Leita í fréttum mbl.is

Um valdaspil ađ tjaldabaki !

 

 

Ţann 4. febrúar 1950 lést mađur sem var ađalbankastjóri Englandsbanka allar götur frá 1920 til 1944. Viđkomandi mađur er af mörgum talinn hafa tekiđ ţátt í ótrúlega mögnuđu og margţćttu samsćrisferli mestallan tíma millistríđsáranna, ferli sem réđi međal annars miklu um efnahagslegan uppgang Ţýskalands undir merkjum nazismans !


Hefđi ţessi mađur skrifađ endurminningar sínar og gert ţađ samviskusamlega, er meira en líklegt ađ margt vćri nú upplýst sem enn er deilt um og verđur víst aldrei gert upp á nótum sannleikans !


En ţađ var auđvitađ nokkuđ sem lá alltaf fyrir, ađ umrćddur mađur myndi aldrei skrifa endurminningar sínar og ţó hann hefđi gert ţađ, hefđi trúlega aldrei veriđ hćtta á ţví ađ hann hefđi gert ţađ samviskusamlega og gert ţannig félögum sínum í myrkraverkum fjármálalífsins svo mikinn óleik. Ţví ljót mun sagan vera !


Grundvallarstefnumiđ ţeirra hákarla sem réđu vestrćnum auđhringum á árunum milli heimsstyrjaldanna var ađ koma Ráđstjórnarríkjunum á kné. Helsta ráđiđ til ţess var af ţeirra hálfu ađ byggja upp og fjármagna Nazista-Ţýskaland til árásar á ţau. Hafđi Hitler ekki talađ um Drang Nach Osten í Mein Kampf ?

 

Var sókn í austur ekki höfuđráđiđ til ađ öđlast meira Lebensraum - lífsrými, fyrir nýskipan Evrópu, ađ mati nazista og annarra sem hugsuđu á svipuđum nótum og ţađ miklu víđar en í Ţýskalandi ?


En ţađ var auđvitađ ekki nóg ađ hafa draumsýnir. Til ţess ađ gera ţćr ađ veruleika ţurfti fjármagn. Og ţađ er taliđ hafa komiđ međal annars frá Englandsbanka í bankastjóratíđ ţess manns sem minnst er á í upphafi ţessa pistils. Breska íhaldiđ var alveg međ á nótunum. Ţađ ţurfti ađ byggja upp afl í Evrópu til ađ brjóta Ráđstjórnarríkin á bak aftur, ţessa sívirku ógn viđ forréttindaklíkuna gamalgrónu, íhald ađals og klerka !


Og ţađ var fundađ og fundađ. Tengslanet var byggt upp milli landa. Ţýskir hershöfđingjar úr fyrra stríđi komust í innileikasamband viđ fyrri óvini, breska og franska hershöfđingja. Max Hoffmann, hinn raunverulegi sigurvegari frá Tannenberg, var lykilmađur ţýska auđvaldsins í ţeim leik !


Ţó ađ ófriđurinn mikli vćri ađ baki, gátu helstu foringjar bandamanna sameinast ţýsku junkurunum í ţví sem helst mátti kalla áframhaldandi forréttindastöđu sömu afla og réđu fyrir stríđ. Ađalmáliđ sem fulltrúar afturhaldsins um alla Evrópu gátu sameinast um, - var ađ hindra framsókn ţeirra afla sem komu ađ neđan – frá alţýđunni, frá fólkinu, framsókn afla sem ógnuđu forréttindum ţeirra í hvívetna !


Og í ţessu afturhaldsliđi mátti finna menn eins og Ferdinand Foch, Sir Henry Deterding, Winston Churchill og huldumanninn Sidney Reilly. Í stuttu máli sagt, allskonar gaura úr forréttindastéttum Evrópu sem vildu ólmir sameinast í íhaldsheilagri hvítri krossferđ gegn bolsévíkum Leníns !


Og forustuliđ Schneider-Carnot og Vickers-Armstrong auđhringanna, Henry Ford og fjölmargir ađrir sjálfkjörnir siđmenningar björgunarmenn opnuđu buddurnar sínar hver í kapp viđ annan og lögđu verkefninu liđ. Peningarnir flćddu inn í nazistahreiđriđ og um hvert seđlaknippi hefur líklega veriđ hvítt band áletrađ - Drang Nach Osten !


Og hljómsveitarstjórinn sem stjórnađi ţeirri djöflasvítu sem leikin var og framkallađi flestu öđru fremur seinna heimsstríđiđ, hver var hann ? Jú, ađ margra mati, umrćddur stórbankastjóri og samsćrismálagúrú, innmúrađur heiđursfélagi í öllum hćgriklíkum Bretlands á ţeim tíma !


En í byrjun febrúar 1950 lauk endanlega meintum myrkraverka-ferli ţessa manns hér í heimi. Ţó ríkur vćri gat hann ekki keypt sig frá dauđanum frekar en ađrir. En ţví miđur eru samt alltaf nćgir varamenn til ađ taka viđ af slíkum mönnum og halda valdaspili vopnakapphlaups og dauđastefnu áfram ađ tjaldabaki í ţessum heillum horfna heimi, heimi sem heldur áfram sem fyrr ađ eyđileggja sínar eigin lífsrćtur !





« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 157
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 1178
  • Frá upphafi: 309872

Annađ

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 1010
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 143

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband