Leita í fréttum mbl.is

Tilrćđi viđ ćttfrćđi međ meiru !

 

 

Sagan er okkur flestum hugleikin og ađ rata um vegi hennar hefur löngum ţótt eftirsóknarverđ fróđleiksíţrótt. Eitt af ţví sem tengir nútíđ viđ fortíđ er ćttfrćđin og hafa margir Íslendingar löngum stundađ hana sér til ánćgju og jafnframt getađ miđlađ öđrum ţar af ţekkingu sinni !

 

Nú virđist eiga ađ láta ábyrgđarlausa alfrelsishyggju nútímans og ţađ hömluleysi sem henni fylgir, eyđileggja allar reglur um eđlilega nafnalöggjöf og verđur ţá líklega vandséđ í komandi tíđ hvernig mönnum gengur ađ rata um gćttir - viđ ađ rekja ćttir !

 

Ţegar allir eđlilegir leiđarvísar hafa veriđ fjarlćgđir er ekkert sem forđar ţví ađ allt fari í tóman rugling. Og ţađ er eins og ađ ţví sé beinlínis stefnt. Niđurrifs-stefnan virđist svo yfirţyrmandi gagnvart allri samfélagslegri uppbyggingu fyrri tíđar, ađ ţađ er orđin ísköld hrollvekja samtímans !

 

,,Lífiđ er núna” segir tíđarandinn og einblínir á augnablikiđ. Ekkert skal lćrt af liđinni tíđ og engin ábyrgđ öxluđ gagnvart komandi tíđ. Ţađ er engin rćktun lands og lýđs í sjónmáli. Ungmennafélagsandinn er löngu horfinn og gleymdur. Hann var rifinn niđur í hít rangra viđhorfa !

 

Egóismi líđandi stundar vill bara fá ađ valta yfir allt sem heilbrigt getur talist í villtri sjálfumgleđi sinni og alfrelsisvímu – á ćtluđum toppi tilverunnar !

 

Nihilisminn virđist genginn aftur međ skuggahliđum sínum og sem fyrr vill hann rústa öllu. Engu skal hlíft og öllum reglum skal tortímt. Stjórnleysiđ á ađ ráđa. Ţá fyrst á fólki ađ líđa vel, ţegar öll samfélagsmynd hefur veriđ brotin niđur og fjarlćgđ. Ţannig virđast tortímingarsinnar nútímans líta á málin í vanhugsuđum uppreisnaranda sínum !

 

En ţađ eyđileggingar-andavald sem slíkum ađilum stjórnar, byggir allt sitt á blekkingu og flytur međ sér bölvun. Ţá fyrst fer fólki ađ líđa verulega illa og ţađ yfir heildina, ţegar allt hefur veriđ fellt úr gildi sem veitir ađhald !

 

Öryggisleysiđ mun ţá halda innreiđ sína á öllum sviđum og enginn verđur óhultur. Alfrelsisvíman mun ekki fara vel međ nokkurn mann !

 

Samfélagsreglur eru eins og umferđarreglur. Ţćr eiga ađ forđa slysum. Ţćr hjálpa fólki til ađ rata um vegi samfélagsins. Ţegar ţćr hafa veriđ afnumdar er vođinn vís. Hversvegna í ósköpunum ýta almennir borgarar í ţessu landi undir niđurrifsöfl sem grafa undan borgaralegu öryggi ?

 

Vill fólk virkilega gleyma ţeirri grundvallarreglu sem samfélags-sáttmálinn hvílir á, ţeim undirstöđu sannleika sem felst í einkunnar-orđunum góđu ađ - međ lögum skal land byggja – og tryggja !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 1298
  • Frá upphafi: 316217

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1041
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband