Leita í fréttum mbl.is

Grasrót í fjötrum !

 

Grasrótin í Sjálfstćđisflokknum er ađ mörgu leyti athyglisverđ og ţar virđast oft koma fram mjög ţjóđleg og í sjálfu sér ćrleg viđhorf. Ţađ hefur líka oft virtst koma skýrt í ljós, og ţađ ađ margra dómi, ađ grasrót flokksins sé yfirleitt mörgum gćđaflokkum ofar ađ gildi en forusta flokksins hverju sinni. Ţađ er kannski einmitt ţessvegna sem hún fćr sýnilega engu ráđiđ !

 

Ţađ virđist mjög einkennandi fyrir Sjálfstćđisflokkinn og forustu hans, ađ ţegar landsfundur samţykkir ţađ sem kalla mćtti ţjóđlegar og ćrlegar áherslur í međferđ mála, reynir toppliđiđ iđulega ađ rýra ţćr áherslur og gera lítiđ úr ţeim. Ţađ er vćgast sagt undarleg árátta sem vekur ýmsar spurningar, en í forustunni virđist oft svo mikill skortur á ţjóđar-manndómslegu framtaki ađ furđu vekur !

 

Stundum finnst manni sem forusta flokksins skilji hreint ekki valdsviđ landsfundar og byrji strax ađ honum loknum ađ ţynna út margt af ţví sem ţar hefur veriđ ákveđiđ. Stefnumörkun landsfundar virđist ţannig oft ađ litlu sem engu höfđ og forustumenn flokksins virđast jafnvel sjálfir eiga ţađ til ađ gera grín ađ niđurstöđum mála ţar!

 

Ţá er eins og grasrótinni í flokknum sé gefinn löđrungur og ţađ af hálfu ţeirra sem síst ćttu slíkt ađ gera. Ţađ er auđvitađ hvorki heilbrigt né bođlegt ađ forusta flokks skilji ekki í hverju styrkur flokksins liggur og hafni ţví sem frá grasrótinni kemur og virđist líta á ţađ sem tóma vitleysu !

 

Eitt af ţeim málum sem leitt hefur hvađ skýrast í ljós ţá gjá sem skapast getur í Sjálfstćđisflokknum milli flokksforustunnar og almennra félaga í flokknum er orkupakkamáliđ. Ţar virđist grasrótin standa fullan vörđ fyrir almennum ţjóđarhagsmunum en forustan fyrir einhverjum óskilgreindum og ljósfćlnum sérhagsmunum !

 

Ţađ virđist sem sagt svo, ađ grasrótin í Sjálfstćđisflokknum sé alltaf miklu nćmari en forusta flokksins fyrir varđveislu megingilda ţjóđarinnar, svo sem sjálfstćđisins - og á heildina litiđ - hins ţjóđlega frelsis !

 

Af hverju skyldi ţađ vera ? Af hverju virđist forusta flokksins alltaf vera ađ reyna ađ halda grasrót flokksins í einhverskonar gíslingu, í meintum hugarfarslegum fjötrum, hvađ völd og áhrif snertir ?

 

Er grasrót flokksins til húsa á réttum stađ eđa er forusta flokksins til húsa á röngum stađ ? Ţessi öfl virđast ekki stefna sömu leiđ, svo í hverju liggur villan ? Samkvćmt stefnuskrá flokksins virđist grasrótin standa fyrir höfuđgildi flokksins og af hverju hegđar forustan sér ţá eins og hún gerir ?

 

Allt virđist eiginlega benda til ţess ađ forusta flokksins ţjóni einhverju öđru en hún á ađ gera. Hversvegna er flokkurinn ţá međ slíka forustu, forustu sem virđist oft fyrirlíta niđurstöđur ćđsta ţings flokksins og fara ađrar leiđir í málum en almennir flokksmenn samţykkja í meirihluta á landsfundum ? Hvađa vald er ţađ ađ tjaldabaki í flokknum sem stjórnar slíkum vinnubrögđum ?

 

Ţegar flokkur, sem byggđur er upp í kringum ţađ mikla og síţarfa meginverkefni ađ varđveita sjálfstćđi lands og ţjóđar, sýnir sig vera međ forustu sem virđist ganga fyrir öđrum og andstćđum innspýtingum, hvađ er ţá eiginlega í gangi, og til hvers eru landsfundir slíks flokks, ef ákvarđanir hans eru ađ engu hafđar ?

 

Til hvers er grasrót í slíkum flokki ef ekkert er á hana hlustađ og jafnvel gert lítilsvirđingargrín ađ henni af hálfu forustumanna ? Er ekki kominn tími til ađ spyrja, bćđi af hálfu almennra flokksmanna og annarra Íslendinga, hvađa vald stjórni Sjálfstćđisflokknum í raun og veru ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 131
  • Sl. sólarhring: 137
  • Sl. viku: 1381
  • Frá upphafi: 316771

Annađ

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1058
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband