ţćr fćrđu ţeim bara einhvern sýnilegan ávinning í augnablikinu. Ţađ leiddi náttúrulega til ófarnađar til lengri tíma litiđ ţví umhverfiđ fór ađ bera ţví sífellt lakara vitni hvernig ómennskan lék ţađ. Allir skitu út í kringum sig og enginn taldi sig eiga ađ taka til og ţrífa !

 

Menn fóru svo auđvitađ í framhaldinu ađ auka viđ ósiđina međ verri og verri umgengni og létu ţađ bara gott heita. ,,Ég rćđ nú líkast til mínum bletti” var vanaviđkvćđiđ ef einhver vogađi sér ađ koma međ athugasemd. Og auđvitađ réđu ţeir ferđinni sem höfđu ţađ versta til málanna ađ leggja eins og alltaf hefur veriđ og er enn í dag !

 

En samt kom nú ađ ţví ađ sumir fóru ađ impra á ţví ađ eitthvađ ţyrfti ađ gera. Allt vćri ađ fyllast af óţrifnađi á heimilinu og víđa farnar ađ verđa fyrir hendi sannkallađar pestar-ađstćđur. Menn vćru farnir ađ fá andţrengsli og margskonar vanlíđan og sumir segđust vera komnir nánast međ stöđugan niđurgang. Einhver skollans óáran var sem sagt farin ađ trufla margt sem áđur hafđi veriđ litiđ á sem sjálfgefin gćđi. Ţannig fer jafnan ţegar höggormarnir fá ađ leggja undir sig paradísina !

 

 

Sennilega varđ eitthvađ ađ gera í málunum. Ákveđiđ var, en ađ vísu međ nöldri og vandrćđagangi, ađ setja á fót nefnd til ađ skapa heilbrigđari forsendur til framtíđar. Og ţađ var kosiđ í nefndina en ţađ eitt gekk ekki ţrautalaust fyrir sig ţótt ţađ hefđist ađ lokum međ neyđarneglingu !

 

En ţessi nefnd sem gekk undir nafninu Sameiginleg ţrif (Sţ) kom engu til leiđar ţví óeining varđ um alla hluti og alltaf fleiri á móti en međ. Og hver vísađi á annan ef eitthvađ átti ađ gera. Enginn var til umrćđu varđandi ţađ ađ breyta sínum lífsháttum. Ekki til ađ tala um !

 

Allsherjarheimiliđ fór ţví ađ líta út eins og svínastía hvert sem litiđ var. Eina breytingin var ađ í ţessari svínastíu gengu svínin á tveimur fótum, en ţau voru hinsvegar miklu meiri svín en ţau fjórfćttu !

 

Ađ lokum var svo komiđ, ađ menn héldust ekki viđ á sumum stöđum og ć fleiri fóru ađ tala um ađ flytja. En ţá kom upp nýtt áđur óţekkt vandamál. Hvert átti ađ flytja ? Ástandiđ var alls stađar orđiđ eins. Mannkyniđ allt var ađ drukkna í eigin skít !

 

Verđa ţađ endanleg örlög allsherjarheimilisins okkar - Jarđarinnar, ađ enginn geti í framtíđinni átt hér heima viđ lífvćnlegar ađstćđur ?

- Ađ skítmennska mannkynsins vaxi ţví endanlega yfir höfuđ ! SHIT !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 205
  • Sl. sólarhring: 232
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 309920

Annađ

  • Innlit í dag: 188
  • Innlit sl. viku: 1054
  • Gestir í dag: 187
  • IP-tölur í dag: 185

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband